Wednesday, April 07, 2010

Tengdó og Guðlaug farin :(

Í morgun fóru Sveinbjörn, Linda og Guðlaug María :(. Þau eru núna á leiðinni til New York á bíl en flugið þeirra fer í kvöld að ég held. Við áttum alveg rosalega góðan tíma hérna með þeim, gerðum heilan helling, spiluðum, spjölluðum og skemmtum okkur konunglega :D.
Davíð er að fara núna næstu helgi til Boston á ráðstefnu í Harvard um Animal Law eða Dýra lög sem ég hvatti hann eindregið að fara á (auðvita). Við Moli verðum því ein heima um helgina en ég reyni þá kanski að vera rosalega dugleg að fara í göngur með hann og gera eitthvað skemmtilegt.
En núna tekur við hið vanalega við förum aftur í venjulegan mat eftir mikið páska át og svo að halda áfram í leikfimi en ég er rosalega ánægð með sjálfa mig að hafa verið dugleg að halda henni við þrátt fyrir heimsóknina :D.
En ég er loksins búin að fara yfir seinni hluta myndana og búin að minka þær allar og gera til fyrir bloggið þannig að hér koma þær :D.

Systkinasvefnpurkurnar Guðlaug og Benjamín en þessi er tekin á Páskadags morgun ;D

Páska eggin okkar Davíðs

Allir að vakna og Moli auðvita mættur til að sleikja alla í kaf :D

Moli og sólin en veðrið hérna hefur verið alveg dásamlegt og á hitinn í dag að vera 90°F og yfir ss 32°C og yfir. En veðrið í gær var trubblað 35°C :S

Fallegi sólar dýrkandinn

Davíð með páskaeggin sín

og ég með páskaeggin okkar

Mitt brotnaði á leiðinni en það var þá bara mina að brjóta fyrir mig ;D

Davíð að lesa málshátinn

Linda með páskaeggið sitt... já eða þannig ;D

Guðlaug með eggið sitt en við fengum öll lakkrís egg frá Góu ummm

Svo fengum við líka lítil egg

Sveinbjörn fékk eitt lítið og svo mjög dökkt súkkulaði ;D

NAMMI!!!!

Linda með sitt egg :D

Benjamín og súkkulaðieggið

Guðlaug sæta

Reyna að troða því upp í sig ;D

Linda að lesa málsháttinn sinn

Davíð kom öllu sínu litla eggi upp í sig :D

Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvað þessi málsháttur þýðir en hann hljómar frekar kaldhæðnislegur fyrir að vera í páskaeggi ;D

ég kom mínu ekki lengra upp í mig en svo ;D

Guðlaug búin að troða ;D

Benjamín að pósa

Wii var spilað eins og það væri borgað fyrir það ;D

Við vorum með íslenskt lambalæri á Páskadag en við krydduðum það með myntu, salti, pipar og hvítlauk og létum það bakast í að nálgast 5 klukkutíma í ofninu þannig að það gjörsamlega datt af beinunum ummmm ógeðslega gott :D

rosalega gott en þetta verður eldað mjög fljótlega aftur :D

Moli fékk að smakka smá á beininu en það var fljótt tekið af honum þegar hann byrjaði að brjóta beinið :S

Við fórum á körfuboltaleik Washington Wizards vs Chicago Bulls leikurinn var spennandi en Bulls höfðu betur í lok leiks :S því miður.

verið að kynna okkar menn ;D

Hjónin hress á leiknum :D

Sveinbjörn var samt ekki alveg viss á því hversu traustvegjandi það væri aðvera svona rosalega ofarlega :D

Í leikhléi var þessi litli að sína listir sínar ekkert smá góður ;D

Moli okkar að kúra hjá afa

Benjamín að i phonast

Við kíktum í jóla, alskonar búð í litlum bæ í Maryland þegar við vorum búin að skutla Benjamín á Baltemor flugvöll

Feðgarnir í litla gamla bænum

Við öll og Linda að taka myndina

Tréið beint fyrir neðan svalirnar okkar er að blómstra svo sætum blómum núna

Við náðum að plata alla með okkur í labbitúr á Páskadag í trubbluðu veðri


Þessi var góð, Davíð ekkiu alveg að taka þátt í flippinu ;9

Fjölskyldan



Benjamín og Cherry blossom téin

Benjamín og Moli

Cherry blossom téin eru að losa sig við blómin og fá sér laufblöð í staðin en jörðin er farin að verða ansi bleik og hvít


Takk fyrir komuna elsku tengdó, Guðlaug og Benjamín það var gaman að hafa ykkur og við hlökkum til að sjá ykkur eftir 6 vikur :D.

Kveðja Fjóla, Davíð, Moli og Narta

3 comments:

Anonymous said...

Vá hvað þetta eru æðislegar myndir Fjóla, og takk fyrir að deila þeim með okkur hérna á Fróninu :) Veðrið ekkert smá gott.
Vildi óska að ég og Berglind gætum bara skroppið til þín næstu helgi og við gætum slappað af saman :)
Knús á þig!
-Bára

Fjóla Dögg said...

ohhh ekki segja þetta það væri of fullkomið ef þið mynduð koma :D.
Knúsar á þig elsku Bára mín og ég bið rosalega vel að heilsa honum Ásgeiri

Anonymous said...

Þúsund þakkir fyrir okkur elsku Fjóla, Davíð, Moli og Narta :)
Hlökkum til að koma aftur!
Knúsar
A7