Tuesday, April 21, 2009

Kristín mín er farin :(

Þá er Kristín komin í loftið og á leið til Íslandsins góða en í burtu frá okkur :(. Við eigum eftir að sakna hennar mikið og hlökkum til að fá hana sem fyrst aftur í heimsókn.
Ég ætla samt að leggja inn kvörtun til ykkur. Mér þykir alveg rosalega leiðinlegt að fá aldrei að heyra neitt frá neinum í gegnum comment. Stundum velti ég því fyrir mér hvort maður ætti ekki bara að hætta að leggja alla þessa vinnu á sig að sitja inn myndir ef það er hvort eð er engin að skoða þetta en ég veit að fjölskyldan kíkir mikið og vill sjá myndir en þetta er rosalega mikil vinna og stundum finnst mani þetta ekki vera þess virði :(. Ég er rosalega mikið á móti því þegar fólk er að hóta að hætta að blogga þess vegna ætla ég ekki að gera það því ég hef gaman af þessu en ég hefði enþá meira gaman af þessu ef ég fengi bara nokkrar línur svona annað slagið frá ykkur til að vita hvort það sé eitthvað að frétta.
En nóg um það Við Kristín erum búnar að vera alveg rosalega duglegar að gera allt sem okkur dettur í hug meðan hún var hér og hér kemur annað alsherjar myndablogg fyrir ykkur frá síðustu dögunum hennar hér. Ég ætla ekki að fara nánar út í þetta nema bara með skíringu undir myndunum ;9.
Knúsar og kossar frá Flórída

Hérna núna er mjög mikið af þessum gullfallegu fjólubláu trjám og er mjög gaman að sjá þau inn á milli þessara venjulegu grænu ;)
Þarna erum við svo komin yrir utan Pet Kennelin þar sem Moli okkar var á meðan við skemmtum okkur (án hans) í Busch Gardends. Litla barnið að fara í fyrstu pössununa sína í langan tíma
Þarna er hann svo kominn í búrið sitt og var rosalega hissa að við ætluðum að skilja hann bara þarna eftir

Þarna er ég og Kristín komin inn í garðin og búin að stilla okkur upp fyrir framan þetta flotta fiðrildi

Ég og Kristín hjá Flamingóunum

Við gátum fengið að fara og gefa páfagaukum að borða og komu þeir og settust á okkur og þáðu sopa af sykurvatni

Flottir fuglar

Þessi fannst mér flottastur

Kristín fékk tvo á sig sem börðust um athyggli hennar

Já svo fékk einn sér sæti á hausnum á henni ;)

Einn kom og heimsótti mig

Davíð klikkhaus fór í þennan rússíbana sem fer 200 fet upp í loftið (en það er svona næstum jafn hátt og Hallgrímskirkjuturn) en frá þeirri hæð fellur þú beint niður eða 90° en fyrst ertu stoppaður í svona 2-3 sek þar sem þú horfir hert þú ert að fara svo er þér skellt niður á 70 milna hraða eða 120 km hraða ca við Kristín afþökkuðum pent að fara með og tókum bara mynd af honum en hann er þarna fyrir miðju á 2 eða 3 bekk.

Fórum á svona dýra sýningu þar sem dýr voru í aðalhlutverki og höfðum gaman af

Þessi flotti páfagaukur var að setja blóm í blómavasa

Köttur að vefa á milli fótana hennar flott

Fyndnar skjaldbökur

Við fengum að gefa Flamingóunum en það kítlaði soldið mikið ;9

Klikað flottir froskar

davíð eins nálægt sofandi híenu og hann mun vonanandi nokkurntíman vera aftur ;)

Oh Meerecats (kann ekki að skrifa þetta) þetta eru náttúrulega með þeim fyndnustu dýrum í heimi :D

Við hjónin í svona svif vögnum yfir Busch Gardens

Ég og Kristín í river rafting tæki og við urðum mjög blautar en samt ógeðslega gaman

