Thursday, February 19, 2009

Myndavélin mín á að koma í dag og Joyce Maier í kvöld

Jæja í dag á myndavélin mín að koma í hús og vona ég innilega að svo verði svo ég geti tekið hana með á Joyce ráðstefnina í kvöld. Ég er að búast við alveg rosalega mikið af konum þarna enda er þetta í einhverju Arina og já ég segi ekki meira. Það byrjar í kvöld kl 7 og þurfum við líklega að vera komin svona klukkutíma fyrr eða svo til að vera viss um að fá sæti einhverstaðar uppi í rassgati en ef við vildum betri sæti en það þá kanski bara að leggja afstað núna eða hálft 10 um morgun ;).
En já ég er semsagt hérna hjá pabba og mömmu nína í Deltona og Davíð er heima hjá okkur en hann er að fara á morgun til Miami að fara að dæma undankeppni Jessup þar og hlakkar hann mikið til þess. Hann kemur svo hingað seint á laugardagskvöldinu og við förum á sunnudeginum einhverntíman en hugmyndin var að kíkja á Outback áður en við förum frá pabba og mömmu. En það er ekki allt gott að frétta mér heyrist á Kristínu vinkonu að hún treysti sér ekki að koma í heimsókn útaf þessum ömurlegu tengiflugum og drasli. Ég er alveg í rusli yfir þessu og vildi að ég gæti gert eitthvað til að gera þetta auðveldara fyrir hana en það er mjög lítið sem ég get gert ekki nema hún komi bara í apríl í tvær vikur eða svo því þá getur hún flogið beint og tekið seinasta flugið 1 maí til Íslands en það á ekki eftir að ganga þar sem Sóldís er hvolpa full og á að eiga eftir viku eða svo og þá getur hún ekkert farið næstu tvo og hálfan mánuðinn.
Annars er ég að fara að pannta aðra tösku handa Mola á petedge en þetta er allt í senn pakpoki og rúllutaska. Ég er einnig að kaupa tauma og ólar eins og alltaf en það er bara aukaatriði ;).
En nóg í bili.

Kveðja Fjóla og Moli

2 comments:

Helga said...

Vonandi færðu vélina í dag. Leiðinlegt að heyra með Kristínu, vonandi finnið þið útúr þessu. Annars geggjað að þú sért að fara á Joyce Meyer ráðstefnu, væri sko alveg til í að koma með þér þangað.
Knús og kveðjur frá mér og Fróða

Anonymous said...

til hamingju með nýju myndavélina :) rosa flott! ummm vildi að ég gæti komið með á Outback stakehouse!! ummmm

kv Berglind