Þá erum við davíð aftur komin heim í íbúðina okkar. Davíð stóð sig mjög vel að dæma í Jessup á Miami og skemmti sér vel. Ég átti alveg æðislegan tíma með pabba og mömmu og gerðum við alveg hreint heilan helling saman. í gær fórum við aftur á hundaströndina eftir að hafa leigið í sólbaði í smá stund. Við kíktum svo aftur á útimarkaðinn og náði mamma þá að kaupa nokkra hluti. Seina um kvöldið fórum við svo öll saman á Out Back Stakehouse og fengum okkur mjög góðan mat. Ég aldrei þessu vant félkk mér kjöt samt ekki nauta heldur svínalund og vá hvað hún var góð. Moli kom með okkur og náið ég að lauma til hans nokkrum bitum og fanst honum það ekki leiðinlegt ;). Við keyrðum svo heim seinna um kvöldið og vorum komin heim að nálgast 10 um kvöldið. Við vorum mikið þreytt þannig að við skelltum okkur í háttin og stein sofnuðum.
Núna er davíð farin upp í skólan sem hann fer alltaf á bókasafnið hjá ok fékk leifi til að mæta í einhvern tíma þar og er þar núna. Ég og Moli erum hérna heima að uppfæra ykkur og slappa aðeins af áður en við förum út að hjóla en það er alsekki mjög heitt hjá okkur í dag þannig að við erum ekkert rosalega spennt að fara út strax ;).
Við erum enþá ekki búin að ná að ræða almennilega hvor skólin hentar Davíð betur UCLA eða Georgtown en það verður væntanlega rætt í kvöld kostir og gallar og annað þvíumlíkt.
En nóg af blaðri skoðið myndirnar og hafið það gott ;9.







2 comments:
Æðislegar myndir að vana. Gaman að þið skylduð rekast á þessa skjaldböku, veit nú ekki alveg hvernig Fróði hefði brugðist við henni :þ Hlakka til að fá fleiri fréttir, vona það gangi vel í hundafiminni.
Búin að henda inn bloggi sjálf :D
Knúsiknús frá mér og Fróða
ótrúlega skemmtilegar myndir! Moli rosa duglegur að synda og skjaldbakan er ekkert smá fyndin hehe :)
kv Frænkulíus
Post a Comment