Saturday, May 30, 2009

Hundafimikeppni

Við fjölskyldan skelltum okkur í morgun á horfa á hundafimikeppni í skólanum þar sem við Moli erum að læra. Það var mjög gaman að fylgjast með sérstaklega að sjá hvað við hefðum rúllað þessu liði upp og leikið okkur að því ;). Við fórum samt aðalega til að sjá Sam og Simon keppa og það var mjög gaman að gera það. Við erum samt alveg búin að sjá það að við ætlum að keppa næst og vonandi verður það áður en við flytjum frá Flórída.
Við gerðum fátt annað í dag en að kúra og horfa á mynd, lúlla smá og svo erum við núna södd og sæl eftir alveg ljómandi góðan kjúkklingarétt sé ég bjó til ásamt brauði sem ég bjó líka til :D. Núna erum við aðeins að leika okkur í Wii og svo ætlum við að horfa á bíómynd í kvöld en ætli við gefu ekki Mola smá kvöld rölt áður en við gerum það vegna þess að hann hefur ekki fengið neinn labbi túr í dag greyið litla.
En hér koma myndirnar fyrir ykkur heima.
knúsar frá okkur öllum
Þetta er s.s salurinn sem ég stunda hundafimi í

Þarna erum við Moli að horfa en hann fór í flotta hlírabolnum sínum og fékk mikla athyggli út á það ;)

Þarna er svo Sam og Simon í brautinni

Þarna er davíð og Moli að fylgjast með

Simon að fara í brautina

Ég og Moli með Sam og Simon bestu vinum okkar úr hundafimini :D

Já það þarf varla að útskýra þetta en miðinn er að tístudýri ;)

Kennarinn okkar í hundafimini er svo dugleg að föndra þessa líka flottu hundafimipikara en hún var orðin þreytt á því ða vera alltaf að kaupa einhverja ljóta bikara og ákvað að búa bara til alvöru hundafimibikara en þeir eru ekkert smá sætir :D

4 comments:

Mamma og Pabbi! said...

Það verður gaman að fylgjast með því þegar Moli rústar þessu :-) Þú verður eiginlega að senda aðra mynd af bolnum hans Mola því það sést ekki allt! Annars allt í góðu og takk fyrir myndir!

Anonymous said...

Ó já held að Moli hefði sko rústað þessu :)
En gaman að fá myndir bara krúttlegur hlýrabolur :)

Kristín

Helga said...

Haha, ég var inní hring sem brautar og tímavörðu á Oslo hundeshow á laugardaginn :D það var rosa gaman, við vorum reyndar úti í steikjandi hita og sól, og auðvitað hefði Fróði tótallí rústað þeirri keppni líka sko, þ.e. hann hefði hrifsað bikarinn og stungið af :p
Knús og kveðjur úr hitanum í Osló

Donna said...

Moli is so lucky to have a good mommy like you..

I especially love the one with Moli looking up at you, that was so sweat..