Sunday, January 30, 2011

Gleðilegann sunnudag :D

Góðann og blessaðann daginn gott fólk :D. Hvað er svo að frétta af ykkur?
Ég er ný komin framúr og er þetta mitt fyrsta verk dagsins að blogga :D. Davíð er að vaska upp og hin hjónakornin eru enþá sofandi ;D.
Í gær fórum við Davíð og Jón í ræktina og eftir það var farið heim, sturtað sig og svo beit að ná í Marisu á Brúðkaups sýningu sem hún var að vinna á en við fengum að smakka alskinar gúmmelaði (aðalega kökur) en ég var í köku himni enda búin að langa í köku núna í margar vikur :D. Eftir sýninguna fórum við í mat til ömmu hennar Marisu og fengum alveg æðislegan ítalskan rétt sem var mauk söðið nautakjöt í einhverskonar sósu og það voru svo grænar ólívur í réttinum en þetta var svo borið framm með kartöflumús og gúrbít rosalega gott :D.
Ég fékk að hitta frænda hennar Marisu en það er sko ekki lítið skemmtilegur gaur. Hann á tvo snáka ein Corn snake og einn King snake og fengum við að halda á þeim en það er í fyrsta sinn sem ég hef fengið að halda á snák og var það geðveik tilfinning :D.
Í dag held ég að planið sé að kíkja í kirkju enda löngu kominn tími á það svo var ég eitthvað búin að tala um að kenna Marisu að búa til íslenskar pönnukökur þar sem hún er með tvær pönur en enginn hefur kennt henni að búa þær til þannig að hún hefur aldrei notað þær :S.
Annars læt ég myndirnar af mér með the Corn snake eiga síðustu orðin.

Rosalega fallegur snákur :D

Stór og flottur :D

úúúú

Thursday, January 27, 2011

Ánægð með mig

Í morgun fór ég með strákunum í leikfimi og rosalega var ég fegin að komast loksins í ræktina eftir að hafa verið í algjöru leti í N.Y. en ég er fagin að geta sagt að ég hef enþá hellings úthald en ég var rétt tæplega 50 mín á púla og ég hefði getað búlað aðeins meir :D. Strákarnir eru í einhverju prógrami þannig að það er gott að vita að þeir eiga eftir að ýta á eftir mér að fara í ræktina ;D.
Marisa er búin að vera að vinna í allan dag og kemur ekki heim fyrr en kl 9:30-10:00 :(. Strákarnir eru núna að labba út í búð að kaupa bara eitthvað smáræði sem vantar upp á kvöldmatinn en það verður bara taco sem þeir fá hjá mér í þetta skiptið með heimatilbúnu guacamole þar sem við erum að drukna í avocados (sem er gott vandamál að hafa ;D).
Ég náði loksins að heyra eitthvað smá í Helgu minni (þrátt fyrir að það væri skriflegt) en nú er komið nóg og er planið að reyna að ná í hana sem allra allra fyrst :D.
En nóg með það ég sendi bara kveðjur heim og bið Guð að vera með ykkur alltaf :D.

Knúsar Fjóla og co

Tuesday, January 25, 2011

Fréttir frá Cali


Þá er ný vika byrjuð og ný ævintýri bíða okkar :D. Marisa er farin í vinnuna en hún er að vinna núna þrjá daga í röð :S þannig að við hin ætlum að reyna ða vera dugleg að gera eitthvað af viti á meðan :D. Ég er svona að koma mér í gírinn að byrja að þvo þvott en við Davíð erum með slatta og svo var ég búin að bjóðast til að þvo fyrir hin hjónakornin ;D. Í morgun fór ég með strákunum í leikfimi hjl´óp í 20 mín á bretti á mismunandi hraða og er planið að fara aftur á morgun og þjálfa sig áfram haldandi :D.
Í gær fórum við með Jóni til L.A. en hann var að fara í atvinnu viðtal þar sem gekk bara vel heldur hann. Eftir það fórum við svo og hittum pabba hennar Marisu og fengum okkur að borða með honum og konunni hans sem var alveg hreint frábært :D. Seina um daginn hittum við svo Katie og fórum með henni á The Santa Monica Pier og löbbuðum svo um svæðið þar nálægt í dá góðann tíma :D.
En ég er með myndir handa mínum dyggu aðdáendum eins og alltaf ;D.

