
Dagurinn er búin að vera mjög erfiður þar sem mikið af hugsunum fljúga um hausinn á mér varðandi Hnetu. Ég ætla ekki að fara nánar út í það þar sem engar ákvarðanir hafa verið teknar endanlegar.
Ég ætla á bænastund í kvöld og vona ég svo innilega að Helga sé nógu hress til að fara með mér. Ég hef risa stórt bænarefni til að biðja fyrir.
Davíð er að fara í próf eftir 50 mínútur tæplega og er hann gjörsamlega að farast úr stressi elsku dugleasti maðurinn í heiminum. Ég bið ykkur um að biðja fyrir honum að allt megi ganga betur en hann heldur að þetta muni ganga. Davíð fékk samt úr munlega prófinu sem hann tók í gær og hann hélt að hann hefði ekki staðið sig vel en nei nei minn maður fékk 8,5 og var hæðsta einkunninn 9 þannig að þetta hefði valla getað orðið betra.
Ég verð í bandi á morgun og bið Guð um að vaka yfir ykkur og vernda ykkur á sama tíma og ég bið hann um að mæta mér í mínum erfiðleikum.
Kær kveðja Fjóla, Moli og Hneta
Eitt að lokum
Jæja sjáið þið einhvað útúr þessu?
19. dagar til jóla
p.a. ný hefð núna verð ég alltaf með ritnigarvess á hverjum degi njótið vel.
Jesús sagði: "Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki."
Matt. 6:32-33.
5 comments:
Hlakkar til að sjá allt nýja dótið :)
Kveðja Kristín, Sóldís og Aris
Allir verða að giska á þrautina mína og segja mér hvað þeir sjá.
Kv Fjóla
Ég sé Jesú :o)
Hundsrass :)
já það er rétt Jesú finnst ykkur þetta ekki magnað :D kansli er þeta einhvað photoschopað en ég veit ekki nokkuð gott samt.
Kv Fjóla og Moli
Post a Comment