Jæja í gær fórum við Davíð í sinhvort partýið vegna þess að okkur var boðið til Pelt fjölskyldunnar í Pi partý en Jason heldur þetta partí á hverju ári alltaf á sama deginum eða 3.14 sem eru fyrstu tölurnar í pe formúluni þannig að allir eiga að mæta í einhverskonar pe búning :D. Ég fór aftur á móti í íslensku partý þar sem við borðuðum góðan mat t.d. heimatilbúið rúgbrauð, harðfisk, pönnukökur, snúða, íslenskan lax, hjónabandssælu o.s.fv. Við horfðum svo á fangavaktina og og heimildarmynd um virkjanir á Íslandi (eða tæknilega séð skiptist hópurinn í tvent og ég var í fangavakta hópnum ;D)
En í dag er bara það sama og venjulega fara í leikfimi og reyna að lostna við eitthvað af þessu spiki sem neitar að fara :S, út með Mola í labbitúr en það er víst alveg komin tími á það hjá honum en hann hefur ekki fengið neinn labbitúr í tvo daga :S og svo næ ég í Davíð um 4-5 leitið.
Um helgina erum við Moli að fara á Super pet expo sem er svona gæludýra paradís með öllu sem þér dettur í hug til sölu fyrir gæludýrið þitt ásamt því að það verða hundar í leit að heimili og einhverjar sýningar o.s.fv þannig að ég er alveg ógeðslega spennt að fara og sjá það :D. Huksanlega fáum við Veroniku, Gary, Ben og Níu í mat á sunnudaginn en ég á eftir að heyra frá Veroniku í sambandi við það :D.
Á miðvikudaginn er svo St. Patrick´s day en ég veit ekki hvort að það verði gert neitt sérstakt líklega ekki vegna þess að þessi dagur er lengsti skóladagurinn hans Davíðs en það gæti verið að ég kíki í heimsókn til Veroniku í staðinn :D.
En nóg með það hef ekkert meira merkilegt að segja :D
Knúsar Fjóla og Moli
1 comment:
Vá hvað ég væri til í að koma með þér í gæludýraparadísina :)
Knús Kristín
Post a Comment