Einhvernvegin hef ég það á tilfinninguni að það séu nokkrir farir að bíða eftir þessari bloggfærslu ;). En hér kemur hún.
Við Moli lögðum afstað út á völl um hálf 2 leitið í gær og tékkuðum inn farangurinn minn. Moli var síðan viktaður og borða fyrir hann og svo var lagt afstað í Keflavíkina til að drepa tíma meðan beðið var eftir því að Moli gæti farið út í vél. Ég gaf honum svo pilluna sína 40 mín fyrir flug og fékk að rétta cargo fólkinu hann og svo var bara að hlaupa út í vélina ;). Flugið var gott ekki mikið af hössum en ég að sjálfsögðu fékk í magan Mola vegna, þegar minsti hristingur kom.
Þegar vélin var lent tók við næsta áhyggjuefni hvernig taka Imegradion verðirnir við mér? En það var nú víst lítið til að hafa áhyggjur af ég bara flaug í gegn án nokkura vandræða og þá var bara næsta mál á dagskrá fá Mola og bíða eftir farangrinum.
Ég vat frekar fljót að fá fyrstu ferðatöskuna mína en sú seinni ætlaði aldrei að koma og ég beið og beið og var ð hafa áyggjur af því að Moli ver ekki komin enþá en allir starfsmennirnir voru svo duglegir að hughreista mig að ég hafði ekki miklar áhuggjur. Að lokum kom seinasta taskan og stuttu eftir það er Moli minn kominn svo hress og glaður að sjá mömmu sína.
Við drifum okkur þá út til Davíðs og Benjamíns sem biðu úti og voru ekkert smá spenntir að sjá okkur eins og við að sjá þá :D. Við dirfum svo Mola út úr búrinu og leifðum honum að pissa. Skottið á kallinum var alveg beint upp í loft og dillaði á fullu enda ekkert smá duglegur voffi þarna á ferð ekkert hræddur bara spenntur á að taka á móti Flórída.
Þegar komið var upp í íbúð töluðum við smá sama, Jóhann hringdi, ég hringdi í mömmu og pabba og fengum okkur smá í goggin áður en við skeltum okkur í háttin enda ég og Moli gjörsamlega úrvinda af þreytu.
Moli fékk að vera uppí enda ekki annað hækt eftir alt þetta ferðalag sem er búið að leggja á hann.
Í dag vaknaði ég svo við síman og voru það pabbi og mamma spent að heyra meira. Davíð og Benjamín voru ekkert á því að fara á lappir þannig að við Moli skelltum okkur út í smá labbitúr rétt hjá kverfinu því hann má víst ekki labba hvervishringin. Moli var með nefið FAST við jörðina að soga í sig alla þessa nýju og spennandi ligt sem hann hefur aldrei fundið áður. Hann sá nokkra Íkorna og vildi elta þá þannig að þetta verður spennó fyrir kallinn ;D.
Ég og Moli fórum svo heim og voru þá strákarnir í sinhvoru herberginu vaknaðir báðir með tölvuna í fanginu upi í rúmmi ;). Ég rak þá á lappir og þeir fengu sér morgun mat og svo var komið að því sem ég hef beðið eftir í 5 mánðui..... PLANET SMOOTHY JJJEEEEIIIII!!!!!!!!!!!!!!!! VÁ VÁ VÁ hvað þetta er gott!!!!
Við skeltum okkur svo öll með smoothysana út í petco þar sem Moli þefaði og fílaði sig í tætlur itti meira að segja annan voffa sem var ekkert smá spenntur að hitta hann en Moli tók þessu nú öllu með stóískri ró eins og honum er einum lagið. Ætil þetta hafi ekki verið Rat terrier sem hann hitti.
Svo var lagt afstað með Mola í Prinsa töskuni fínu í Walmart þar sem við keyftum örbylgjuofn, tvo kodda, rúmteppi, herðartré og eitthvað annað smálagt og kostaði þetta allt einungis $ 190 og finnst mér það vel sloppið. Því næst var kíkt í Target og þar fengum við okkur brauðrist og eitthvað annað smálegt.
Núna erum við komin eim og erm að taka frá tíma í smá blogg og annað áður en við skellum okkur út að fá okkur að borða og keyra svo til St. Petersburg. Moli liggur hérna hjá mér til fóta alveg uppgefin enda mikið búið að gana á hjá honum síðastliðna daga og tekur það smá tíma fyrir hann að venjast aðstæðum.
En myndirnar verða að bíða þar sem tengingin er ekki alveg að gera sitt gagn hérna.
Kær kveðja Frá Flórída Davíð, Fjóla, Benjamín og Moli
6 comments:
Ohh spennó! gaman að heyra af ykkur og að allt gangi vel!
Vonandi mun ykkur líða ótrúlega vel þarna úti, efa það ekki en ég er ýkt ánægð fyrir ykkar hönd.
vonandi verðuru svo bara dugleg að halda áfram að blogga ;)
Æðislegt að þetta gekk svona vel. Svo gaman að vita af ykkur þarna úti! Ég átti nú ekki von á öðru en að Moli kallinn yrði sáttur! Hlakka alveg svakalega til að sjá myndir af ykkur og íbúðinni!!!!
Love,
Helga og Fróði
Vá hvað það er gaman að fá fréttir æðislegt að Moli er að fíla sig í Florida skil hann vel :D
Hlakka til að heyra í þér ;)
Kristín
Æði! Flott að þetta gekk svona vel. Gangi ykkur rosalega vel í nýja landinu ;)Spennandi tímar framundan :)
Sæl Fjóla
Ég heiti Valgerður og ég og maðurinn minn erum að flytja til Florida eftir rúman mánuð með hundinn okkar hann Patta með okkur. Mér gengur frekar illa að fá fullnægjandi upplýsingar um hvað ég þarf til að geta tekið Patta með okkur og því langaði mig að spyrja þig ; ) Þegar þú fórst með Mola út þurftir þú þá að láta sprauta hann við hundaæði áður ? Þurftir þú að gera eitthvað annað en að láta hann fá ormalyf og fá almennt heilbrigðisvottorð fyrir hann ? Mér skilst að það sé svo misjafnt eftir fylkjum og þar sem þú ert búin að fara í gegnum þetta með Mola þá langar mig að fá smá ráðleggingu ; ) Ég væri mjög þakklát ef þú gætir hjálpað okkur með þessar upplýsingar. Takk takk og kær kveðja, Valgerður
Sæl Valgerður
Ég þurfti að láta sprauta hann fyrir hundaæði og líka að hann sé alveg pottþétt sprautaður fyrir parvo og öllu því líka s.s að það sé ekki of langt síðan hann var sprautaður fyrir því seinast. Þú þarft svo að fá heilbrigðisvottorð hjá dýra á ensku sem segir til um að hundurinn sé heilbryggður og búin að fá allar þær sprautur sem hann á að hafa fengið síðan þarftu að láta stimpla pappírana hjá matvælastofnun. Best er að sjálfsögðu að vera bara með of mikið af upplýsingum frekar en hitt.
En ég reykna með því að þú fljúgir á Sanforn ef svo er er það mjög þægilegur og lítill flugvöllur sem er gott þegar maður er að koma með gæludýrið sitt :D.
Endilega ef þú hefur frekari spurningar sem ég get hjálpað þér með þá máttu hafa samband við mig fjolaogmoli@gmail.com
kv Fjóla :D
Post a Comment