Saturday, March 31, 2012

Hundasnyrting

Jæja þá er maður vaknaður snemma á laugardagsmorgni vegna þess að ég er að fara að fá hann Jaka í snyrtingu til mín. Ég hef fengið Jaka einusinni áður til mín en hann er hundur mömmu hans Jón Ómars.
Annars fórum við Davíð í gær á Hunger games og fanst mér hún bara svona la la ekki leiðinleg en ágætis afþreying. Við Daíð fórum reyndfar áður en við fórum á myndina út að borða á Roadhouse Reykjavík og vorum mjög ánægð með borgarann sem við fengum en soldið fyrir vonbryggðum með heimatilbúnu franskarnar :S. Annars hlakka ég til að fara aftur og prófa eitthvað nýtt :D.
En í dag ætlar Sveinbjörn að koma og hjálpa okkur Davíð að setja upp skápa ínni í stogu og taka til í geymslunni okkar sem er sko komin tími til að verði gert þannig að ég er mjög spennt að það verði gert :D.
En ég ætla að fara að undirbúa mig fyrir hann Jaka.

Kær kveðja Fjóla og litli kall ;D

Saturday, March 24, 2012

Bumbumynd 21 vika og 6 dagar ;D

Jæja ég bað Davíð að taka eina mynd af mér í morgun enda var ég svona líka fersk ;9. Það er s.s ein dagur í að ég sé komin 22 vikur en það verður á morgun. Kúlan sætkkar óðfluga og er út um alt þessa dagana ;D.
Litli kallinn sparkar duglega og Davíð er meira að segja farinn að finna fyrir honum þrátt fyrir að fylgjan sé framaná hjá mér. Ég meira að segja get séð þegar hann er að sparka bara með því að horfa á bumbuna ;D.
Annars fórum við í 70 ára afmælisveislu á 19 hæð hjá hinum Gizuri afa en það var alveg æðislega gaman og mikið af góðum mat einda borðaði ég of mikið held ég :S.
Davíð fór í próf í morgun en þið meigið biðja fyrir því að það hafi gengið vel og að hann standist það því þetta er nógu ógeðslega mikið álag að læra fyrir þessi próf :S.
ANnars hef ég það bara mjög gott og vona að það haldist áframhaldandi.

Bið ykkur vel að lifa og Guð veri með ykkur.

Fjóla og litli kall.

Sunday, March 18, 2012

Formúlan

Jæja sit hérna kl 6 á sunnudagsmorgni að horfa á Formúluna.... ahhh good old days ;D.

Saturday, March 17, 2012

Var víst búin að lofa mynd af barnastólnum ;D

Jæja þá er komin tími á að setja inn mynd af fína stólnum sem Sveinbjörn afi kom með frá Ammeríku ;D.

Hérna er svo græjan
Og önnur mynd en það er svon hlíf sem fer yfir fæturnar ef maður vill semer soldið sniðugt ;D
Litli drengurinn var ekki lengi að næla sér í jólafötin en amma Linda og afi Sveinbjörn gáfu honum þessi jakkaföt á föstudaginn :D.

Jæja knúsar héðan

Fjóla og litli kallinn ;D

Friday, March 16, 2012

ERTU STRÁKUR EÐA STELPA?!?!?!?!?!?!

Jæja þá er komið að því að alheimur fái að vita hvort ég sé með strák eða stelpu ;D. Við fengum foreldrana og sistkyni í mat og köku ;D.

Afarnir verðandi ;D

Dísa með Adrían sinn og Mamma með hunda barnabarnið ;D

Allir í röð að fá sér taco súpu ;D

Verðandi pabbinn ;D

ummmm..... taco súpa ;D

Jæja og þá er það komið á hreint... við eigum von á strák ;D!!!

Allir sáttir með stráka kökuna sérstaklega ég og Dísa :9

Guðlaug sæta dæda kom með tölvuna með sér til að geta samviskusamlega skilað ritgerðinni sinni ;D

afi Dóri og amma Linda að borða kðkuna

ummm.....

