Monday, February 28, 2011

Davíð minn á leið heim

Davíð fór frá okkur um miðjan dag í gær og er núna staddur í Seattle að bíða eftir að fljúgja hem til Íslands. Flugið fer held ég um hálf 4 og á hann að lenda um 7 í fyrramálið á Íslenskum tíma. Hann fór á Denny´s í morgunmat og fór svo upp á hótelherbergi til að baða sig og gera sig til fyrir flugið. Núna er hann væntanlega að skrá sig inn og vonandi heyri ég í honum fljótlega eftir það :D.
Annars veit ég að hann er bæið spenntur og stressaður að far heim þar sem það er mikið sem hann þarf að gera en líka svo margir sem hann langar að hitta :D. Mig langar bara að biðja ykkur að hafa hann í bænum ykkar.
Annars höfum við það fínt hérna í Ameríkunni, við horfðum á óskarinn í gær og höfðum gaman af. Núna á eftir ætlum við að púla ærlega í leikfiminni enda orðin ansi löt skal ég segja ykkur :S. Moli á svo að fá labbitúra á hverjum degin núna meðan davíð er í burtu þar sem ég hef ekki verið nógu dugleg að fara með hann daglega... bara als ekki nógu dugleg :S.
Annars sendi ég bara knúsa og bið ykkur um að passa vel upp á Davíð minn :D.

Kær kveðja Fjóla

p.s. hann er með gamla númerið mitt 8693978 fyrir þá sem vilja ná í hann. Ég er búin að vera að nota þetta númer þegar ég hef farið heim þannig að það ætti að virka :D.

Avocados

Hef ég sögu að segja ykkur...
Ok þannig er mál með vexti að fyrir nokkru fengum við tvo fulla poka af avocados frá mömmu Marisu. Við náðum ekki að klára öll áður en þau eiðilögðust þannig að við hentum restinni... or so we thought :S. Ég var að setja í örbylgju ofninn áðan og byrjaði að finna einhverja skrítna lykt... ég fer að skoða ofaná örbylgju ofninu og sé poka og fatta strax hvað er þarn á ferð. Ég tek hann upp og hvað gerist... avocadoin voru orðin að fljótandi sulli sem lyktaði eins og rotnandi hræj sem einhver hefur migið á og látið svo lyggja áframhaldandi í þrjá daga :S.
Ok svo við höldum áfram þá fóru verkaskipti svona fram ég var að blanda saman köku mixi og hélt því áfram noda bene inni í eldúsinu þar sem fílan var, Marisa stóð hinumegin í íbúðinni og kúgaðist eins og hún fengi borgað fyrir það sem edaði með að hún gubbaði í klósettið á meðan Jón (hetja okkar) þreif herlegheirin upp ;D.
Ég átti bátt með að pissa ekki í buxurnar af hlátri heyrandi í Marisu kúgast alveg hrillilega og Jón anda frá sér og að sér ótt og títt áður en hann dróg vel inn andan og hófst starfa.
If you could only have been here you would under stand ;D.

Njótið dagsins, elska ykkur og farið vel með Davíð minn á meðan hann er í burtu frá mér.

Fjóla

Thursday, February 24, 2011

...

Það er nákvæmlega ekkert að frétta en ég áðvkað að skrifa samt smá blogg.
Fyrir þá sem ekki vita nú þegar að þá fékk Jón vinnu hjá Bloomberg í N.Y. og munu þau flytja þangað einhverntíman í kringum maí, júní og eru þau í skýjunum (skiljanlega).
Við Davíð erum enþá bara heimilislaus og í ruglinu :S en við myndum vera rosalega þakklát ef þið mynduð biðja fyrir því að Guð opni dyr fyrir okkur en við erum farin aðvera soldið desperate :S.
En annars höfum við það bara gott Jón og Marisa eru náttúrulega ALLT OF góð við okkur og erum við svo endalaust þakkláta að eiga svona sanna og góða vini eins og þau.
Ég var að fá afmælis og jólagjöfina frá Helgu minni og þakka ég þér kærlega fyrir elsku dúllan mín :D.
En annars er nákvæmlega EEEEEKKERT að frétta :S.

