Þá er bara einn tónleikadagur eftir og er það ákveðin léttir að vera næstum búin að þessu. Það voru tvennir frábærir tónleikar í gær. Fyrri voru tekni upp af Rúv því þeir verða sýndir í sjónvarðinu á aðfangadagskvöld eins og hefur verið gert sýðastliðin 8 ár þannig að þið getið séð mig í kórnum í fjólubláu peysunni minni ;). Á fyrri tónleikunum var forsetinn mættur án Dorretar sinnar sem er erlendis en hafði litla prinsessu með sér. Svo Sá ég að Árni Jónses var þar fyrir aftan hann. Í loka laginu varð allt vitlaust þegar óvænta atriðið mætti á staðin og fengum við Standing ovation og mikið klapp sem var bara gegjað enda vel gert ;). Á seinni stóð fólkið ekki upp en en fagnaðarlætin voru mikil og vorum við klöppuð upp. Pabbi hans Varðar lést á meðan á fyrri tónleikum stóð 93 ára og tilkinnti vörður okkur það í hléi að hann yrði ekki viðstaddur næstu tónleika. En fyrir þennan mann að deyja var engin sorg hann hafði beðið Guð marg oft að fá að fara því hann væri tilbúinn að koma heim.
Í dag þarf ég svo ekki að vera mætt niður í Fíló fyrr en kl 18 sem er bara klukkutíma fyrir tónleika. Ég ætla því að skella mér út að kaupa jólagjafir handa þó nokkrum ef mér text það og vonast náttúrulega til að getað klárað sem flesta.
Annars er ég og Davíð alveg á nálum við erum svo spennt yfir Dexter en það er nú alveg annað mál útaf fyrir sig ;).
Ég hef það ekki lengra að sinni en bið Guð að varðveita og blessa ykkur öll og munið það eru bara 21. dagur til jóla ;).
Kær kveðja Fjóla Dögg
1 comment:
Oh, það hlýtur að hafa verið geggjað að syngja á þessum tónleikum. Ég er einmitt að fara á jólatónleika í fyrramálið með Camillu og hlakka ekkert smá til. Annars varðandi Dexter, ég var að horfa á nýjasta þáttinn á netinu og þá fór hann bara í rugl þegar ég var búin að horfa á helminginn :( svo ég ætla að biðja bróður minn að græja þetta fyrir mig þannig að ég geti horft á hann allann sem fyrst :þ
Guð blessi þig og Davíð.
Knús frá mér og Fróða
Post a Comment