Friday, March 06, 2009

Klikkaður dagur í dag

Við pabbi, mamma og Moli fórum í dag á hundaströndina góðu sem er hérna hjá pabba og mömmu. Í þetta skiptið var mikið flóð sen það kom ekki af sök því við fórum þá bara aleins lengra inn á ströndina. Það var ekki mikið af fólki enda voru við þarna um hálf 2 leitið á fimmtudegi. Moli fék þá að laumast til að hlaupa laus og vá hvað hann naut sín gjörsamlega tapaði sér það var svo gaman hjá honum. Hann hljóp eins og brjálæðingur gelti á okkur öll til að reyna að fá okkut til að elta sig (s.s alveg það sama og hann gerir þegar hann er að reyna að fá hunda til að elta sig). Hann fór að synda með mér og það skemmtilega er það að ef ég fer út í sjó núna og segi honum að koma þá kemur hann sem eru mikil framför :D. Við sáum höfrunga rétt fyrir utan ströndina sem var mjög spennandi því þetta voru lámark fjórir höfrungar saman. Ég tók að sjálfsögðu myndavélina með og á ég eftir að kæfa ykkur með myndum ég skal lofa ykkur því ;). Við eyddum rétt tæplega tveimur tímum á ströndinni og vorum í rosalegu ís stuði eftir ferðina. Við fundum okkur Dairy Queen ís búð sen var að mestu utandyra og fengum okkur ís en Moli var svo heppin að afgreiðslukonan gaf honum lítið box með ís og hundakexi í ógó dúlló og Mola fanst það ekki leiðinlegt ;) enda sleikti hann ísin upp til agna og smakkaði kexið sem hann vill yfirleitt ekki. Davíð minn fer að fara að koma hingað og er ég að bíða eftir honum því ég nenni ekki að fara að sofa strax. Ég ætla samt að fara ða finna hundin minn sem ég giska á að sé búinn að koma sér fyrir hjá afa sínum og ömmu og farin að sofa ef ég þekki hann rétt ;). En nóg um það ég hendi hér inn myndunum og bið ykkur vel að njóta.
Love Fjóla og Moli

Moli á sprettinum

Þarna er hann að reyna að fá afa sinn til að elta sig

Fallegi fallegi fallegi... ji hann er svo flottur

Þarna var ég að kalla á hann til mín út í sjóinn og minn maður kom bara spenntur og rosa stuð

en svo var hann fljótur að koma sér til baka ;)

að labba í sjónum

Við sáum höfrunga bara rétt fyrir utan strandlínuna rosalega gaman og spennandi

það er svo GAMAN!!!!!!!

já duglegur að synda

oh svo erfitt

glaður og hress

alveg í loftinu á flugferð

Þar sem það var svo mikið flóð þegar við vorum urðum við að fara úr skónum og vaða smá part af leiðinni sem var nú ekki leiðinlegt

Þarna er svo sæti sæti ísin sem hann Moli fékk hjá góðu ískonuni

Ég og Moli með ísin ekkert smá spenntur

Má ég í alvörunni eiga þetta einn?

YESSSSSS ÍSSSS!!!!!!!!!

4 comments:

Anonymous said...

Æjjj krúttttið :D
Æði að það sé svonna fínt hjá ykkur !
Ég alveg þrái að fara eitthvert út núna á næstunni það er of kalt hérna heim

kiss og knús

Maríanna og Tara sendir einn
blautann

Anonymous said...

O krúttlegur ís, heppinn :D
Ótrúlega flottar myndir sérst vel að Moli er sko að njóta sín ;)

Kristín

Anonymous said...

Elska alveg að skoða myndirnar frá ykkur! :-)

Kv, Anna Rán.

Helga said...

Æðislegar myndir og Moli nottla alveg hrikalega sætur og flottur að vana.
Knús frá mér og Fróða