Moli er miklu betri og er bólgan nánast alveg farinn. Hann á samt að vera á pillum alavegana í viku í viðbót sem mér finnst soldið mikið fyrir svona lítin hund en ég veit kanski ekki allt.
En annars er búið að vera skítakuldi hérna í dag, ég fór í morgun og keyfti mér smoothie en í allan febrúar er Planet smoothie með milli 7am og 9am á morgnana lítinn smoothie á 99 cent sem er mjög góður díll. Ég á líklegast eftir að fara aftur á morgun og fá mér einn Mediterranean Monster en hann inniheldur jarðarber, banana og appelsínusafa mmmm.
Núna fer að nálgast Valentínusardaginn og er allt að verða rosalega rómantíst í búðum hérna, ég fór t.d. í búð með pabba og mömmu í dag sem heitir World market og er með alskonar dót frá mörgum löndum og þá mikið af mat og fan ég þar bleigar pönnukökur með súkkulaði bitum í og var ég mikið að hugsa að kaupa það handa Davíð mínum og gefa honum bleigar pönnukökur þann 14 feb en þær voru aðeins og of dýrar :(. Ég sá líka strax að þetta var algjör búð fyrir tengdó þar sem Sveinkibjörn og Linda myndu tapa sér í japanska matnum og í vínunum (Sveinbjörn að safna).
En ég hef það ekki lengra í kvöld bið bara að heylsa ykkur.
Góða nótt Fjóla og Moli sem er allur að koma til.
4 comments:
Gott að Moli kall sé að koma til :D
Kristín
Flott að Moli sé að jafna sig. Svo er líka alveg bannað að kvarta undan einhverjum kulda takk fyrir!
HAHAHAHA já ég skal passa mig á því að kvarta ekki undan kulda hef séð myndirnar frá Íslandi og efa það ekki að ástandið sé jafnvel verra í Noregi ;).
p.s. Helga þú verður að kíkja á bloggið hennar Marisu og sjá video klippuna þar um ástandið í bandaríkjunum.
Kv Fjóla
gott að heyra að múslinn er að jafna sig!
kv Berglind
Post a Comment