
En nóg með það í morgun væknuðum við Davíð svo kl hálf 9 til að taka allt í gegn hérna heima sem var löngu komin tími á. Mamma og pabbi komu svo færandi hendi með bakaríis mat og svo var lagt afstað að ná í Marco og Karo til að skella ér upp á Esjuna
sem ég er búin að hlakka til að gera frá því við ákváðum að skella okkur. Moli kom að sjálfsögðu með og var fólk ekkert smá hissa á dugnaðinum í litlu músinni okkar sem labbaði alveg þrefalt á við okkur hljóp upp og niður og naut sín í botn. Hann lenti þó í því að hitta aðeins of æstan svartan labba (sem er ekki uppáhalds tegundin hans ásamt risa snáser) og panikaði Moli af hræðslu. En það leið hratt hjá og var hann fljótur að ná sér þegar labbinn var farinn.

Við vorum að sjálfsögðu með myndavélina með og smelltum af alveg á fullu. Marco fann hvorki meira en minna 3 lonely gloves og var að sjáfsögðu smellt mynd af þeim. Veðrið var algjörlega himnest og áttuðum við okkur fljótt á því að við vorum alltof vel klædd þannig að ekki leið á löngu að við fórum að tína af okkur spjarirnar. Við Davíð og Moli vorum þó þau einu sem náðum upp að Steininum þar sem Karo var hálf slöpp og ákvað Marco að fara til hennar eftir smá labb áfram þar sem hún sat á steini og beið eftir okkur í góða veðrinu.
Í kvöld ætla þau svo að koma í heimabakaða pízzu og böku sem verður rosa gaman og skemmtilegt. Marisa og Jón ætla svo líka að kíkja seinna um kvöldið þannig að það verur stuð hér á bæ.
Ég læt þetta duga í bili en læt nokkrar myndir fylgja með.

Marco alltaf hress :D

Moli á harða spretti niður brekkuna

Davíð lang flottasti eiginmaður í heimi. Töffari :D

Ég og Moli næstum því komin að steninum



Jæja hafið það gott og Guð blessi ykkur
3 comments:
Flottar myndir og dugnaðurinn! Ég hefði sko alveg ver til í að koma með ykkur, eða allavega væri Fróði það. Ég fór með hann á Esjuna stuttu eftir að ég fékk hann og hann ELSKAÐI það. Vonandi fáum við bara svona geggjað veður á morgun líka :)
Kveðja, Helga og Fróði fjallageit
Dugleg, dugleg... rosa flottar myndir... Davíð er eins og kvikmyndastjarna í laxveiði með þessi gleraugu, bara flottur!
Vá geggjað veður greinilega og flottar myndir :)
Takk fyrir gönguna í dag ofsalega fín ganga, verðum að hittast sem fyrst kannski að reyna að koma 3 í göngu á þriðjudag? ;)
Sjáumst
Kristín, Sóldís og Aris
Post a Comment