Sunday, November 16, 2014

Jólin nálgast

Þá er nú ekki hækt að segja að það sé langt í jólinn. 
Það er búið að vera alveg rosalegam ikið að gera hjá okkur þessa dagana og á eftir aðvera út nóvember og langt fram í desember. 
Davíð er búin að vera mjög upptekinní vinnunni og hefur verið að vinna langt fram á næ´tur flesta daga vikunar og vikunar þar á undan. Salómon Blær er með stórt skap og er mikið að reyna á þolinmæðina þessa dagana þar sem hann er að reyna mörkin daglega. 
Ég hef verið dugleg að prjóna og hekla smá hér og þar og hef gaman af því. Ég er enþá ráðvilt hvað ég vil gera með framtíðina, hvort að ég eigi að leita mér að vinnu eða fara í skóla eða hvað annað. 
Á morgun á Salómon Blær að fara til augnlæknis og eigum við nú eftir að sjá hvernig það á eftir að ganga. Á þriðjudaginn er svo ferð til Keflavíkur til að fara til tannlæknis sem verður eitthvað álíka krefjandi ;9. 
Annars er það nýtt að ég er komin í foreldrafélagið í leikskólanum hans Salómons og gengur það bara fínt, Davíð er í stjorn foreldrafélagsins þannig að það er ekki hækt að segja að við séum ekki aðstanda okkur ;D. 
En ég er að reyna ða koma mér í jólafílinginnþrátt fyrir það að ég hef ekki hugmynd um hvaðég á að gefa neinum í jólagjöf, það sé mjög lítill tími til að skreyta og allt of mikið að gera. 
EN nóg með það þá byrjuðum við jólaskapið með því að baka piparkökur með Salómn Blæ þar sem það eina sem maður heirir þessa dagana eru lög úr Dýrunum í Hálsaskógi og þar á meðal auðvita piparkökusöngurinn ;9. 
Ég ætla að ljúka þessu bloggi með nokkrum myndum af foreldrunum og bakaradrengnum njótið ;D.