Ég segi bara over and out og God bless

Tuesday, February 22, 2011

Fróði 30. október 2005 - 21 febrúar 2011

Elsku besti Fróðinn okkar kvaddi þennan heim í dag :(.
Fróði var einn sá dásamlegasti hundur sem ég hef þekt. Hann og Moli voru bestustu vinir og leit Moli mikið upp til hans þrátt fyrir að hann vildi ráðskast með hann soldið þar sem hann var nú hálfu ári eldri.
Fróði snerti hjörtun hjá svo mörgum og mannalegri hund er ekki hækt að finna. Hann fékk mig til að brosa, hlæja og núna upp á síðkastið hef ég grátið mörgum tárum þar sem söknuðurinn á að missa hann er mikill.
Það er sárt að vita að félagarnir Moli og Fróði fá aldrei að hittast aftur og hlaupa um glaðir og frjálsir.
Ég á eftir að sakna þín mikið elsku Fróði minn.

Bestustu vinir


Fróði

Þú varst minn kærasti bestasti vin
sem mig hafði þorað að dreyma
Í hjarta mér áttu alltaf stað
Þér mun ég aldrei gleyma

Þinn Moli

Sunday, February 20, 2011

Konudagurinn

Spilakvöld með The Kjartansson´s ;D

Ég vaknaði í morgun og sá að það er víst konudagurinn í dag heima á Íslandi :D.
Í gær áttum við frekar rólegan dag með Jóni og Marisu, elduðum góðan mat, spiluðum og horfðum svo á mynd.
Það er voðalega lítið að frétta af okkur nema bara það að Davíð fer alveg að fara heim til Íslands og ég á eftir að sakna hans alveg hrillilega.
Í vinnumálum er ekkert að frétta en við erum að vona að við fáum betri mynd á stöðuna okkar hérna eftir að Davíð fer heim til Íslands.
Annars er bara nákvæmlega ekkert merkilegt að frétta af okkur (hens blogg leysið).

Ég sendi bara knúsa heim og bið Guð að vera með ykkur öllum og að þið megið biðja fyrir etöðunni okkar :S.

Elskum ykkur

Fjóla og co

Wednesday, February 16, 2011

This one is for you mom and dad ;D

Við fengum okkur Hungry Howie´s í gær kvöldi og VÁ hvað ég var búin að sakna þess :D

ummm svo gott :D

Davíð fékk að panta sér vangi og þeir voru sko umm umm góðir :D

Valentínusardagurinn :D

Í fyrra dag var hinn frægi Valentínusardagur. Strákarnir komu okkur stelpunum á óvart með blómum og svo buðu þeir okkur út í morgunmat :D. Pabbi hennar Marisu var svo yndislegur að bjóða okkur á matsölustaðinn sinn en hann er staðsettur í gamla Hotel California :D.
Ég smellti af nokkrum myndum :D.

Þarna er ég fyrir framan morgunverðastaðin (með vitleysingana fyrir aftan mig ;D)

Davíð með morgunmatinn sinn en þetta er risa pönnukaka með eggi, beikoni, osti og avocado :D
marisa fékk sér Flap Jack sem er aðeins þikkara en pan Jack, egg og beikon og Jón Magnús er með pan Jack með jarðarberjum og rjóma :D

Ég fékk mér French toast egg og kalkúna pulsur :D

Jón búin að bita pönnukökuna í fullkomna bita ;9... JÓN!!!!!

Sjáið þið eitthvað athygglisvert við þessi skilti? ;9

Komin á matsölustað pabba hennar Marisu :D

Davíð minn

Hjónin sæt og fín fyrir framan upprunarlega Hotel California :D

Litlu hjónin okkar :D

Jæja hef það ekki lengra í bili. Guð veri með ykkur öllum :D

Fjóla og co

Monday, February 14, 2011

Greyhound


Jæja hérna er myndband af mýnum hundi, s.s sá sem ég var með allan daginn, að hitta kött í fyrsta sinn :D