Eins og sjá má mjög blaut en buxurnar voru gersamlega alveg gegn sósa

Kristín og Davíð að bíða eftir lestinni sem fer hringinn í kringum garðinn

Þarna erum við svo komin á California Pizza Kitchen en það var víst algjört möst að prófa það hjá Kristínu þar sem Ella systir hafði sagt að það væri svo frábært enda er þetta góður staður það vantar ekki ;9

Ummm Kristín með BBQ kjúklinga pizzuna sína sem er mjög fræg og vinsæl hjá þeim

Þarna erum við svo komin á ströndina góðu þar sem Moli skemmti sér alveg rosalega vel eins og sjá má

oh svo sæt saman þessi gella var mjög skotin í Mola

já komdu að leika pleeeease

Moli að fá sér smá að drekka enda heitt og gott veður. Svo er Ítalski Grayhoundinn að bíða eftir smá sopa

Kristín sæta sæta að labba á ströndinni

Moli og lítla sæta Yorka gimpið en ég skil svo vel afhverju fólk fær sér Yorkcher Terrier þegar maður hittir svona krútt

Flottur Kínverskur Faxhundur

Moli á sprettinum en hann leikur oft við þennan enda er hann mjög oft á ströndinni

þessir tveir hundar eiga sama eigandan og eru oft á ströndinni

oh svo gaman

leika sér saman
Þessi flotti Ítalski Grayhound er algjört æði hann er þrí fættur en algjört kelu krútt

Moli var rosalega hrifin af þessari feita bolli og var alltaf að reyna að fá hana til að leika ;)

Þarna erum við komin fyrir utan Believe it or not safnið en það er ekkert venjulegt hús eins og sjá má

Kristín í vel skökku herbergi sem lætur mann svima en þetta er á safninu

Kristín hjá eftir mynd af stærsta manni í sem til hefur verið en hann var vel stór eins og sjá má

Þarna erum við dömurnar komnar á Medieval times sem er dinner show

Kristín sæta

Aðal maður kongsins flottur ;)

Kristín komin með veifuna tilbúin að kvetja okkar Riddara til dáða

Þarna er svo sviðið en það er bara svona sand grifja beint fyrir framan þig en við Kristín vorum svo heppnar að vera á 1 bekk :D þannig að við fengum stemmninguna beint í æð

Svo hófst sýningin en hún er að megninu til öll á hestum

ógeðslega flott hesta listdans sýning
þeir dönsnuðu svo flott
og þá er komið að matnum. Sko málið er að allir fá það sama að borða en það er í forrétt: tómatsúpa og hvítlauksbrauð, aðalrétt: 1/2 kjýklingur (já gott fólk ég er ekki að íkja) og lítill biti af svínarifi ásamt karteflubát og í eftir rétt einhverskonar epla smjördeigs dæmi.

Þarna er svo riddarinn okkar eða The Yellow Knight hann stóð sig ágætlega en ekkert til að hrópa húrra fyrir

Þarna er svo hetjan með Kristínu
Njótið vel og það væri gaman að fá að heyra frá ykkur ég er sko í öðru landi og frétti ekkert af ykkur ;) og halló ég var að setja inn 54 myndur það tekur vinu og tíma endilega komið með comment

13 comments:

Svanhvít said...

Hæ frænka!

Rosalega ert þú dugleg að blogga, eitthvað annað en ég! Ég veit að þetta er mikil vinna, þú ert mjög dugleg að leyfa öllum að fylgjast með þér heima. Ég fer heim eftir 2 vikur! Ætlaði að koma við í Flórída en það kostaði bara 90 þúsund flugið til íslands þaðan í maí.....

heyrumst!

Erna said...

Mér finnst alltaf svakalega gaman að kíkja hér inn, fá fréttir af ykkur skötuhjúunum og sérstaklega að sjá allar myndirnar þínar. Þú ert svo dugleg!

Ég er alltof löt að kommenta og ætla að reyna að bæta úr því! :)

Mamma og Pabbi! said...

