Núna um helgina erum við Davíð búin að ákveða að fara í morgungöngutúr hjá Búrfellsgjánni og taka með okkur nesti og skemmta okkur vel í vonandi frábæru veðri sem verður um helgina. Því miður er ég lík að vinna um helgina þannig að það eiðileggur ýmislegt en ég ætla ekki að láta það eiðilggja allt, líka eftir þessa helgi fæ ég tveggja helga frí og ég hlakka mikið til þess þar sem það er Evrovision helgina 20. maí og svo fer ég í brúðkaup hjá Ingibjörgu

Fyrst ég fór að nefna hjólreiðar þá er ég að stefna að því að kaupa mér hjól á miðvikudaginn. Ég ætla ekki að eiða neinum sjúklegum pening í það bara svona milli 25.000-35.000 kr. Stefnan er nefnilega að hjóla í vinnuna í sumar og ég hlakka bara til þess þar sem ég ættla að vera bikiní hæf fyrir Flórídaferðina ;). Það sem hjólið verður samt að hafa er þónokkur fjöldi af gírum og körfu að framan fyrir dótið mitt og fyrir Mola þegar ég þarf að hjóla einhvert og ætla að taka hann með.
Ég get ekki annað sagt en að ég er mjög spennt fyrir sumrinu og hlakka til að njóta lífsins.
Kveðja Fjóla
No comments:
Post a Comment