Friday, February 27, 2009

Strandarferð

Við Moli kíktum í hundagarðinn okkar góða og á ströndina þar og skemmtum við okkur konunglega. Ég lá í sólbaði og las Joyce meðan Moli ímist lá hjá mér eða rölti um og heylsaði upp á staka hund. Ég var ekki laus við að fá blauta kossa heimsóknir frá pitt bullum og labradorum sem var alveg ágætt ;). Ég set hérna inn eitt myndband af kallinum ásamt tveim myndum og vona ég að þið hafið gaman af.
Við hittum þennan þrífætta hund sem átti ekki mikið erfitt með að fara ferða sinna og það er eins og hundarnir tóku ekkert eftir þessu.

Moli blautur eftir smá hundasund



Hérna er sbo kallin að leika sér við Schnauzer rakka og var ekkert smá gaman hjá þeim

Kær kveðja Fjóla og Moli

2 comments:

Helga said...

Frábært að þú getir farið á þessa strönd, þarf einmitt að finna eitthvað gott hundasvæði til að fara með Fróða á. Verður vonandi eitthvað svoleiðis í nágrenni við þar sem ég er að flytja.
Knús frá mér og Fróða

Anonymous said...

Æjj krúttið !
Sæta geltið í honum

Tara væri alveg til í hlaupa svonna núna en greyið þarf að hanga inni með mér þar sem ég er búin að vera veik síðan á fimmtudaginnn