Við erum á leið til Washington D.C höfuðborgar Bandaríkjana þar sem sjálfur Barrak Obama býr. Þetta var ekki auðveld ákvörðun þar sem California togar fast í okkur þar sem bestustu Jón og Marisa munu líklega fara og Benjamín fer þangað í nám í maí. Við trúum því að Guð sé að kalla okkur til D.C og vonandi getum við gert eitthvað gott og við lært eitthvað nýtt til að þjóna honum þar. Við erum bæði með frið fyrir þessari ákvörðun enda bæði mjög hrifin af Virgeníu fylki en við munum líklegast finna okkur húsnæði þar svona aðeins fyrir utan D.C og Davíð tekur þá neðanjarðarlestina í skólann. Það gerir það líka ða verkum að það er auðveldara fyrir mig að finna vinnu því ekki er líklegt að ég fái vinnu í D.C sjálfri þar sem ég get tekið Mola minn með en það er stefnan að finna slíka vinnu.
En hérna er það gott fólk og vonumst við til að sjá ykkur öll í D.C sem allra allra fyrst.
Guð blessi ykkur og sakna ykkar allra meira en þið getið ímyndað ykkur.
Kær kveðja Fjóla og Moli
3 comments:
Til hamigju með ákvörðununa öruglega mjög góð tilfining að þetta sé ákveðið hlakka til að koma í heimsókn til ykkar þanngað :D
Kristín sem getur ekki hætt að hugsa um að hún sé að koma til ykkar ef tir 11daga :D
æ...it´s sad you won´t be around us, but I think this is good for Davíð and that this is the best! Hopefully we will be able to see each other at some point!
Love you!
-Marisa
Vúhú! Frábært! Ég er alveg viss um að þetta er rétt ákvörðun. Hlakka svo til að koma í heimsókn :D
Knús, Helga og Fróði
Post a Comment