Kær kveðja Fjóla og litli kallinn ;D

Thursday, March 15, 2012

Fréttir af okkur í Mosó

Jæja best að koma með smá update ;D. Við davíð fórum í 20 vikna sónarinn á þriðjudaginn og fengum að vita kynið ;D. Við erum samt ekki búin að segja neinum en foreldrar og sistkyni eru orðin vel spent svo ég minnist nú ekki á aðra ;D.
Á morgun ætlum við að bjóða foreldrunum og sistkynunum í smá mat og segjum þeim svo hvort kynið það er ;D.
.......................................................
Annars þegar ég fór að huksa um það í dag áttaði ég mig á því að ég er komin 20 vikur og 4 daga á leið... það er ekkert smá finnst mér.
Sveinbjörn kom heim í gær frá Bandaríkjunum með barnastólinn okakr og erum við í skýjunum með að vera komin með hann :D enda ekkert smá flottur. Ég skal taka mynd við fyrsta tækifæri og setjana hingað inn fyrir ykkur ;D.
En annars þá er ég á fullu að klára þessa tvo áfanga sem ég er í og get ekki beðið þegar næsta vika er búin og áfangarnir eru afstaðnir YESSSSS!!!!!!!!!!!!!!!
En ég sendi bara knúsa héðan úr Mosó og bið ykkur vel að lifa og Guð veri með ykkur :D.

Knúsar Fjóla og bumbubúinn

Wednesday, March 14, 2012

Svona líður mér þessa dagana



Þar sem ég er ólétt þá skilst mér að það sé ekkert eðlilegra en að leisa soldið vind... já eða leisa mikinn vind ;D. Fanst þetta alveg við hæfi fyrir mig :D.

Monday, March 12, 2012

20 vikur :D


Jæja þið afsakið alvarlega svipin á mér en ég var væntanlega að fara að segja Davíð eitthvað ;D. En svona er ég í dag en myndin er tekin í gær sunnudag 11þ mars 2012 :D.

p.s. ég er búin að vera dugleg í dag að blogga en þetta er blogg nr 3 þannig endilega munið að skoða hin fyrir neðan líka ;D.

Skírn Adríans Breka

Ég sá um að taka myndir í skírninni hjá Adrían Breka en hér eru nokkur myndbrot frá deginum :D.


Hann var ekkert of sáttur þegar kom að því að fara í kjólinn og byrja partíið ;D.

Flotta skírnartertan

Lilly amma eða langamma ;D og Erna mamma hennar Dísu amma Adríans :D

Sigrún ig Ingólfur komu úr sveitinni en þarna eru þau með mömmu eða ömmu ;D

langafarnir Maddi og Reynir ;D

Davíð spjallaði við Pálma eftir skírnina enda gamlir vinnu félagar

Sigrún, Ingólfur og Davíð minn

Svo sæt mynd af mæðginunum ;D

Sætasta litla fjölskylda í heimi Hlynur, Dísa og Adrían Breki

afi (pabbi) og langafi

ömmurnar og pabbinn stolt :D

Litli sæti LAAAAANG FLOTTASTUR!!!

Knúsr frá okkur :D

1 dagur...

