Wednesday, December 10, 2008

10. desember

Þá erum við komin í tveggja stafa tölu yesss ;D. Ég tók því rólega fyrripartinn þar sem afbókaður var tími hjá mér en ég fékk þá bara perlu hennar Huldu frænku til mín aðeins fyrr. Ég var alveg rúmlega 3 tíma með hana og var alveg búin þegar hún var tilbúin.
Moli var svo kósý og vildi vera hjá okkur allt kvöldið í gær sem var bara gaman og svo fallegur enda tók ég nokkrar myndir af honum sem þið fáið að sjá.
Í gærkvöldi bakaði ég 3 döðlubrauð fyrir kveðjupartíið okkar Davíðs og Mola þannig að þá er það búið og gert.
Ég er að fara í vinnuna núna á eftir og svo ætla ég í göngu klikkan hálf 8 með Kristínu, Önnu og Sunnevu þannig að það verður stuð hjá voffunum okkar. Marisa vinkona kmur svo líklega hingað til mín í kvöld eða ég til hennar að horfa á Americas Next Top Model :D.
Guð varðveiti og blessi og sé ávalt með ykkur alla daga og munið það eru bara 14. dagar ti. jóla ;D
Fjóla í jólastuði og Moli (sofandi ;D)
Jæja hér koma myndir af Perlu. Kom in me mikin lubba en alltaf jafn sæt :D
Þarna er svo búkurinn eftir snyrtingu mun styttri og auðveldari að viðhalda

og svona er andlitið mun styttra og þægilegra fyrir hana greiið hún sér þó alavegana vel út.

Svona lá Prinsinn hjá okkur uppi í sófa í gær með kroslagðar fætur og hafði það gott. BARA sætur!!!!

1 comment:

Anonymous said...

Ég nenni ekki í göngu í kvöld ógeðslegt veður :(

Kristín og voffarnir