Tuesday, January 22, 2013

Styttist í Flórída

Jæja þá erum við alveg að fara til Flórída eða eftir 5 daga :D. Ég er búin að vera að undirbúa mig með því að gera lista með öllu því sem þarf að taka með sem er nú ekki lítið og mest allt er það fyrir Salómon Blæ. Moli er komin með fullkomna pössunn en ég náði að plata pabba og mömmu og Helgu að passa fyrir mig og er ég alveg endalaust þakklát þeim fyrir enda frábært fólk ;D. 
Annars er það að frétta að í dag fengum við Moli og Salómon Blær heimsókn frá 6 hundum hvorki meira né minna og ekki var það leiðinlegt :D.
En það er fátt að frétta svo sem af mér þannig að ég segi bara over and out. 

Fjóla og co

Saturday, January 19, 2013

Wednesday, January 16, 2013

Fjölskyldu göngutúr

Við fórum í göngutúr um daginn í góða verðinu og ég tók nokkrar myndir :D.

 Feðgarnir vel klæddir og tilbúnir í labbitúr

 Moli minn fallegasti 

Davíð að taka allt upp á nýju flottu kvikmyndatökuvélina okkar sem við fengum í jólagjöf frá pabba og mömmu :D

Knúsar Fjóla og co

Monday, January 14, 2013

5 (og hálfs) mánaða skoðun

Salómon Blær fór í 5 mánaða skoðun í dag þrátt fyrir að vera orðinn 5 og hálfs mánaða ;D. Strákurinn var mældur og vigtaður og er orðinn hvorki meira né minna en 8 kg, 66,5 cm á lengd og höfuð málið er 45,3 cm GÓÐANN DAGINN... Kristúrn (ljósan) þurfti að mæla á honum hausin tvisvar til að vera alveg viss um að hann væri svona stór ;D þannig að það er eingiv vitleisa þegar ég segi að hann sé með stærsta haus á ungabarni sem ég hef séð ;9. Hann fékk líka tvær sprautir en minn maður varð svo sár eftir að hann var búin að brosa svo sætt til ljósmæðranna fékk hann bara ó ó í lærið frá þeim báðum í staðinn :S.
Þar sem við erum að fara til Flórída eftir tæplega 2 vikur og verðum í 4 vikur úti þá var ákveðið að Salómon Blær færi í 6 mánaða sprautina sína í næstu viku en ég er ekki alveg viss um hernig ég á að segja Salómon Blæ það :S.
Annars sendum við bara knúsar héðan. 

Fjóla og co

Thursday, January 10, 2013

Tönnslur

Litli prinsinn minn er að stækka allt of hratt en í kvöld fann pabbi hans fyrstu tennurnar sem voru búnar að brjóta sér leið út um góminn :S. Þetta er spennandi en á sama tíma fáum við aldrei að sjá aftur tannlaust góma bros sem er eitt að því sætasta sem til er.
Dagurinn hér með merktur 10. janúar 2013 fyrstu tennurnar.

Síðustu myndirnar frá jólunum :S

Jæja þar sem jólinum er formelga lokið er ekki seina vænna að koma með síðustu jólamyndirnar ;D. 

 Salómon Blær að borða grautinn sinn :D

 nammi namm....

 Pabbi að lesa bók fyrir Salómon Blæ

 Og svo heilsaði Moli upp á þá feðga

 Kallinn minn og strákarnir mínir :D

 Salómon Blær að skoða voffann sinn sem hefur það kósý

 Nei mér finnst táfílan þín ekki góð og ekki bragð góð heldur ;D

 Hæ!!!

 Litla tíkrisdýrið :D

 Töffarinn í sparifötunum sínum á Gamlársdag

 Salómon Blær: 
Sveinbjörn afi kom í heimsókn til mín á gamlárskvöld erum við ekki flottir

 Moli leitar svo í Guðlaugu þegar hún kemur í heimsókn og var ekki lengi að koma sér vel fyrir hjá henni ;D

 Benjamín töffari

 Linda Fésbókari ;D

 Gæjarnir aftur saman :D


Gleðilegt nýtt ár öll sömul og takk en og aftur fyrir það gamla :D

Kv Fjóla, Davíð, Salómon Blær og Moli

Monday, January 07, 2013

29. ára :S

Úff, úff, úff....ég er ansi hrædd um að ég sé að nálgast 30 afmælið mitt og þaðr er soldið mikið óþægileg tilfinnig :S. En ég náði þó að eignast barn fyrir þrídugt og það er ég hæst ánægð með :D. 
Nýja árið er gengið í garð og so far so good. Það er alltaf nóg að gera en ég var að fatta að það eru ekki nema 3 vikur í að við förum til Flórída sem er skugglaega stuttur tími þar sem tíminn þessa dagana líðuir alveg hrillilega hratt :S. Ég er nú samt farin að hlakka mikið til þess að komast í sólina og í afslöppun með köllunum mínum (fyrir utan Mola). 
Annars er ég byrjuð aftur í skólanum mínum og er ég mjög spennt fyrir áfanganuim sem ég er að taka núna og vona ég að hann verði eins kemmtilegur og hann virðist ætla að vera. 
Salómon Blær stækkar og stækkar og er að fara í 5 mánaða skoðun á mánudaginn næsta (þrátt fyrir að vera 5 og hálfs mánaða þá ;D). Ég er orðin soldið spennt að vita hvað drengurinn er orðinn þungur þar sem hann stækkar alveg rosalega hratt og er ekkert á flæðiskeri staddur þessi elska ;D.
En ég læt þetta duga í bili ;D.

Knúsar Fjóla