Jæja ég var víst búin að lofa einhverjum að setja inn myndir af nýju fínu töskunni hans Mola. En þessi taska er mjög lík töskunni sem Helga vinkona á nema alveg örugglega ekki í sömu gæðum enda mikið ódýrari. Þessi taska er samt engi venjuleg taska vegna þess að hún er á hjólum og ég get dregið hana á eftir mér (svona eins og flufreyjutöskurnar) og svo get ég haft hana á bakinu mjög sniðugt.
Annars er ég búin að vera svona tiltölulega löt í dag fyrir utan að fara út að labba með Mola, fara með hann í Kennel hósta sprautu en það er ekki sprauta heldur fær hann vökva upp í nefið og var hann ekkert sérstaklega sáttur við það en lét sig þó hafa það. Við erum búin að komast að því að það er ekki vit í neinu öðeu en að setja mola á hjartaorma lif og flóa og tick lyf en þetta eru töflur sem eru gefnar einu sinni í mánuði til að hindra þessar leiðinda pestar. Málið er það að Moli þarf víst að fara í blóðprufu til að geta fengið hjartaorma lyfið og kostar það pening þannig að við ákváðum að gera þetta ekki í dag en gerum það líklega á þriðjudaginn.
Það eru því miður ekki góðar fréttir að færa af honum tengdapabba kallinum ( fyrir utan að hann er búin að léttast um 18 kg og er farin að nota buxur af Benjamín og þeir sem hafa séð Benjamín vita hvað það er mikil geðveiki mitti 30). Hann átti að fara í svona hjarta æða þræðingu í dag en þegar þangað var komið hafði ástandið innaní honum heldur betur versnað, þrátt fyrir að kallin sé gjörsamlega búin að umturna mataræði sínu, en æðarnar sem voru stíflaðar 30-40% voru núna stíflaðar 60% og in sem var 80% stífluð er 90% stífluð núna. Læknarnir ákváðu að ekki var hækt að gera neitt annað en að opna Seinkabjörnin og taka æðar úr fætinum á honum og skipta út lélegu æðunum sem ganga að hjartanu. Við vitum ekki hvenar hann fer í aðgerðina en við skulum vona að það verði fyrr en seinna. Því væri ég og Davíð mjög þakklát ef þið mynduð hafa hann í bænum ykkar næstu vikur og mánuði að Guð meigi gera það sem hann getur best læknað fólk :D.
Ég er búin að vera að mailast á við Kristínu eins og brjálæðingur og er nokkurnvegin búin að ákveða hvernig er best að eiða tímanum sem hún er hér og ætla ég að henda því hérna inn og er ég nokkuð viss um að Kristínu sé sama en þetta á örugglega eftir að breytast eitthvað enda ekki hokkið í stein ;).
13. apríl (mánudagur): Kristín kemur um kvöldið
14. apríl (þriðjudagur): Kíkja á hundaströndina með Mola og í búðir nálægt okkur t.d. Wal Mart, Bells, Ross o.s.fv borða á Out Back um kvöldið
15. apríl (miðvikudagur): Epcot Disney
16. apríl (fimmtudagur): Magic Kingdom Disney
17. apríl (Föstudagur): Mall í Tampa jafnvel s.s verslunardagur Dýrabúðir og Target. Sweet Tomato í hádeginu og Olivgarden/ Romanos Maccaroni Grill/California Pizza Kichen um kvöldið
18. apríl (Laugardagur): Busch Gardens Carrabbas/eða eitthvað annað um kvöldið
19. apríl (sunnudagur): Keyra til Orlando og eyða deginum þar. Fara jafnvel á Belive it or not safnið, Florida Mall, Down Town Disney og fara svo á Medievel times seinnipartinn.
20. apríl (mánudagur): Síðasti dagurinn hafa hann opin til að gera eitthvað sem Kristínu langar.
14. apríl (þriðjudagur): Kíkja á hundaströndina með Mola og í búðir nálægt okkur t.d. Wal Mart, Bells, Ross o.s.fv borða á Out Back um kvöldið
15. apríl (miðvikudagur): Epcot Disney
16. apríl (fimmtudagur): Magic Kingdom Disney
17. apríl (Föstudagur): Mall í Tampa jafnvel s.s verslunardagur Dýrabúðir og Target. Sweet Tomato í hádeginu og Olivgarden/ Romanos Maccaroni Grill/California Pizza Kichen um kvöldið
18. apríl (Laugardagur): Busch Gardens Carrabbas/eða eitthvað annað um kvöldið
19. apríl (sunnudagur): Keyra til Orlando og eyða deginum þar. Fara jafnvel á Belive it or not safnið, Florida Mall, Down Town Disney og fara svo á Medievel times seinnipartinn.
20. apríl (mánudagur): Síðasti dagurinn hafa hann opin til að gera eitthvað sem Kristínu langar.
En nóg um það hérna er svo fína taskan hans Mola njótið og Guð belssi ykkur
5 comments:
Lýst mjög vel á þetta plan :D
Það getur nú tekið í að halda á svona litlum voffa munar öruglega helling að geta haft hann á bakinu. En hvernig er það er hann ekki leyfður á flestum stöðum eða er hann bara leyfður sé hann í tösku?
Kristín
Hann er bara leiðfur í tösku Flórída er ekki ens kósý með það og önnur fylki Bandaríkjana því miður en ég reyndar hef ekki reint á það að labba bara með hann inn
Ó mæ ég var bara fain að slefa þegar þú varst farin að telja upp alla þessa geggjuðu matsölustaði: Sweet Tomato, Olivgarden, Romanos Maccaroni Grill, California Pizza Kichen ummmmm :)
órtúlega flott nýja taskan hans mola :)
kv Berglind
Vá, flott taska :D Geggjað að eiga svona, finnst mér allavega. Er reyndar búin að nota Fróða tösku svo mikið að dekkin eru farin að spænast upp á henni.
En Sveinbjörn er í bænum mínum og þú og Davíð auðvitað líka. Bað líka vinkonur mínar í skólanum að biðja fyrir þessu (vona að það hafi verið í lagi).
Knús og hjartanskveðjur frá mér og Fróða
Auðvita var það í lagi bara takk kærlega fyrir það biðja fyrir honum. Já ég skoðaði einmitt hjólin á minni tpsku og líta þau nokkuð vel út og eru svona eins og hjá þér tvö og svo saman.
Post a Comment