Sunday, February 21, 2010

Hjóna kvöld

Í gær fórum við á árlegt svona hjóna kvöld í kirkjunni. Þetta er í þriðja sinn sem þetta er haldfið og er yfirleitt í kringum Valentínusardaginn. Það var boðið upp á kínamat og var allt skreitt í anda við það. Það var markt um manninn og rosalega mikið stuð á fólki. Ben og Nía hjón á sviðuðum aldri og við og Nía er Dóttir Veroniku sátu með okkur á borði sem var æðislegt. Það var farið í The Newlywed leikinn sem var rosalega gaman en við Davíð náðum að næla okkur í vinning eða út að borða fyrir tvo á Glory days (aldrei farið þangað þannig að það er spennó) og svo tvo miða í bíó ásamt popp poka :D. Veronika tók mynd af okkur en ég fæ hana kanski hjá henni seina til að sýna ykkur. Seina um kvöldið var svo dansað en það kom danskennari og allt til að sýna okkur hvernig ætti að fara að þessu og var það mjög gaman.
Í dag var svo kirkja með mjög þungum boðskap en nauðsynlegum samt. Ég vil bara segja ykkur elsku fjölskylda og vinir að Jesús er eina leiðin og hann elskar ykkur, þið þurfið bara að leita hans, treista honum og trúa.
En núna er ég að baka lasagna nánar tiltekið grænmetislasagna með lauk, blaðlauk, sveppum, brokkolí og tómötum í dós þannig að við erum holl í dag en svo er bara sallat í kvöldmatinn.
En ég elska ykkur og sakna ykkar mikið en munið að Jesús elskar ykkur samt meira en ég :D.

Knúsar Fjóla

Moli að skoða vinninginn okkar ;D

3 comments:

Mamma og Pabbi! said...

Vá frábært hjá ykkur að vinna þetta, gaman hvað þetta virðist vera góð kirkja sem þið eruð í!
Kveðja
B21

Anonymous said...

Flott hjá ykkur! Góða skemmtun í bíóinu :)
Knúsar
A7

Fjóla Dögg said...

Já við erum alveg rosalega ánægð með hana. Þið komið með okkur þegar þið kíkið í heimsókn til okkar :D