Monday, February 16, 2009

.....

Ég sit hérna heima, Davíð er inni í svefnherbergi að læra og Moli sefur rotaður í búrinu sínu. Ég for út með Mola að hjóla og hljóp hann með hjólinu í ca 20 mínútur samfleitt en ég er altaf að reyna að lengja tíman sem ég læt hann hlaupa til að þjálfa hann og koma honum í gott form. Ég leifi honum svo að hlaupa lausum á opnu svæði hérna í kverfinu okkar og var hann ekkert smá sátur másandi og glaður. Ég reyndi að fara í sólbað í dag en ekki gekk það nógu vel því hérna er gjóla og ekkert of heitt en ég þarf smá hita til að endast í sólbaði. Ég skellti mér í bað með bók um hana Önnu mína í Grænuhlíð sem er lang uppáhalds sögupersónan mín og vildi ég stundum að ég gæti verið hún sveimandi um í hennar drauma heimi.
Núna er ég að hugsa hvort ég eigi að plata Davíð í að koma í smá boltaleikfimi eða kickbox æfingar. Í kvöld er svo hundafimi sem er alltaf gaman að fara í.
Pabbi og mamma ætla að koma á morgun og ætla ég með þeim til Deltona á miðvikudag eða fimmtudag en ég ætla allavegana að ná að fara og hitta nokkrar konur úr kirkjuni sem hittast og lesa saman eina bók og langar mig a sjá hvernig ég fíla mig þar. Davíð fer svo á föstudaginn til Miami til að dæma í undankeppni Jessup og svo kemur hann til okkar á laugardeginn. Ég ætla að fara á námskeið sem Jocy Maier verður með á fimmtudag, föstudag og laugardag og vonast ég til að mamma komi með mér. Myndavélin mín ætti að koma í þessari viku en amazon reyknar með að hún komi í hús milli 20 og 25 febrúar.
En nóg um það best að gera eitthvað af viti sjáum nú hvað það verður.
over and out Fjóla

2 comments:

Helga said...

Skemmtið ykkur vel í hundafimi :D Ég og Fróði vorum að koma heim af hundafimiæfingu og það vara svaka gaman og Fróði kallinn rosa duglegur að vana... fyrir utan nokkur prakkarastrik auðvitað. Blogga fljótlega, en nú er ég DAUÐ og er farin að sofa.
Knús frá mér og Fróðamús

Anonymous said...

Hey commentið mitt kom ekki :/ En ég er alla vega búin að blogga ef þér langar að kikja ;)

Kristín