Það er alveg nóg að gera. Ég er að fá fult af hundum í snyrtingu og ég vona að ég sé að standa mig vel og fái einhverja af þeim aftur.
Davíð minn var að flytja í Háskólanum fyrirlestur um Réttarhöldin yfir Jesú og stóð hann sig gjörsamlega eins og heltja og þetta var svo fræðandi og skemmtilegt. Það mættu milli 45 og 50 mans sem er bara mjög gott fyrir hádeigisfund.
Við erum að fara að fá Edgar, Guðrúnu og krakkana í mat á föstudaginn og hlakkar okkur mikið til þess þrátt fyrir að það þýði að við þurfum að taka til heima.....ooohhhhh ;).
Hlynsi bróssi var að brjóta á sér höndina og er því heima í allavegana viku og er hann ekki leiður yfir því kallinn, við ætlum því að kíkja í nýa Rúmfatalagerinn áður en ég fer í vinnuna og það verður nú gaman.
Ég var að koma úr göngu með Kristínu og Maríönnu þar sem við hittum brjálaða kanínukallinn ég ætla að reyna að vera ekki pirruð út í hann og frekar að biðja fyrir honum því hann á auðsjáanlega bátt elsku kallinn en ég nenni ekki að fara út í það.
Jæja ég ætlaði bara að leggja inn eina færslu svo þið gleymið mér ekki alveg en ég kem með meira seinna þegar ég hef eitthvað meira að segja.
Kær kveðja Fjóla og Moli
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Takk fyrir gönguna sjáumst á morgun :D
Kristín og voffarnir
Post a Comment