Sunday, February 01, 2009

Klósettið okkar stíflað :S

Við erum bín að vera í vandræðum hérna í íbúðinni okkar vegna þess að klósettið okkar er stíflað eða eitthvað mun verra en það. Davíð er búin að fara með heilan brúsa af einhverju ban eitruðu efni í klósettið en það er það eitrað að ef það skildi mögulega gerast að það fari á þig áttu ALLTAF undir öllum kringumstæðu að fara til læknis. Við erum búin að drullusokka það alveg endalaust og keyftum meira að segja eitthvað svona víra dæmi þar sem þú kemst lengra inn í lagnirnar en ekkert gekk það er alveg jafn stíflað og í byrjun þannig að þetta er eltthvað miklu meira mál en við tvö getum ráðið við :S.
Við kíktum í kirkju í dag og var það alveg hreint frábært. Við erum svona að kynna okkur alla smáhópana til að taka þátt í þeim ein sem ég var hrinif af er bara fyrir konur og er byggður á bókum eða fyrirlestrum Joyce Meyer og heitir Bettelfield of the Mind. Það sem er svo skemmtilegt við þessa kirkju er það að hún er svo vel skipulögð í verri ræðu er alltaf myndband sem er tekið upp af kirkjunni og í dag var verið að tala um fjárhagsvandamál og tíjund og kom pastorinn fram í myndbandinu eins og appari með fult af keðjum og læti alveg heleríus en þú varðst vænanlega að sjá það til að fatta hvað þetta var í raun og veru fyndið ;).
Ég er búin að vera ða ræða við Helgu og Kristínu í dag og er það endanlega ákveðið að Helga kemur ekki til mín í sumar sem er fúlt en skiljanlegt þar sem hún syndir víst ekki í peningum blessunin. Kristín aftur á mótti heirist mér á öllu ætlar að koma og vona ég svo sannarlega að það gangi allt upp hjá henni. Ég er búin að vera á netinu að skoða alla them parkana hérna og sjá hvað það væri sem hún hefði áhuga á en það er náttúrulega alveg endalaust af skemmtilegum görðum hérna. Spurningin er hort við færum ekki í tvo Disney garða og þyrftum þá að gista eina nótt á Disney hóteli eða þá hvort það væri möguleiki að fá að gista í íbúðinni hjá pabba og mömmu en það er náttúrulega langt þangað til þetta er og ekkert hækt að segja hverjir verða þar eða hvort það verða einhverjir þar. Núna þarf Kristín bara að kíkja á flug og svo ræðum við aftur saman ;D.
Núna er davíð að læra og við Moli erum hérna saman að horfa á sjónvarpið eða réttara sagt ég er að horfa á sjónvarpið og Moli er að lúlla og hafa það gott ;). Pabbi og mamma koma líklega annað kvöld og verða hjá okkur í tvo daga. Við Davíð ætlum að nota tækifærið og fara í Bushgardens á þriðjudagin og biðja pabba og mömmu að passa Mola á meðan, en málið er það að ef við kaupum ein dagmiða í Bushgardens þá meigum við koma eins oft og við viljum það sem eftir er af árinu nokkuð góður díll ha ;)?
En nóg í bili hafið það gott og ég bið að heylsa Íslandi.

2 comments:

Helga said...

Frábært að þið séuð búin að finna svona fína kirkju. Ég á einmitt Battlefield of the mind, en á eftir að koma mér í að lesa hana. En mikið vildi ég að ég hefði getað komið til þín í sumar, Fjóla mín, en ég veit að það kemur betra tækifæri síðar, það efast ég ekki um.
RISAknús frá mér og Fróða mínum sem söknum þín

Fjóla Dögg said...

Já fúlt að þú getir ekki komið meðan ég er á Flórída þar sem þetta er svo frábær staður að koma í frí en þanig er það bara. Svo á é alveg eftir að sjá hvort þetta gangi upp með Kristínu þar sem það gæti verið að hún þyrfti að taka tengiflug og ég held hún treysti sér ekki nógu vel í það en við sjáum til.

Knús frá okkur