á sunnudaginn fórum við á Alberto's og fengum okkur Burrido :D
Davíð prófaði California Burrido og hún var TRUBBLUÐ ;D

Þetta er svo mín en mér fanst hún betri síðast með kjúklingi :D

Á bryggjunni í gær þá sá ég þanan matsölustað sem heitir Maria Sol fanst það svo endalaust fynndið að ég varð að taka mynd af því ;D.

Riss og Davíð með sólsetrið í bakgrunninn :D

Litla fjölskyldan :D

sætu hjónin okkar :D

Riss of Katie

Fallegt

undir bryggjunni

Moli var ekkert allt of viss um sjóinn ;D

Svo sæt mynd

Davíð og Parísar hjólið :D

Fórum og röltum um göngu götu og fengum okkur trugglaðan jógúrt ís ég fékk mér cocos, og mango ís en þú gast einig fengið með blóðappelsínu-, vanillu-, súkkulaði- og granateplabragði :D.

Við erum svo búin að ákveða að við erum að fara í útilegu í eiðimörk nánar tiltekið Death Vally en það er næst heitasti staður á jörðinni og er ég gjörsamlega að springa ég hlakka svo til að fara :D.

Knúsar og kram elska ykkur og Guð veri með ykkur alltaf :D.

Sunday, January 23, 2011

Claremont Hills Wilderness Park :D

Í gær fórum við í tveggja og hálfs tíma göngu á slóð sem er ekki langt frá Marisu og Jóni. Það var æðislegt veður (eins og alltaf) fullkomið til göngu :D. Ég segi frekar frá göngunni þegar ég lýsi myndunum. Benjamín kom til okkar eftir að við vorum búin í göngunni en hann hjólaði frá Pasadena og það tók hann ca jafn langan tíma og það tók okkur að labba hringinn okkar :D. Ég bakaði pízzu fyrir alla í kvöldmat og var hún alveg fáránlega góð :D. Marisa kendi mér svo soldið sem ég hefði aldrei gert sjálf en hún klippti pízuna með skærum og gek það líka svona fárnánlega vel (trúið mér ég veit hvað þetta hljómar fáránlega).
Í dag er so sem ekkert plan nema að fara á Alberto's og fá sér eitthvað trubblað gott :D.
Ég læt myndirnar um restina :D.

Þar sem við erum í Californiu þá er mikið um viltdýr og þetta skilti segir að þú eigir að hjálpa þeim að finna heimilið sitt ;D

Fanst þetta tré svo flott en það var einn svona Funny Guy sem ákvað að vera sniðugur ;D


Moli: "Mamma á ég að þora hérna yfir?"

Litlu sætu hjóninn

Kallinn minn... sem er líka sætur ;D

Beautiful people

Fallegt útsýni

Svo falleg fjöllin :D

Við Moli Taking everything in

Fanst þessi mynd svo flott




Fallegt útsýni


Komin hálfa leið og við tókum nokkra mínútna pásu ;D

strákarnir líka ;D

Fanst svo flott hvernig vegurinn liggur ofaná fjallgarðinum minti mig einhverja hluta vegna á Kína múrinn

Fallegu feðgarnir mínir :D

Moli þreyttur, heitur en glaður :D

Við sáum svo tvö dádýr

Svo fallegt og blandast svo vel inn á milli gróðursins :D

davíð að sýna Mola dádýrin :D

Moli: "oh þetta er svo spennandi pabbi"
Hvar er dádýrið?

Ég bið Guð að vera með ykkur heima og annarstaðar og sendi saknaðar kveðjur til ykkar :D.

