Þá er ég aftur komin til pabba og mömmu og ætlum við Moli að vera hér í nokkra daga. Davíð er á full að skrifa ritgerðina sína þar sem hann á að skila fyrsta uppkasti í þessari viku og eru það einhverjar 20 blaðsíður sem hann á að skila inn. Við ætlumum að fara með Mola til dýra í blóðprufu til að athuga hvort hann væri með hjartaorma (sem ég veit að hann er ekki með) til að fá pillur fyrir hann en þá vantaði eitthvað til að gera það þannig að við verðum að fara í næstu viku :( en það verður bara að hafa það.
Við Moli sitjum hérna í Lazy boy stólnum, ég að horfa á Biggest Loser meðan hann sefur sáttur eftir hundamat þakinn í slátri ummm....
Ég er búin að vera að skrifa niður kosti og galla við UCLA og Georgtown og satt að segja lítur UCLA mjög vel út hjá mér. Ég tek það fram að þetta eru bara mínar skoðanir á málinu og Davíð er ekki búin að gera svona lista en hann er að vinna í því að byrja á honum þannig að það er ekki að marka að ég sé að hallast meira að UCLA það vantar Davíðs skoðanir.
En það gerðust stórar fréttir í Wal Martinu okkar og mæli ég með því að þið lesið allt um það á blogginu hans Davíðs.
En nóg með það hafi það gott og Guð veri með ykkur
Kveðja Fjóla og Moli
1 comment:
Þetta er bara stórglæpahverfi sem þið búið í, ökuníðingar og fíkniefnasalar og ég veit ekki hvað! :þ
En hvaða UCLA vitleysa er þetta í þér Fjóla, Georgetown er málið, ekki að ræða þetta meir :)
Knús og kveðjur frá mér og Fróða
Post a Comment