Mér er alveg sama þótt ég sé ekki búin að heyra öll Eurovision lögin í ár þetta er mitt uppáhalds ég bara veit að það getur ekkert verið betra en þetta. Þatta lag hefur nákvæmlega allt sem Eurovison lag þarf að hafa.
1. Sætur strákur
2. Fiðla
3. Flottir dansarar
4. Flottar bakraddir
5. Flottur taktur
6. Power
7. Rosalegan sjarma
Þannig Helga undirbúðu þig að ég komi til Noregs á næsta ári til að horfa á Eurovision live ég er strax byrjuð að safna :D
11 comments:
Snilldarlag, mamma er alltaf ánægð með fiðluma í tónlist.
Þetta er líklegast til að vinna miðað við hvernig þau slefuðu yfir þessu í þættinum hérna heima ;) ég veit ekki hvert Páll Ó. ætlaði þegar þau voru búin að hlusta á þetta he he og þau öll hin voru alveg óð líka :O)
úff hvað þetta er klisjukennt lag hahah ætla rétt að vona að þetta sé ekki það besta sem er í boði þarna haha :'D
kv Sunneva
Klisjukent...KLISJUKENT!!! Vá en sorry Sunneva þú veist ekkert hvað þú ert að segja þetta er mjög öðruvísi lag en flest önnur Eurovision lög. Ef þú ert að tala um að þetta sé klisja út af fiðluni þá eru allar sinfoníur klisjur eða öll popplög klisjur vegna þess að þau hafa öll gítarspil í því.
Ég gæti ekki verið meira ósammála því þetta lag er ekkert líkt öðrum lögum í keppninni núna í ár né á árum áður og hana nú ;).
Fjóla stendur með norska laginu sínu
Já ég er að fíla þetta lag. Helga verður bra að búa sig undir það að fá okkur báðar til sín á næsta ári.
Það hafa bara ekki allir sömu skoðanir hehe það er á hreinu. Enda bara gott mál með það.
KV.
Sunneva
Haha, ég skal undirbúa mig undir fagnaðarlætin hér í Osló, ekki spurning :p Mér finnst þetta annars ágætis lag, með svolítið austur evrópskum brag. Hér hafa menn svoldið talað um að strákurinn syngi samt ekki nógu vel, en hann samdi lagið sjálfur.
hann hefur fína rödd enda myndi hann ekki ná þessum háu tónum sem hann er að syngja en hann er náttúrulega ða syngja þetta á svoldið pes hátt. Ég fatta hvað fólk meinar en er gjörsamlega ósammála því vegna þess að þetta tengis ekkert röddini heldur stílnum ;)
það sem ég er ekki að fíla er söngurinn sjálfur.. það skilst stundum ekki það sem hann er að segja.
Ef hann getur ekki sungið þetta vel þá fer lagið í vaskinn líka.
KV.
Sunneva
Já ég er alveg sammála þetta er mjög gott lag :D
Kristín
Ég skil ekki hvað fólk meinar með að hann syngi illa því það gerir hann ekki en stíllinn er ekki fyrir hvern sem er það er alveg á hreinu. En rödd hefur hann og langt frá því aðvera falskur eða eitthvað því um lík og það er eitthvað sem ég ætti að vita.
Post a Comment