Það var svo gaman hjá okkur Davíð í gær. Ég byrjaði dagin á því að koma honum á óvart og bjó til morgunmat (omilettu og pönnukökur) svo skreitti ég íbúðina með Congratulation borðum :D.
Davíð var ekkert smá glaður og ánægður og hissa þegar hann vaknaði og fékk morgunmat sem við Moli höfðu byrjað að búa til um kl 7 um. Moli reundar skildi ekkert í því afhverju hann mætti ekki bara fara aftur upp í rúm og sofa ;).
Ég gaf svo kallinum Nintendo Wii í útskriftargjöf og var hann alveg rosalega ánægður með það :D. Við spiluðum smá wii og fórum svo á ströndina með Mola en vorum ekki viss hvort hann myndi halda þurr. Þegar við komum á ströndina var fult af fólki og steikjandi hiti. Moli var alveg í skýjunum að fá að hitta voffa og hlaupa og leika sér og naut eður sins þar til hitinn var orðinn of mikill og hann sagði hingað og ekki lengra ;D.
Seinnipartinum eiddum við heima þar sem Davíð var svo þreyttur eftir að hafa verið á þeitingi á Íslandi í samtals 10 daga. Við lögðum okkur, enda ekki búin að sofa nóg, vöknuðum svo kl 6:30, fórum þá út í Walmartið góða keyftum okkur dót til að búa til salat og leigðum mynd.
Í dag aftu á móti ætlum við að fara og sjá þá færðgu sýningu Body Worlds http://www.bodyworlds.com/en.html þið getið skoðað það nánar hér. Davíð er búið að langa lengi að fara og ætlum við að skella okkur í dag eftir kirkju.
En nóg af mali komið að myndunum ;)
Kær kveðja í bili Fjóla, Davíð, Moli og Narta
Moli og veifurnar sem ég kom fyrir fyrir utan svefnherbergisdyrnar sem hann by the way sá ekki þegar hann fór á klósettið strax og hann vaknaði ;)
Davíð með hattinn fína :D
4 comments:
Wii!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! WE WILL HAVE ONE OF THOSE IN AMERICUH!
26 days!
p.s. "caspbeer" is my verification? sounds like a ghostly beverage! muahahaha
Vá gaman hjá ykkur :D
Kristín
Algjör snilld! Til hamingju Davíð með þennan frábæra árangur og til hamingju Fjóla að vera búin að fá Davíð heim!
Vá það er ekkert smá! Ég hefði nú aldrei meikað að vakna klukkan 7 og hengja upp borða! En innilegar hamingjuóskir til Davíðs. Nú getur hann notað þá þekkingu sem hann hefur aflað sér í lögfræðinni til að svindla í tölvuleikjunum.
Knús og kveðjur frá mér og Fróða
Post a Comment