Elsku litli Molinn minn var bitin af vondu ljótu skordýri í dag. Við vorum að keyra til Deltona ég pabbi og mamma þegar ég allt í einu tók eftir því að hann var farinn að bólgna alveg rosalega öðrumeginn á andlitinu. Ég náttúrulega panikaði alveg og vildi fara með hann til dýra strax. Við fylgdumst vel með honum og hann var bara rólegur og alveg venjulegur þannig að við stoppuðum og fórum á Sweete Tomato og fengum okkur að borða. Við fórum svo á dýraspítalan sem er alveg rétt hjá pabba og mömmu og fengum tíma fyrir hann strax. Það var kall dýralæknir sem við fórum til eitthvað sem við Moli eigum ekki að venjast. Hann skoðaði hann og hitamældi og lýsti bláu ljósi í augað á honum og komst að því að þetta væri ofnæmisviðbrögð við skordýrabiti eitthvað álíka og konguló, sporðdreki eða bífluga. Við enduðum svo með að fá tvær svaka sprautur ein sem Moli vældi alveg yfir og tvö lyf sem hann á að fá núna næstu tvær vikurnar næstum. Hann á að taka tvisvar á dag næstu 5 dagana hálfa pillu og svo annan hverndag eina hálfa pillu þangða til pillurnar eru búnar og svo eitthvða fljótandi sull sem á að sprauta upp í hann tvisar á dag og það er víst rosalega vont á bragðið þannig að einn þarf að halda honum meðan annar sprautar og svo áttu eiginlega að koma honum á óvart svo hann viti ekki hvað er að fara að gerast, þannig að þetta verður fjör hjá okkur núna næstu daga. Þessi heimsókn kostaði litlar $175 þannig að við eigum ekki að fá að halda neitt mjög auðveldlega í peningana okkar.
En nóg um það núna erum við komin í íbúðina hjá p og m og erum bara að slappa af alveg pakk södd og erum að fara að koma okkur í stellinar fyrir Lost sme byrjar kl 9.
Endilega biðjið fyrir litla Molanum okkar að hann batni sem fyrst en bólgan fer ekki að hjaðna fyrr en eftir 3-5 DAGA. En hér koma myndir af sjúklingnum.
Kv Fjóla og Moli
6 comments:
Æ, elsku Moli minn! Þú verður nú að knúsa hann frá mér og Fróða. Ég skal biðja fyrir sjúklingnum og ykkur auðvitað líka.
Batnaðarknús frá mér og Fróðamús
já ekki málið ég knúsa hann frá þér. Hann er alsekkert mjög slappur en er bara þreyttur. En knús á ykkur líka.
Kv Fjóla og Moli hamstrakynn
Æ, æ, æ,...aumingja litli Molinn.
Bestu batakveðjur frá
liðinu á A7
Aumingja Moli sæti vonandi batnar honum fljótt litla kallinum :)
Kristín
oh no! he looks like he had his wisdom teeth out! poor moli baby! get better!
-Jón, Riss, Meekó and Joy
Ohhh litla Mola músin! Jeminn ekki gott að sjá hann svona.. knús á litla krúttið
Post a Comment