... í að við komust að því hvort við erum að eignast lítinn strák eða litla stelpu :D. Ég hlakka alveg hrillilega til að komast að þessu en þá fara hjólin að rúlla að eins meir og við getum farið að huksa fyrir alvöru um hvað barnið á að heita ;D.
Annars erþ að nýjasta í fréttum að litli frændi er komin með nafn og heitir hann Adrían Breki Hlynsson og er hann sá eini á landinu með þessa nafna samsetningu sem er alltaf cool ;D. Hann var s.s skírður á laugardaginn en hann ákvað að gráta alla skírnina sem var soldið erfitt fyrir okkur hin ;D. Við fengum svo æðislegar kökur og heita rétti og var þetta alveg hreint frábær dagur í alla staði.
.....................
Annars er ég með alveg rosalega skemmtilega sögu fyrir ykkur sem mér allavegana finnst alveg rosalega merkileg.
Í gær vorum við hjá pabba og mömmu í mat og Hlynsi, Dísa og Adrían Breki komu líka. Til að gera langa sögu stutta þá eftir matinn þurfti að skipta á Adrían og mamma gerði það á teppi á gólfinu þannig að Moli gat fylgst með eins og hann hefur fengið að gera oft áður.
Þegar bleyjuskiðtin voru aftsaðin og búið að loka óhreinu bleyjunni vel og vandlega ákvað ég að leifa Mola að skoða hana og sjá hvað hann myndi gera. Fyrst þefaði hann af henni lengi og svo eftir að ég hafði sagt við hann gjörðu svo vel tók hann hana í kjaftinn og fraus! Hann stóð s.s alveg frosinn með bleyjuna í munninum og horfði á mog með augum sem sögðu og hvað á ég að gera núna? Hann hreifði sig ekki og slepti ekki bleyjunni fyrr en ég tók við henni frá honum en þetta var mjög undarleg hegðun af Mola þannig að við ákváðum að prófa þetta aftur og hann gerði nákvæmlega það sama aftur.
Svo leið smá stund og ég ákvað að prófa einu sinni enn að gefa honum bleyjuna og sjá hvað hann myndi gera. Aftur fraus hann horfði á mig en slepti aldrei bleyjunni. Það ber að taka það fram að þegar hann tók við blejunni var það á mjög mjókan máta eins og hann væri að passa sig að meiða hana ekki.
Davíð ákvað þá að sjá hvort hann gæti fengið Mola til að elta sig fram í rusl með bleyjuna og þá gerðist soldið merkilegt. Moli hagræddi bleyjunni betur í kaftinum með því að leggja hana létt á jörðina og ná betra taki og labbaði svo ofurhækt fram í eldhús til Davíðs þar sem hann gat látið Davíð fá bleyjuna ofur varlega. Eftir það koma hann tiplandi sæll og ánægður til okkar :D.
Það sem ég held að hafi gerst þarna er það að þar sem það var svo mikil lykt af Adrían í bleyjunni þá hélt Moli að þetta væri eitthvað sem þyrfti að passa vel upp á en hann ber mikla virðingu fyrir Adrían og passar rosalega vel upp á að vera ekki með læti í kringum hann. ÞEssvegna var hann svona ofur varkár með bleyjuna enda var þetta í Mola augum hluti af barninu sem þarf að passa svo vel ;D.
................
Mig langaði bara ða deyla þessu með ykkur en ég segi bara over and out þar til næst ;D.

Kveðja Fjóla og bumbubúinn ;D.

Friday, March 09, 2012

Loksins, loksins...

... er kominn föstudagur :D. Ég hlakka mikið til morgundagsins vegna þess að þá verður litli frændi skírður og það þýðir... KÖKUR!!!!!! :D.
annars er ég búin að vera að reyna að læra í dag og það hefur gengið svona ágætlega. Ég er að búa til glósur til að lesa fyrir próf sem verður eftir tvær vikur tæplega :S, en ég er bara svo spennt að klára þessa áfanga að ég nenni eigfinlega ekki að verða stressuð :D.
Davíð er í vinnunni en ætlar að koma um eitt leitið heim sem er frábært.
Þar sem ég á besta mann í heimi þá gaf hann mér áskrift af Gestgjafanum og ég er í SKÝJUNUM með það :D. Við buðum pabba og mömmu í mat í gær í tortillas eftir uppskrift úr bókinni og OMG hvað það var trubblað gott.
Annars er það í fréttum að bumbubúinn er farinn að gera vart við sig og fundum við fyrst fyrir hreyfingu 3. mars og þær verða bara meiri og meiri. Ég lág tildæmis uppi í rúmi áðan og sá magan hreifast semvar soldið fríkí ;D. En ég get pottþétt sagt að þetta er á margan hátt eins og að vera með fiðrildi í maganum þessi tilfinning.
Við keyftum bílsæti á amazon en þið getið séð það hér http://www.amazon.com/Baby-Trend-Flex-Loc-Infant-Everest/dp/B0054TNMLQ/ref=sr_1_1?s=baby-products&ie=UTF8&qid=1331297630&sr=1-1 og er ég alveg hrillilega fegin að vera búin að því og að tengdapabbi komi með það heim núna í næstu viku :D. Við erum svo búin að ná að plata Benjamín að taka með heim kerru í maí þegar hann kemur en við erum að kaupa kerru þar sem barnastóllinn passar í og við getum notað hana þessvegna þegar barnið er mjög lítið :D.
En nóg um það þá ætla ég að halda áfram að læra og vonandi fáið þið bumbu mynd á morgun ;D.

