Saturday, May 31, 2008
Ég er útskrifuð!!! :D
Við fórum út að borða með Verði og Ester, forstöðuhjónunum okkar í Fíladelfíu heima. Við fórum á Romano's Macaroni and Grill, rosaskemmtilegan Ítalskan veitingastað, þar sem mottóið virðist vera, "if you can sing...you can serve", en allir þjónarnir eða a.m.k. margir þeirra virðast kunna þónokkuð mikið í klassískum óperusöng.
Það er skrýtin tilfinning að vita til þess að ég er loksins að fara að komast heim. Ég hef talað um það í skólanum en þá sagði Kristina, að "I was leaving one comfort zone to go into another" sem að er mjög satt, því mér hefur liðið mjög vel hér og hefur alltaf liðið eins og Flórída sé mitt annað heimili, og það hefur ekkert breyst.
Moli...loksins, loksins hitti ég Mola minn. Ég er búin að taka frá mánudaginn og verður hann tileinkaður Mola. Ég byrja svo að vinna í bakaríinu strax á þriðjudag, vinn alla næstu viku frá sjö til tvö, alla þar næstu viku frá eitt til hálf sjö og svo veit ég ekki hvernig framhaldið verður, en vonandi fæ ég morgunvaktir. Við Davíð, ætlum að vera dugleg að hjóla á hverjum morgni í vinnuna, til að losna við spikið ;) og spara bensínkostnaðinn...SÆLL! Eins og þið vitið, eigum við Davíð Mustang hérna úti, sem eyðir nú ekki litlu þessi elska, eða eins og Ólafur Ragnar í Næturvaktinni myndi segja: "Hann er svangur...gefðu honum að borða". Við erum samt sem áður búin að reikna það út að það er ódýrara að fylla hann af bensíni, heldur en að fylla pínulitlu músina sem er heima, hann Trölla Angantýr. (það er ekki bara ódýrara heldur HELMINGI ódýrara!!!!) Gallonið hér, sem er um 4 lítrar, er rétt tæplega 4 dollarar, sem þýðir að líterinn er á um 75 kall! sem er meira en helmingi ódýrara heldur en líterinn heima á Fróni. Við sáum samt í fréttunum hér um daginn að gallon á bensíni í Noregi, er um 9 og hálfan dollar, sem er meira en okkar rúmir 8 dollarar á Íslandinu.
Jæja, núna er bara að fara að koma sér í rúmið, slappa af fyrir mikið ferðalag, aftur heim til Íslands og ykkar allra sem ég hef beðið eftir. Helga, við þurfum að skipuleggja Önnu í Grænuhlíð kvöld sem allra allra fyrst.
Guð blessi ykkur og varðveiti,
Fjóla Dögg, graduate 2008 of the Florida Institute of Animal Arts
Sunday, May 25, 2008
Jæja!!!!!!!!!!!!
Ég var eins og má kanski heyra frekar pirruð eftir úrslitin í gær og er eiginlega búin að ákveða að gefa Eurovision upp á bátin þegar við flytjum út eins mikið og ég elska Eurovision þá er þetta bara of ósangjarnt að mínu mati. Ég á samt eftir að kaupa diskin vegna þess að ég hef gaman af svo mörgum lögum í Eurovision en að horfa á t.d. úrslitin ég bara meika það ekki.
Jæja en núna að allt öðru. Við fórum á ströndina í gær og skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir að þegar við mættum á svæðið væri rignig og við vissum ekki hvort það myndi koma sól en jú jú viti menn það varð líka þeta fína veður. Við entumst í alveg rúma 2 tíma og fórum í sjóin og röltum og láum o.s. fv. Það var samt ekki alveg tekið alvarlega þegar ég talaði um að sólin væri mjög sterk og þú værir að brenna þrátt fyrir að það væri skýjað þannig að núna eru allir laveg eldrauðir eins og soðnir humrar og bera á sig after sun í gríð og erg ;). Ég er samt komin með það sterka húð að ég var ekki með neitt mér á flestum stöðum en samt sást ekki á mér.
