Friday, March 12, 2010

Smá blogg

Við Davíð fórum í stutta göngu í morgun með Mola og skelltum okkur svo í Whole Foods til aðversla í súkkulaði skyr köku sem ég ætla að búa til á morgun fyrir íslendinga hitting á sunnudagskvöldið :D. Ég er ekkert smá spennt að smakka þá köku en uppskriptin er í Af bestu list 3 sem er svona hollustu, gott fyrir hjartað matreiðslubók :D. En það kom okkur mikið á óvart þegar við vorum komin á kassan og mér er litið til hliðar og hvað blasir við mér annað en þetta hérna

Nóa Siríus páskaegg :D. Við bara urðum að kaupa það en þau voru líka með svona kassa með 6 litlum eggjum frá Nóa :D. Mér finnst þetta svo mikil snild alltaf gaman að kaupa íslenskt í útlöndum maður fær bara ekki leið á því :D.
En á leiðinni í Whole Foods sáum við Tropical Smoothie café uppáhaldstaðinn min síðan við bjuggum í St. Pete og urðum við ekkert smá spennt og ætluðum að fara en þegar við vorum komin upp að húsinu var ekkert þar inni bara skiltið fyrir ofan hurðina :S. Þetta var versti Tíser sem ég hef lent í :S. En við komum heim og viti menn Davíð þóttist ætla að fara út að kaupa eitthvað fyrir skólan en neeeeiii kemur hann ekki með Kiwi quencher uppághalds smoothisinn minn og VÁ hvað ég var glöð. Davíð fann s.s stað hérna rétt hjá okkur og þið megið alveg hafa það á hreinu að núna verður farið þangða einu sinni í viku Lámark :D.
En í kvöld er bara rólegt kvöld, ég var að koma úr zumba kikbox leikfimi tíma sem var bara rosalega fínn. Á morgun er svo nammi dagur þannig að það verður góður morgunmatur og svo Tropical Smoothie í hádeginu :D og á sunnudaginn verður líka smá nammi kvöld þar sem við förum í þennan íslensku hitting hjá Wagner hjónunum sem bjuggu um tíma á Íslandi :D.
Annars sendi ég bar knúsa heim.

Fjóla :D

2 comments:

Anonymous said...

Knúsar líka á þig og þína :)
A7

Anonymous said...

Algjör snilld :)
Heyrumst og eftir og endilega kiktu á bloggið mitt :)

Knus Kristín