Tuesday, December 09, 2008

9.desember

Þá er bara kominn 9. desember úff hvað það fer að stuttast í jólin :D. Eins og ég sagði ykkur í gær þá átti pabbi afmæli og við kíktum til hans ásamt Hlynsa og Dísu í mat. Við Davíð og Moli vorum ekkert smá dugleg og löbbuðum til þeira og aftur til baka ekkert smá stolt af okkur ;D. Við horfðum á 11 þáttin af Dexter og men ó men hvað hann var rosalegur. Helga ég býst við að ræða hann með þér von bráðar þegar þú ert búin að sjá hann ;).
Ég átti að fá tvo hunda til mín í dag í snyrtingu en einn er búin að baila þannig að Perla hennar Huldu frænku verður eini kúninn í dag, sem er kanski ágætt nema það að ég hef altaf gaman á að fá Papillona þeir eru svo auðveldir og auðvelt að gera þá fína og flotta. Annars er ekkert planað í dag hjá okkur skötuhjúunum. Davíð er að læra sem er gott og ég held ég fari kanski bara í góða langa göngu með Mola eða sé hvort Kristín og gengið nenni í göngu í dag.
Ég er svo stolt af mér að vera búin að kaupa nánast allar jólagjafir og þær sem éghef ekki keyft enn er ég búin að ákveða. Allt er pakkað inn og tilbúið að fara á rétta staði.
Það er eitthvernvegin enginn fílingur hjá mér að baka smákökur eða neitt þar sem Davíð má ekki borða neitt svoleiðis þannig að égheld það verði bara einginn smákökbaxtur í ár eins sorglegt og það hljómar :(. Ég þarf samt að baka döðlubrauð og svona fyrir kveðjubartýið okkar Davíðs og Mola þannig að það er spurning hvort ég geri það í dag?
En að lokum Guð belssi ykkur og munið það eru bara 15. dagar til jóla ;)

Kv Fjóla og Moli

3 comments:

Helga said...

Ég er búin í prófinu og komin í jólafrí og svo kem ég heim eftir eina viku. JIBBÝ!!! Svo getum við nú bara bakað saman þegar ég kem heim! :D
Risaknús frá mér og Fróðamús

Anonymous said...

Vá bara vika í þig :D

Anonymous said...

Eina sem ég bakaði í ár voru Sörur :Þ