Kær kveðja Fjóla og bumbubúinn

Wednesday, March 07, 2012

úff....

... þessi vikar er eitthvað svo þreytt og leðinilg :S. Með hverjum vikudeginum sem líður þá verð ég þreyttari og þreyttari.
En ég ætlaði að reyna með hjálp Davíðs auðvita að komast í gegnum þessi auka verkefni í skólanum mínum svo ég geti bara sagt skilið við þau en ég get ekki lýst því hvað ég hlakka til að HÆTTA í þessum áföngum sem ég er í núna :S.
Annars hef ég þá gott (fyrir utan þreytuna) og hlakka til að fara í sónar inn eftir 6 daga :D.
Við erum búin að ákveða að við förum í sónatrinn, fáum að vita kynið og svo ætlum við að halda því leindu þar til á föstudaginn en þá bjóðum við foreldrum og sistkynum í heimsókn og þau fá að vita það fyrst áður en við gerum það opinbert :D.

En nóg um það ég ætla að fara að gera eitthvað af viti.

Kv Fjóla og bumbubúinn

Monday, March 05, 2012

8 dagar...

Í að við fáum að vita kynið :D. Ég er orðin þokkalega spennt og er að skipuleggja smá tilkynningar boð fyrir foreldra og sistkyni okkar Davíðs :D.
Annars er sónarinn 13. mars ekki 12 eins og ég hélt en það verður bara að hafa það ;D. Það er nóg að gera hjá okkur Davíð eins og alltaf en hann er enþá í lögmansnáminu og klárar það ekki fyrr en á miðvikudaginn held ég. Ég ætla að reyna í þessari viku að klár eins mikið og ég mögulega get af skólaverkefnum því nú fer áföngunum að ljúka og ég þarfað fara að lesa fyrir próf :S. Get ekki sagt að ég hlakki mikið til þess en það þarf víst að gera það eins og annað.
Það nýjasta sem ég var að læra varðandi óléttuna er það að óléttar konur eru með færri heilasælur á meðgöngunni en venjulega og eru því oft miklu gleymnari og utan við sig og gærulausar á margan hátt. Konur sem ganga með stelpur eru gleymnnari en konur sem ganga með stráka ;D.
Barnið mitt er í dag milli 15- 25 cm (fer eftir heimildum) langt og um 170-230 g að þyngd :D þannig að það er ekki lítið lengur ;D.
Helgin var leti helfi enda ný búin að stíga upp úr gubbupest en það hefði verið ágætt að ná að afreka eitthvað og hafa einhvern metnað í að gera eitthvað af viti :S, en það var víst eitthvað lítið af því og meira af því sem manni lagaði að gera ;D.
En núna er ég komin heim úr vionnunni og ætla að fara að taka til hendinni hérna heima enda veitir ekki af :S úfff....
Annars er komið að næstu bumbu mynd og kemur hún von bráðar ;D.

Knúsar Fjóla og bumbubúinn

Thursday, March 01, 2012

11 dagar...

Þá eru bara 11 dagar þangað til við Davíð förum í 20 vikna sónarinn og fáum að vita hvort kynið við fáum :D. Ég neita því ekki að ég er orðin verulega spennt enda höfum við ákveðið að vera ekki að pæla í nöfnum fyrr en við vitum hvort það er :D.
Annars er ég öll að verða betri af veikindunum sem betur fer en ég ákvað að taka mér einn dag í viðbót frí frá vinnu vegna þess að ég veit að það er gáfulegast en það er soldið erfitt stundum vegna þess að ég fæ samviksubit að ég sé bara að aumingjast. En þá sagði Davíð að ég væri ekki bara að huksa um mig heldur barnið sem er alveg rétt.
Ég hef nánast ekkert gert í náminu meðan ég var veik sem þýðir að ég þarf að vera dugleg í dag en það er erfitt að byrja :S.
Mig langaði líka að elda eitthvað gott fyrir Davíð minn í kvöld en ég sé ekki að það sé til neitt til að elda almennilega úr :S.
Kanski getum við platað einhver til að bjóða okkur í mat ;D.
En nóg um það ég þarf víst að gera eitthvað að viti en bið ykkur vel að lifa og Guð blessi ykkur öll.

Fjóla og bumbubúinn