Wednesday, May 13, 2009

Jæja...

... á morgun er vo seinni undankeppnin í Eurovision söngvakeppninni. Þar sem mér skilst að það sé búið að velja þessi tíu lög sem fóru áfram í gær þá er ég mjög sorgmælt að tilkynna að Hvíta Rússland er ekki að fara í aðalkeppnina ég bara skil það ekki en svona er það víst.
Ég er farin að hlakka til morgundagsins og svo auðvita aðal keppninar á laugardaginn þar sem ég finn að Noregur á eftir að RÚSTA þessu sérstaklega þar sem Hvíta Rússland er bara dottið úr keppninni ;). Það væri náttúrulega gaman að sjá Norge í fyrsta og Ísland í öðru en ég læt mig bara dreyma um það.
Við Moli fórum út að labba í morgun eftir að davíð vakti okkur fyrir kl 8, en þá var hann búinn að fara í klippingu og var að bíða eftir því að fara til læknis að kíkja á kólesterolið og eitthvað annað sem hann þarf að hafa fyrir skólan sinn. Ég sakna þess að hafa hann ekki hjá mér en ég veit að hann hefur gaman og gott af því að fara heim til foreldra, tengdaforeldra, vina og ættingja og ég vona að hann nái að njóta sín alveg í botn.
En nóg í bili, njótið dagsins og munið að Guð er góður og að hann elskar ykkur öll svo mikið að það er erfit mjög eftit að skilja það.
Fjóla og Moli að hanga á Flórída.

2 comments:

Mamma og Pabbi! said...

Já spennandi eurovision framundan!

Anonymous said...

Það er rosa gaman að fá Davíð í heimsókn - söknum samt að hafa þig ekki með!!!
Knúsar til þín, Mola og Nörtu
Tengdó