Sunday, February 13, 2011

Greyhound Rescue

Í gær fórum við Marisa og hjálpuðum Greyhound rescue að taka á móti Greyhoundum sem voru að koma beint af hlaupabrautinni frá Mexico. Við hittumst heima hjá konu sem er í þessum hópi en húsið hennar og heimili er algjörlega lagt undir hundana :D. Þar sem við Marisa vorum þarna í fyrsta sinn fengum við að taka að okkur okkar eiginn hund fyrir daginn og okkar verkefni var að fara með hann á milli staða en hann þurfti að fara í bað, hreinsa eyrun, klippa neglurnar, fá sprautur og svo voru þeir settir í stutt próf þar sem athugað var hvort þeir væru í lagi með litlum hundum og köttum :D. Hundurinn sme ég fékk var hvít (að mestu) tík á sjötta ári (en svona hlaupa hundar eiga aldrei lengri ferilen 5 ár) þannig að hún hefir staðið sig vel á brautinni til að hafa enst svona lengi. Hún var mjög stór fyrir að vera tík og heljarinnar sterk. Ég naut þess í bortn að fá að taka þátt í þessu og er planið að fara og gera þetta aftur í mars þegar það koma fleiri hundar þá.
Það sem kom mér svo mikið á óvar var hversu rólegir og góðir þessir hundar voru. Það var ekkert verið að kvarta, eða væla þrátt fyrir að þeir hefðu aldrei farið í bað t.d. hvað þá séð lítinn hund eða kött þannig að nánast allt sem við heltum þeim útí þennan dag var nýtt.
En ég tók nokkrar myndir af heimilishundunum s.s þeir sem áttu heima þar sem við vorum seina meir leifi ég ykkur svo að sjá myndbörn sem ég tók :D.

Tveir af hundunum

Þessi var uppáhaldið okkar Marisu en hann heitir Max :D

Max ;D

Marisa og Max :D

Ég bið bara Guð að vera með ykkur eins og alltaf og takk fyrir mig :D

Friday, February 11, 2011

Death Valley 5. kafli (the last chapter)

ATH!!! Það eru tvær myndir með eitthvað vesen (eru bara hálfar) þið bara afsakið það :S

Jæja á er komið að loka kaflanum í ferðinni okkar þannig að þið þurfið að sætta ykkur við ekki eins mikið af myndum í næstu bloggum ;D.

Ok ég vildi sýna ykkur þessa mynd af Badwater en það sem ég er búin að setja á milli tveggja svarta strika er stígurinn sem við löbbuðum til að komast að vatninu en það er gaman að sjá þetta svona ofan frá :D

Badwater

Ég og Moli en þarna sjáið þið niður í, hvað skal kalla þetta "Sjóinn" (ef það væri sjór)

Moli tilbúinn að fara að kúra eitt kvöldið ;D

Ég að koma mér fyrir

Ég sikil ekki alveg afhverju sumar myndirnar enda svona á hlið þótt að ég sé búin að snúa þeim en þið verið bara að horfa á hlið ;D

Moli í degri

Jón að lesa upplýsingar um Death Valley :D

Ég að slappa af :D

og Davíð og Moli

Jón að taka ofur stökk :D

Davíð minn líka ;D

SUPERMAN


Flott hvernig klettarnir koma fram

Hvar er Davíð?

Moli í skugganum

Strákarnir príluðu upp á klett og minn maður varð smá lofthræddur

En Jón hjálpaði honum að komast yfir það :D

Flottu kallarnir

Gaman að sjá svona hversu rosalega stórir þessir klettar eru :D

Marisa tók stökkið líka ;D




Töff mynd af þessari eðlu :D

Þarna erum við við sjálfarmál :D

Umm vængir. Við keyftum okkur vængi en við fórum að sjá Super bowlið á pub þarna í eiðimörkinni rosa stuð :D

Ég fékk mér einn

Við hjónin :D

hin hjónin ;9

Þegar við tókum saman tjaldið okkar sáum við þennan sporðdreka undir tjaldinu

og við fundum þessa eðlu :D

ohh svo sæt

Moli að slappa af í sólinni á meðan við gengum frá

Þá var bara að pakka okkur inn í bílinn en það var ekki mikið pláss fyrir okkur :S

og Moli svaf

Sirkús voffi :D

Jæja ég segi bara njótið vel og Guð veri með ykkur :D