Tuesday, March 10, 2009

Jæja gott fólk

Hvað haldið þið að við höfum fengið að vita í gær...?
Davíð komst in í New York University sem er í fimmta sæti yfir bestu lögfræðiskóla í Bandaríkjunum. Við erum bæði í sjokki enda bæði búin að útiloka það að hann kæmist þangað inn. Núna erum við hálf ráðvilt og þurfum að hugsa allt okkar dæmi upp á nýtt.
Við erum að fara til Washington D.C núna 18. eða 19. mars og erum við að spá i að lengja þá ferð og kíkja til NY og skoða skólann og jafnvel einhver húsnæði ásamt NY sjálfa að sjálfögðu. Við Davíð erum að fara til D.C til að skoða Georgtown skólan sem er svona hálf kjánalegt núna en svo er Davíð einig að fara að dæma í Jessup málflutningskeppni löfræðinema sem hann tók þátt í í fyrra. Einig erum við að fara að hitta góða vini þau Fríðu og Styrmi, Cloffton fjölskylduna og Pelt fjölskylduna þannig að það verður nóg að gera þegar við förum þangað.
Ég bið ykkur öll að afa okkur í huga þegar við tökum þessar erfiðu ákvarðanir og biðja með okkur fyrir þessu. Við erum að sjálfögðu mjög þakklát Guði fyrir allar þær blessanir sem hann hefur fært okkur en að taka ákvörðun er mikið og erfitt mál.
Endilega góðu vinir og ættingjar tjáið ykkur um hvað ykkur finst.

Kær kveðja Fjóla

3 comments:

Anonymous said...

Hæ skvís.

Alltaf jafn gaman að fylgjast með því sem þið eruð að gera.

Af því sem ég hef lesið, þá finnst mér að Davíð ætti að velja NYU. Mér líst best á þann skóla.

Með bestu kveðju,
Snærún

Helga said...
This comment has been removed by the author.
Helga said...

Þetta er stór ákvörðun og ég skal biðja fyrir ykkur að Guð leiði ykkur í þessu einsog öðru. Fyrir mitt leyti tel ég mikilvægast að þið farið þangað sem ykkur líður best. Það segir heldur ekki allt um skólann hvaða sæti hann vermir á listanum, það verður líka að hafa vægi hvernig er að læra þar, hvernig andrúmsloftið er og svo framvegis. Þó hitt gefi kannski enn betri atvinnumöguleika, er það ekki eitthvað sem þið þurfið að hafa áhyggjur af, það er allavega örugglega ekkert aðalatriði hjá Guði.
Ég hef alltaf verið hrifin af Washington og þykir mikill kostur að þar hefðuð þið ákveðið stuðningsnet í kringum ykkur. En gott að þið farið á báða staðina og fáið tilfinningu fyrir þessu.
Svo er bara að leggja þetta í Guðs hendur að hann gefi ykkur sannfæringu fyrir hvað þið eigið að velja.
Hjartans knús frá mér og Fróða