Hæ Fjólan okkar, frábært blogg og myndir hjá þér. Það er hárrétt hjá þér, við erum ekki dugleg að commenta en við ætlum að bæta úr því. Til hamingju með heimsókn Kristínar, það hefur greinilega verið gaman fyrir ykkur Davíð og Mola að fá hana til ykkar! BB.

Anonymous said...

Sæl Fjóla
"Tusind tak" fyrir bloggið (bloggin :) ég skal reyna að kommenta oftar ;o)
Knúsar
Linda

Kolla said...

Gaman að fylgjast með síðunni ykkar.
Svakalega væri gaman að koma út til ykkar því veðrirð er búið að vera ömurlegt hérna :-(
Kveðja
Kolla og voffar

Fjóla Dögg said...

oh takk fyrir mig :D Gaman að þið hafið gaman af blogginu

kv Fjóla ;)

Maríanna og Tara said...

Hæhæ Það hefur örugglega verið æðislegt hjá ykkur fyndið að sjá ykkur á öllum stöðum sem ég var á fyrir ári :p knús og koss ;**
oooggg já yorkinn og Silkyin eru svo ómóstæðinlegir hehe
Maríanna og Tara Dúlla

afi said...

Fjóla commentið er neðs á síðunni afi garðhús

Garðhús said...

frá garðhúsi sæl öll þrjú það er óborganlegt að fá að skoða póstinn okkur líður eins og við höfum ykkur hjá okkur og ekki að hætta þó á Íslandi seu bara draugar sem engu nenna þið eruð lang flottust og moli er til sóma í Ameríku, við ættlum að vera duglrgri eftirleiðis svo þú hættir ekki,
Davíð við skoðum síðuna um trúmál hún er fín takk fyrir við elskum ykkur amma og afi garðhúsum

Dagný said...

Þú ert ótrúlega dugleg að blogga Fjóla!

Plís ekki hætta, mér finnst svo gaman að fá að fylgjast með ykkur. :)

og rússibaninn sem Davíð fór í er SVOOOOOO skemmtilegur!!

En mér sýnist þið hafa skemmt ykkur rosa vel! :)

Anonymous said...

Hallá frænkulíus!!
ég elska að skoða myndirnar þínar ég er alltaf í algjörum draumaheimi að láta mig dreyma um að vera þarna með ykkur!! ohh ég elska bush gardens ég fékk einmitt að gefa gírafa að borða síðast þegar ég fór ;) hefði alveg viljað gefa þessum bara sætu páfagaukum!! :) var einmitt að skoða ástargauka hérna heima langar svoooo í einn svoleiðis! ég er bara alveg sjúk náttúrlega í hvaða dýr sem er var næstumþví búin að kaupa mér kanínu um daginn, svona lionhead algjört rassgat ;) heheh
ég var að klára síðustu prófin mín í Háskóla Íslands sem hjúkrunarnemi!! vúhú!! núna er bara að klára lokaritgerðina og þá er það bara hjúkrunarfræðingur újee :)
ótrúlega gaman að heyra hvað þið eruð að gera skvísí hlakka til næsta bloggs :)
kv Berglind

Anonymous said...

Fjóla og fjölsk.
Það er ótrúlega gaman að lesa og skoða myndasögurnar á blogginu þínu.
Ég skoða það á hverjum degi bara til að létta mér lundina og líka að frétta af því hvað er verið að bardúsa í ameríku.
Með bestu kveðju, Simmi kjöt.

Helga said...

Æðislegar myndir einsog venjulega :D Svo gaman að þið fenguð að eiga þennan tíma saman, þú og Kristín, þó hann hafi ekki verið langur. Annars er auðvitað stranglega bannað að hætta að blogga, ég reyni auðvitað að drita inn kommenti um leið og ég sé nýja færslu :þ Hefur bara verið brjálað að gera hjá mér síðustu dag og ég verið heimsins versti bloggari :/
Knús og kveðjur frá mér og Fróða