Monday, April 05, 2010

Páskahátíðin...

... liðin, eða allavegana hér í USA. Davíð vaknaði snemma í morgun og ég skutlaði honum í slöggið þar sem hann þurfti að mæta í skólan. Hér eru allir sofandi eftir langan dag í gær með allt of miklu áti og miklu fjöri. Við vorum með íslenskt lambalæri kriddað með salti, pipar, mintu og hvítlauk en það var látið kúkka í að nálgast 5 tíma þannig að það gjörsamlega datt af beinunum og vá hvað það var gott, en með lambinu var bakað grænmeti, sósa og salat. Í forrétt var aspassúpa Lindu rosalega góð og svo var ís fyrir þá sem höfðu pláss en ég var ekki í þeim hópi ;D.
æEg er að sjálfsögðu búin að taka heila gömmu af myndum í viðbót en ég ætla að gefa mér meiri tíma í að setja þær hingað inn þannig að þær koma bráðlega :D. Benjamín fer í dag aftur til Californiu en heimsóknin hans var mjög stutt. Við ætlum að ná í Davíð í skólann þegar hann er búinn um eitt leitið og hanga í Baltimore þar til Benjamín þarf að fara út á völl.
Tengdó og Guðlaug fara svo á miðvikudaginn þannig að það er nú ekki mikið eftir af þeirra stoppi heldur.
En ég hugsa að ég skelli mér í leikfimi fljótlega áður en allir vakna.
Knúsar heim og miklar saknaðar kveðjur frá mér.

Fjóla og co

3 comments:

Mamma og Pabbi! said...

Já það klikkar ekki Íslenska lambið!
Njótið ykkar!
B21

Anonymous said...

Verðum endilega að ákveða skype fund sem fyrst er reyndar upptekin í kvöld og annað kvöld :/
Hvolpakruttin eru sko orðin fjörug núna :)

Knús

Helga said...

Vil endilega fá að fara að sjá hvolpana á Skype líka :D
Verða að fara að heyra í ykkur báðum, alltof langt síðan síðast!
Ég fékk annars lambalæri líka á páskunum, en það átti nú bara ekkert í það íslenska og var borið fram með pasta og sinnepi!
Knúsar frá mér og co