Monday, May 03, 2010

Meira Eurovision


Þá er annar þáttur af Alla leið búinn og við horfðum á hann í gær. Ég skrifaði niður mín fyrstu viðbrögð við lögunum og ætla að deila því með ykkur ;D.

Ísland: Ég held að flestir viti hvað mér finnst um þetta lag. Hera er alsekki nógu góð fyrir þetta lag. Því hefur verið breytt allt allt allt of mikið fyrir hana þegar það hefði átt að skipta bara um söngkonu sem nær háu tónunum :S.

Hvíta Rússland: VÁ hvað þetta lag er VÆMIÐ!!!! Ég gerði meiri kröfur til Hvíta Rússlands en þetta sérstaklega þar sem þau voru með næst besta lagið að mínu mati í fyrra :D.

Magedónía: Þetta lag gerði nákvænlega ekki neitt fyrir mig frekar flat og einhæft og finnst eins og maður sé búin að heyra þetta svðna 100 sinum áður bara betur gert.

Portúgal: Fallegt lag finst vera soldill jóla, Disney fílingur yfir því. Stelpan hefur rödd en hún er of ýkt í söngnum og ég er ekki að fíla flutninginn þannig að nei ég er ekki fallin fyrir þessu :S.

Grikkland: Lagið er ok en VÁ hvað sögurinn er aumur hann lætur eins og hann nenni þessu ekki eða sé of cool til að vera í Eurovision og þarf bara að gefa svona 10% af sjálfum sér :S. En dansararnir eru flottir :D

Albanía: Þetta lag gæti verið skemmtilegt þegar það er komið á sviðið ef söngkonan delivers. Það er samt soldið flatt s.s vantar hina frægu Eurovision hækkunina ;D. En annars alveg ágætt bara

Malta: Vá það er svo gefið að Malta sendi svona lög. Lagið er fallegt eins og öll lög frá möltu en þau eru bara svo fyrirsjáanleg og BORING.

Belgía: Þetta er alveg ógeðslega krúttlegt lag og söngvarinn er góður. Þetta var alveg pottþétt eitt af mínum uppáhalds so far.

Póland: Very boring og ekki skemmtilegt eins og alltaf frá Pólandi :S

Bosnía og Hersegovína: Fanst þetta alveg ágætt samt ekkert til að flippa yfir. Ég bjóst við meiru frá B og H því ég er yfirleitt hrifin af þeirra lögum :S

Jæja þá er það komið knúsar Fjóla og Moli

1 comment:

Anonymous said...

Alltaf gaman að lesa frá þér þú hefur svo mikinn áhuga :D

Knús Kristín og voffarnir