Tuesday, July 08, 2008

Flórída á morgun

Þá er komið að því aftur við leggjum í hann til Flórída á morgun. Dagurinn fer í það að pakka, út í góða göng með Mola sinn, kaffi hjá tengdó með Gizuri afa og hans fjölskyldu svo hef ég vonandi tíma til að fara í bíó með Helgu vinkonu á The Happening sem er nýja myndin hans M. Night Shyamalan sem er einn af uppáhalds leikstjórunum mínum.
Hérna eru allir frekar syfnir, Moli hefur ekki einusinni farið út að pissa og er ekkert að gera sig líklegan að fara neitt út strax. Mamma og pabbi eru í bústað og koma ekki fyrr en seint á morgun þannig að Moli verður hjá afa og ömmu þangað til þau koma heim. Pabbi og mamma verða með Mola í pössun til 22 eða 23. júlí svo fer hann til Kristínar vinkonu þagað til við komum heim.
Ég er farin að átta mig meira og meira á því hvað ég er farin að hlakka til en á sama tíma hrædd við að flytja út. Það er svo erfitt að fara frá vinum og fjölskyldu sérstaklega góðum vinum sem ekki er hækt að nálgast á Íslandi þegar við kíkjum heim í heimsókn. Sem betur fer eru ekki allir góðu vinir mínir að flytja frá landinu ísa því það væri náttúrulega bara evil.
Jæja ætla að fara að gera einhvað að viti vonast til að þið eigið góðan og frábæran dag.
Kær kveðja Fjóla

4 comments:

Helga said...

Takk fyrir kvöldið, þetta var BARA creepy mynd.
Góða ferð út, Fjóla mín og Guð blessi þig og Davíð.
Mínar hlýjustu kveðjur, Helga og Fróðalúsin

Anonymous said...

hæ Fjóla!
Bíddu nú við ertu flutt út núna?? kemurðu aldrei aftur heim?? hvað með nicehittingana og allt??
kv.Linda M

Anonymous said...

Hæhæ, langaði bara að kasta kveðju á ykkur tvö skötuhjú... skoða oft síðuna en er allt of löt við að kommenta! en skemmtilegir tímar bíða ykkar án efa og ég veit að þið munið hafa það ofsalega gott - hvar sem er í heiminum ;)

knús knús

:)

Anonymous said...

Hæ hæ

Erum komin til Flórída, en erum bara að fara að vera í 3 vikur hérna. Komum síðan aftur til Íslands, erum ekki flutt endanlega út, en það verður ekki fyrr en í Janúar 2009. Biðjum að heilsa öllum.

Bestu kveðjur
Fjóla og Davíð