Fjóla og co

Friday, January 21, 2011

Hvað er að frétta :D

Héðan er allt gott að frétta :D. Í fyrradag fórum við og elduðum fyrir bróður hennar Marisu og fjölskylduna hans hangikjöt og uppstúf, sykraðar karteflur og ég veit ekki hvað og hvað :D. Við skemmtum okkur konunglega og hörfðum svo á IDOL-ið í einu af tveimur 72" sjónvarpinu sem Phil á :S VÁ ég hef aldrei séð neitt svona stórt á æfinni.
Í gær var heima dagur að mestu fyrir utan það að við fórum öll út að versla saman fjöslkyldan ;D. Við höfum verið dugleg að spila Mario leikinn sem við Davíð eigum í wii en það er nú ekki mikið eftir af honum núna skal ég segja ykkur ;D.
Núna eru skrákarnir að gera sig til að fara í leikfimi (boys time) en við Marisa verðum heima og þegar það fer að hitinn hækkar þá ætlum við út í allavegana klukkutíma langa göngu með Mola minn :D.
Annars er ekki mikið að gerast hjá okkur þannig séð. Davíð komst að því að Gunnar yfirmaðurinn hans í N.Y. verður færður frá N.Y. til Osló í maí þannig að möguleikarnir okkar að Davíð fái vinnu þar aftur eru orðnir frekar þunnir :S. En við erum dugleg að leita og vonandi gerist eitthvað. Draumurinn er náttúrulega að fá bara að vera hérna í Californiu áfram s.s að Davíð fáin vinnu hér ;D og að Jón geri slíkt hið sama :D.
En nóg með það ég sendi miklar kveðjur og mikla knúsa heim (og til Noregs auðvita ;D) og virkilega bið al góðan Guð að passa vel upp á ykkur.

Fjóla og co

Tuesday, January 18, 2011

Friends

Moli and Meeko

Fjör hjá okkur ;D

Hér gengur allt rosalega vel. Í gær fórum við í Mini Golf nánat tiltekið Cosmic Golf þar sem við spiluðum í UV ljósi gegjað gaman :D. Eftir það fórum við á Albertos sem er alvöru mexicóskur staður og umm umm UMMM hvað það var gott :D. Ég fékk mér burrito með kúkling, guacamole og fersku salsa ohhhh..... svo gott (pabbi og mamma þið hefðuð dáið þetta var svo gott) Davíð fékk sér eins og ég nema með steik í staðin fyrir kjúkling og osti aukalega. Það er alveg á hreinu að ég vil fara á þennan stað allaveganan einu sinni aftur áður en við flytjum burt. Í gær fór hitinn upp allavegana 89°F s.s. 31°C :S og það er janúar.
En við höfum verið að spila soldið Mario leikinn sem Davíð fékk í jólagjöf frá systkinum sínum og VÁ hvað við höfum skemmt okkur vel þrátt fyrir harða keppni :D. Í dag er planið að setja í slatta af vélum og taka til jafnvel þrífa smá, vonandi næ ég að sannfæra sjálfa mig að lesa eitthvað gáfulegt :S (sjáum til með það).
Ég er loksins búin að kaupa mér stígvél og meira að segja tvenn en svört og ein brún mjög ólík :D. Ég ætla að taka mynd af mér í þeim fljótlega og seta á netið :D en ég segi takk pabbi og mamma og tengdfó fyrir þau :D.
Læt þessar myndir ljúka blogginu, elska ykkur :D

Þegar við gengum út úr mallinu á laugardaginn þá blasti við okkur þetta fallega sól setur :D

Svona raða verkfræðingar inn í ísskáp (já og mamma mín ;D)

Joy að lúlla

Guð veri með ykkur öllum :D.

Saturday, January 15, 2011

Góðan daginn gott fólk

Þá er bara komin helgi :D. Marisa og Jón eru að fara í brúðkaup í San Diego en við Davíð fengum Benjamín til að leigja fyrir okkur sip-car þar sem við erum ekki komin með okkar kort þannig að við getum ekki leigt okkur strax :S.
Planið er að fara allavegana í mall þar sem mig langar að reyna ða finna stígvél en ég fékk pening í afmælisgjöf sem ég ætla að nota í það :D. Planið er svo að fá okkur kanski saman kvöldmat á einhverjum frábærum stað :D. En nóg með það ég er bara að gera mig til en benjamíbn kemur til okkar líklega svona að nálgast 11 og klukkan er núna hálf 10.
Læt þessar myndir fylgja með þar sem þið hafið nú svo gaman af því.

Joy og Meeko að horfa út elsku dúllurnar

Fanst þetta tré svo töff :D

Sítrónu tré

Fanst þetta hús soldið sætt og datt í hug að mömmu findist steina hlaðningin flott :D

greip tré :D

Kveðja Fjóla og co :D