Ég ætla að byrja þetta blogg á því að óska Helgu minni innilega til hamingju með daginn í gær :D. Þú ert mér svo mikilvæg og ég er svo stolt af þér hvað þú ert dugleg og stendur þig vel þrátt fyrir að lífið hendi nokkrum föstum skotum á mann ;D.
En við Moli erum að fara til Flóró eftir 2 daga s.s. á föstudaginn :D. Pabbi og mamma komust þangað heilu á höldnu í gær þannig að allt er í gúddí þar. Ég er ekki byrjuð að pakka en það fer svo sannarlega að koma að því en ég held ég byrji í dag því það er mikið sem ég þarf að taka með mér ;9. Ég er líka búin að taka ákvöðrun um að ég ætli að klippa Mola styttra en ég hef nokkurntíman klippt hann þannig að það verður spennandi að sjá hvernig litli "hvolpurinn" á eftir að líta út ;D. En í dag er s.s grooming dagur hjá Mola :D. Ég ætla að fara fyrst með hann í langa góða göngu og svo verður hann tekinn í gegn svona eftir hádegið held ég ;D.
Ég var líka að spá í að fara í klippingu sjálf í dag eða á morgun en það er klippistofa í labbi fjarlægð frá mér þannig að ég held að ég skelli mér til að klippa í burtu þessa slitnu enda og laga mig aðeins til svo mamma og pabbi þori að láta sjá sig með mér ;D.
En nóg með það ég er líka að gera best of Eurovision disk sem ég þarf að klára í dag svo Davíð geti skrifað hann fyrir mig :D. Ég ætla svo að reyna að þrífa og taka til það sem eftir er hérna heima í dag og á morgun þannig að það er best að koma sér að verki ;D.
Knúsar á ykkur öll
No comments:
Post a Comment