Í gær var Valentínusar dagurinn og áttum við Davíð góðan dag saman. Við fórum á Sweeney Todd kl 14 um daginn í litlu leikhúsi í Arlington Virginia og var það alveg hreint dásamlegt. Ég sé það samt að uppsettninginn í íslensku óperunni verður seint toppuð á mínum lista. En samt sem áður vorum við meira en ánægð með þessa túlkun á Sweeney og það er gaman að segja frá því að leikarinn sem lék Sweeney lék líka Ebeneser Scrooge á uppsetninguni sem við sáum í Fords Theater fyrir jól :D. Við áttum svo bara rólegt og kósý kvöld heima með Mola sín og horfðum á Amazing Race en það var að byrja í gær.
Í dag er Presidents Day þannig að Óli til hamingju með daginn ;D. Ég var að koma inn úr göngu með Mola en ég ákvað að ráðast í það stór verkefni að labba hringin okkar góða og þar sem það er skógarleið þá er náttúrulega ekki búið að skafa neitt :S. Ég gat fylkt einhverjum sporum sem söktu mér lenst upp að hnjám en hinn helminginn varð ég að vaða sjálf og ég sökk ekkert lítið. Moli var duglegur að elta mig en ég gaf honum eitt stutt breik annars labbaði hann (já eða sökk) þetta allt sjálfur. Núna eru við komin heim og ég ætla að taka mig til finna myndir fyrir Virginiu skrapp bækurnar mínar.
En í dag erum við að burja aftur fyrir alvöru á ekkert nammi, ekkert drasl og meiri hreifing en við höfum ekki náð okkur almennilega á skrið eftir jól enda kom það ekkert á óvar við eigum bæði afmæli á þessum tíma fljótlega eftir jól og svo fengum við tvær heimsóknir. But to day is the day. Ég ætla að taka pabba og mömmu til fyrirmyndar en þau eru búin að standa sig eins og hetjur í sínu átaki afa ekki borðað neitt nammi í hvað að nálgast tvo mánuði held ég en þau eru algjörar hetjur.
Annars er bara læridagur hjá Davíð (eins og alltaf ;D) og ég ætla bara að fara í leikfimi og tala við Helgu en við vorum búnar að plana það.
En ég sendi bara knúsa heim.
Kveðja Fjóla og co
6 comments:
Koma svo! Er buin ad halda ut i fjora manudi an sykurs og hveitis og snakks og alls tessa otverra tannig ad tu ferd lett med tetta ;)
Hlakka til ad heyra i ter i kvøld.
Knusar :)
Helga, Frodi og Emma
Gleymdi ad segja ad eg verd komin heim eftir tæpa tvo tima ;)
Er i vinnunni nuna :p
HK
Gangi ykkur vel í nammibindindinu :)
Knúsar
A7
en gaman að þið gátuð farið í leikhús á valentínusardaginn :)
Kom nokkuð vinur Orlando og Möggu í Amazing Race ;) heheh
ótrúlega ánægð með ykkur að hætta að borða nammi, gangi ykkur vel sætu hjón :)
knúsar
Berglind
Berglind ég sá hann ekki ætli hann hafi ekki verið klipptur út ;D.
En við reynum okkar besta að vera holl en það er erfitt :S
Fjóla
ohhh já ég trúi því það er rosaleg áskorun að vera holl í Ameríkunni!! ég bara réð ekki við mig þegar ég var hjá ykkur ;) borðaði endalaust umm ;)
Post a Comment