Þá erum við loksins komin til Maryland og á La Qinta hótelið okkar. Við lögðum afstað um átta leitið í gær kvöldi og vorum komin hingað rétt eftir tíu í morgun. Við fengum ekki herbergið okkar strax þar sem það var ekki tilbúið þannig að við dryfum okkur út og fengum okkur morgunmat á IHOP þar sem við vorum að drepast úr hungri eftir svefnlitla nótt. Davíð byjaði á því að keyra og keyrði samfleitt frá átta til klukkan eitt í nótt eða í fimm tíma. Ég tók svo við og keyrði í sex tíma svo tók Davíð síðustu þrjá tímana.
Moli stóð sig alveg hreint eins og hetja og var bara yndislegur í bílnum. Hann skiptist á að vera í búrinu og sitja í fanginu okkar og þegar Davíð lúllaði svaf hann í hálsakotinu á pabba sínum og ég fékk algjöran Lítill drengur fíling (þeir sem fatta mig ekki hlustið á lagið Lítill drengur með Vilhjálmi Vilhjálms).
Núna ætlum við að taka því rólega og jafnvel leggja okkur í tvo til þejá tíma. En þið vitið þá allavegana hvar við erum biður komin ;).
Kær kveðja Fjóla, Davíð og Moli
p.s. við fórum í Pet smart og hittum þar mann sem heitir Terry og hann sagði mér að hann væri Chihuahua ræktandi og væri með sýningarhunda og verðlaunahunda bæði síðhærða og snögga. Ég fékk númerið hans og er mjög spennt að skoða þetta nánar. Konan hans er formaður einhverra Cihuahua deildar hérna í Maryland og hafa þau komið á Animal Planet en það sem þau gera er að para saman hunda frá þeim (ekki sýningarhæfa) við fólk í hjólastólum sem vantar félaga.
No comments:
Post a Comment