Sunday, April 26, 2009

Jæja komin í Eurovision fílinginn

Þá fer að líða ða Eurovision og það er ekki laust við að ég sé orðin spennt eins og alltaf þrátt fyrir að ég hótaði að horfa aldrei á þessa keppni aftur eftir að þetta hroðafenglega lag hjá Rússum vann í fyrra ég fæ alveg hrodd legar það er verið að spila það núna aftur og aftur ojbara.
Ég er búin að vera ða horfa á þættina með Palla og svo þessa frá Rússlandi og er svona að reyna að átta mig á hvaða lag er flottast að minni hálfu en ég ætla að taka mé tíma í að deila þeirri niðurstöðu hérna með ykkur. En eitt get ég sagt að ég er mjög ánægð með Íslanska lagið okkar ég hef bara eitt út á það að setja og það er hún Jóhanna Guðrún okkar. Ég tel hana ekki vera tilbúna í þetta stóra hlutverk röddin er enþá að þroskast og ég hefið vilja sjá einhverja ofur söngkonu með alveg feiknalega stóra rödd í þessu lagi en ég vona að stelpan nái að taka þetta vel og taki loka tóninn alveg á fúl blasti bara.
Í dag ætlum við svo að fara og kaupa okkur hamstur og vonandi finnum við einhvern sætan og góðan. Annars prófaði ég að gera skonsur í morgun handa mér og Davíð en þær voru ekki eins og þær áttu að vera þannig að ég verð að gera aðra tilraun seina. En nóg með það ég ætla að fara mð litla prinsinn út að labba þar sem hann hefur ekki fengið labbitúrinn sinn í dag og svo sjáum við hvað gerist :D.
Fjóla og Moli

2 comments:

Anonymous said...

Nafnatillögur frá GM: Trítla og Narta
Knúsar
A7-liðið :)

Helga said...

Júróvisjón, já það er nú enginn að spá í það hér held ég, þú verður nú að upplýsa okkur í þeim efnum er ég hrædd um.

Knús og kveðjur frá mér og Fróða
P.S. kíktu á bloggið mitt