Jæja ég verð víst að fara ða drífa mig að gera mig til fyrir dagin draka Davíð og Benjamín og kanski Sveinbjörn út að skokka og skella okkur svo í Kirkju.
Eigiði góðan dag :D
Sveinbjörn með far en kanski ekki það far sem hann var að vonast eftir ;D
og á bakinu
Saturday, May 24, 2008
Eurovision JJJEEEE!!!!!!!!!
Thursday, May 22, 2008
Jæja mamma heimtar blogg og myndir og hér kemur það ;D
Ég fékk líka svona flottan drykk í en flottara glasi mjög sát
Þarna sjáið þið Volcanoið okkar við vorum gjörsamlega sprungin eftir allt átið en ég fékk alveg rosalega góða kjúklinga vefju með barbiq sósu
og hér er hún eftir. Yfir leitt finnst mér sorglegt að sjá hundana svona alsbera og asnalega en í þessu tilviki fanst mér það ekki ar sem hún er með slæma húð sem þarf að ná að anda. Svo er hún bara svo sæt fyrir <;)
Dagurinn hélt áfram og ég gerði eitt af því tilgangslausara sem ég hef nokkruntíman gert en það var að raka niður með blaði nr 10 (sem er mjög stutt) snögghærðan Chihuahua hund. En hann leit samt vel út algjör dúlla. Það er alveg merkilegt hvað ég hef miklmeiri þolinmæði fyrir Chihuahua hundum heldur en öðrum ekki það að ég sé einhvað pirruð út í alla aðra það bara sést hvar hjartað liggur ;)
Wednesday, May 21, 2008
Til hamingju með afmælið Guðlaug
Myndir
Sunday, May 18, 2008
The Holy land Experians
Leikurinn og söngurinn og alltannað sem var lagt í þetta var algjörlega óaðfinnanlegt og frábært og ég get ekki beðið að fá Davíð með mér hingað helst strax í sumar og draga pabba og mömmu með ég veit þau hefðu gaman af þessu. By the way Helga þú ÁTT að fara með mér í þennan garð sem allra allra fyrst þú myndir fíla þetta í tætlur er ég viss um.
Ég á svo erfitt mað að lýsa því hvað þetta var frábært sjón er sögu ríkari, en það fer allavegana ekki á milli mála að ég átti frábæran dag og held ég að hinir hafi skemmt sér alveg jafnvel og ég ;).
Við kíktum svo á Olive Garden eftir garðin og fengum okkur að borða og svo var farið stutta verslunar ferð í Walmart. Núna er ég að blogga, Linda, Guðlaug og Benjamín að horfa á tv og sveinbjörn hrítur uppi í rúmi alveg búinn eftir dagin ;) litli kallinn. Á morgun er svo kirkja og sundlaug held ég bara smá afslppun fyrir mánudaginn því þá tekur Epcot við :D.
Annars læt ég fylgja með fult af myndum frá deginum í dag og vona ég að þið njótið vel og sjáið kanski brota brot af því hvað þetta er gegjaður garður.
Knús knús Fjóla
Afmælisbarnið og Guðlaug með fjall í baksýn
Lítið líkan af Jerúsalem alveg rosalega flottSaturday, May 17, 2008
Til hamingju með daginn :D!!!!!!!!!!!!!!
Wednesday, May 14, 2008
Myndir frá því í dag
Tuesday, May 13, 2008
Frábær dagur í dag :D
Annars fékk ég alveg frábærar fréttir frá Helgu minni um að hún væri líklega ekki að yfirgefa landið gyrr en í janúar eins og ég sem þýðir bara eitt.... Gleði. Ég fæ að hafa hana hjá mér þangað til ég flyt út :D.
En ég kveð ykkur ekki myndalaus en hér fáið þið myndir af tveim hundum sem ég gerði í dag.
Guð blessi ykkur Kær kveðja Fjóla
p.s. það eru 4 dagar þangað til tengdó koma og 10 þangað til Davíð kemur :D!!!!!!