

Við vorum svo vakin í morgun af pabba og mömmu sem er nú allt í gúddí, tókum upp úr öllum töskunum, skokkuðum 2 hringi og skelltum okkur svo á IHPO og fengum okkur morgunmat, ég ommilettu, ristað brauð og hasbrowns og Davíð egg, bacon og all American panncakes :D. Við höfum tekið því frekar rólega og munum gera það í dag, fórum nú samt og versluðum inn og keyftum okkur smoothys í hádeginu loksins loksins mmmm..... Núna sitjum við hérna inni og hlustum á Casting Crowns sem Helga vinkona lét okkur fá, mjög hugljúf og holl tónlist fyrir sálina að hlusta á.
Í kvöld er svo planið að fara bara á Sonny´s BBQ og verður það nú aldeilis fínt. Spurningin er núna hvort ég fari út í sólina í svona 1-1 1/2 klukkutíma eða slappi bara af meðan Davíð lærir fyrir bílprófið sem hann fer í í fyrramálið? Ég ætla að reyna ða vera dugleg að setja inn myndir fyrir ykkur svo þið getið fylgst með okkur alveg svo að ykkur líði ekki eins og þið séuð útundan ;9.
Guð blessi ykkur og gangi ykkur rosalega vel heima á Íslandi.
Kv Fjóla og Davíð

"É ekka si"
2 comments:
Velkomin heim :) Frábært að allt skyldi ganga svona vel. Vonandi eigið þið bæði æðislegan dag.
Knús frá mér og Fróða
Frábært að allt gekk vel =)
Sætar myndir af Mola =)
Hlakka til að fá strákinn í pössun...
Kveðja Kristín, Sóldís (sem er í sveitasælunni) og Aris
Post a Comment