Þá er ár ævintýrana byrjað. Við Davíð átum yndislegt kvöld í görkvöldi hjá pabba og mömmu og komu tengdó, bbenjamín og Guðlaug María líka í mat og svo auðvita Hlynur og Dísa.
Ástæðan fyrir því að engum myndum hefur verið hent hingað inn í langan tíma er vegna þess að mín tölva er búin að vera í rugli og pabbi er búin að vera að laga hana og redda drasli í hana og nú þar bara að setja hana upp á nýtt.
Í dag tókum við Davíð okkur til og fórum í gengum tölvuborðið því við erum vonandi búin að selja það og gæjinn kemur á morgun. Við eða ég réttara sagt fór í gegnum eldhúsið og það er nánast allt tómt eins og staðan er í dag því Hlynsi, Dísa, pabbi og mamma komu og tóku allt úr því eins og það lagði sig :D. Hlynur ætlar nefnilega að sjá um að passa dótið okkar og svo var hann að taka öll krydd og svoleiðis.
Íbúðar mál eru komin í höfn og erum við svo rosalega sæl og ánægð með það. En Davíð þarf á tölvunni að halda til að klára íbúðarmálin núna og segi ég því bless og skjáumst seinna.
Kveðja Fjóla, Moli og Davíð Ameríkufarar
1 comment:
O ég á eftir að sakna ykkar svo mikið :(
Kristín
Post a Comment