Saturday, February 14, 2009

SPCA Tampa Bay

Við Davíð kíktum í dag í Largo til að kíkja á SPCA rescue stöðina þar. Þetta var ekkert smá flott aðstaða og mjög snyrtilegt og reinilega vel hugsað um hundana. Við sáum í fréttunum í gær að það var verið að bjarga 300 hundum úr hundarægtunarstöð hérna úti og voru 75 hundar af þeim fluttir hungað. Þessir hundar verða ekki tilbúnir til afhendingar fyrr en um miðja næstu viku enda mjög illa farnir eftir illa meðferð en ein konan þarna sagði að þeir þyrftu líklega allir að vera rakaðir niður þar sem feldurinn og húðin var svo rosalega illa farin, aumingjarnir litlu. Við komumst ða því að það voru þrjár Chihuahua tíkur og svo þrír Chihuahua hvolpar sem komu hingað til Tampa. Ég hef samt tekið ákvörðun um að ég ætla að sækja um sem sjálfboðaliði þarna og þá hef ég betri tækifæri á því að ef það kemur hundur sem ég fell alveg fyrir þá get ég fengið að taka hann "frá" ef það er hækkt að orða það þannig.
Ég talaði við Helgu mína í næstum klukkutíma í kvöld og gátum við séð hvor aðra með vef myndavélunum okkar og ég fékk að sjá Fróða og Helga fékk að sjá Mola.
Annað gott að frétta er það að ég keyfti í dag Nikon D60 á Amason á $399 og er ekkert smá spennt að fá hana alveg í skýjunum :D. Þið fáið að njóta myndana úr henni þegar hún kemur í hús og ætli ég noti ekki gömlu góðu til að taka mynd af henni svo þið getið séð hana líka ;9.
En ef þið getið værum við Davíð mjög þakklát ef þið mynduð biðja fyrir því að bíllinn okkar seljist það væri alveg hreint frábært að losna við þær áhyggjur.
En nóg um það eigiði frábæran Valentínusar dag og munið að vera góð við þá sem ykkur þykir vænst um :D
Kveðja Fjóla og Moli sinn

4 comments:

Davíð Örn said...

þetta verður ofsalega flott myndavél og ég hlakka til að sjá þig myndavélast út og suður ;) þú þarft ábyggilega nýtt blogg til þess að halda utanum allar nýju myndirnar

Anonymous said...

ohh já ætli það ekki kanski fæ ég mér bara myndasíðu ;9

Fjóla

Anonymous said...

Þetta gæri orðið spennandi verkefni. Þ.e. ef það er eitthvað í líkingu við það sem sést í sjónvarpinu. Annars líst mér sérlega vel á matinn sem þú listaðir upp.

Davíð Örn said...

Knús...á Valentínusardaginn :D