
Við söknum ykkar allra og vildum ekkert frekar en vera hjá ykkur því það er heldur lítið Páskalegt hérna úti hjá okkur sérstaklega vegna þess að Davíð er á fullu að skrif ritgerðina, við erum ekki í faðmi fjölskyldu og vina, ekkert páskaegg (allavegana ekki fyrr en eftir páska), engin íslenskur barnatími eða íslenskar bíómyndir.
En nóg af sjálfsvorkun, í kvöld ætlum við að njóta þess að vera saman og elda kalkúnabringu og hafa sætarkarteflur með sykurpúðum með því ásamt einherju öðru meðlæti ;). Í eftirrétt er svo heimatilbúin gulrótakaka með bara eggjahvítum og mjög fytulitlum rjómaosti þannig að hún er eignilega eins holl og hún getur orðið sem er ágætt ;). Við erum samt ekki alveg laus við súkkulaði þessa páska vena þess að við keyftum okkur páskakanínur og svo kross úr hvítu súkkulaði sem við ætlum að fá okkur á eftir. Núna er Davíð aðeins að læra áður en við förum í kirkju kl 10:30 og svo heldur hann áfram að læra.
Við Moli og Davíð skilum alveg rosalega góðum páskakveðjum til ykkar allra og sendum saknaðar kveðjur í leiðinni ;).
Knús Fjóla, Davíð og Moli
5 comments:
Vonandi hafið þið notið páskadagsins og kræsinganna. Ég og Kata erum eiginlega afvelta eftir daginn, en við tróðum okkur út af páskaskinku og franskri súkkulaðitertu með ís í eftirrét :p
Gleðilega páska!
Páskakveðjur og knús frá hinu útlandinu,
Helga og Fróði
Gleðilega páska Fjóla, Davíð og Moli:D
Vonandi áttuð þið frábæran dag í sólinn þarna úti;)
Knús frá mér og strákunum!!
Kveðja Anna, Eldur og Frímann
Gleðilega páska sjáumst í kvöld :)
Kristín
gleðiðlega páska sætu skötuhjúin mín :)
kv Berglind
Takk fyrir öll og gleðilega Páska sömuleiðis :D
Post a Comment