Monday, August 11, 2014

Hlaupabóla :S

jæja þá er strákurinn að nálgast það að verða heill af hlaupabólu faraldrinum sem er búinn að ganga yfir okkur síðastliðna viku. En ofaná allt annað þá náði hann að brenna 3 putta á heitri hellu (mér að kenna ) og er hann búin að vera allann þann tíma líka með bundið um höndina og er enn :S. Það er heill hellingur sem er búin að ganga yfir okkur það vantar ekki. 
Á meðan á þessu öllu stóð ákvað drengurinn að stilla á fullan kraft af THE TERRIBLE TWO....... VÁ hann er með skap. Við erum að sjá nýjar hliðar á honum sem ég get ekki sagt að ég sé aðdáandi af. Hann er mjög viðkvæmur, þolir ekki ef það er sagt nei við hann, þrjóskur, skap stór og já var ég búin að minnast á þrjóskur?????
Er etta farið að hljóma eins og einhver? Já með hverjum dginum verður strákurinn líkari mér, og ekki á góðan hátt. Ég á alveg hrillilega erfitt með að takast á við þessa nýju hlið þar sem þolinmæðin mín er því miður ekki búin aðná að lengjast neitt rosalega síðastliðin 30 ár :S. 
Ég sé að ég verð (veit ekki hvernig ég á að fara að því) að reyna að lengja minn kveiki þráð til að geta hjálpað honum því ef það er einhver sem ætti aðvita hvernig honum líður þá er það væntanlega ég. 
Við hjónin vorum búin að ákveða að fara á uppeldisnámskeið (þar sem mér finnst gott að vita meira en ég veit nú þegar um hvað koma skal) og ég er verulega farin að hlakka til að fara á það og vona svo sannarlega að églæri eitthvað nýtt til að hjalpa mér og honum. 
Jæja en nóg með það. Davíð er búin að vera að taka 2 vikur í fæðingaorlof á meðan á þessum ósköpum gengur og er ég mjög þakklát að hann hafi verið hérna með mér. 
Svo eru það stóru fréttirnar..... Salómon Blær er að byrja í aðlögun á leikskólanum sínum 18. ágúst s.s í næstu viku. Ég vona að hann taki við leikskólanum eins vel og ég reykna með að hann geri þar sem hann er löngu tilbúinn að komast á leiksóla. 
En éghætti núna, klukkan er orðin mikið og við ætlum að fara í Ævintýragarðin á morgun með Salómon, mömmu og hundunum  og taka með okkur nesti og reyna að skemmta okkur vel :D. Ég var að klára rabbabara formköku og vona að hún sé eins góð og hún ylmar ummmmm.....

knús og Guð blessi ykkur

No comments: