Saturday, October 31, 2009

Happy Halloween

Jæja þá er dagurinn runninn upp. Við erum búin að kaupa eitthvað smá gotterý ef það skildu einhverjur krakkar koma og banka uppá. Moli fer svo í búninginn seinna í dag og tekur á móti krökkunum ;D.
Annars er ég heima með tengdamömmu og Guðlaugu þar sem tengdamamma er enþá veik þá ákvað hún að fara ekki að skoða skólan hans Davíðs í dag. Ég ætla að vera dugleg og halda soldið upp á daginn og baka browny, gulrótaköku og kotasælbollur.
Skemmtið ykkur vel og knúsar frá okkur hér í Virginiu
Fjóla og co
p.s. allir að kíkja á þennan link http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/31/david_faer_okeypis_borgara/?ref=fpmestlesid Davíð minn er ekki sáttur við að búa ekki lengur heima ;)

Wednesday, October 28, 2009

Við Davíð og Guðlaug skelltum okkur út í smá versla og hádegismat meðan tengdamamma lá heima veik :(. Við eða ÉG keyfti fult af skrappdóti í Michaels og er ég aleg í skýjunum með það en núna þarf ég bara að láta framkalla myndir.
En ég læt myndirnar tala :D

Við fórum með Gullu á Red Robin og fengum okkur hamborgara rosalega gott

Guðlaug prófaði Frekknótt límonaði (eins og það er kallað en það er með alvöru jarðarberjum í)

Þessi er fyrir pabba en Montoya er að keyra nascar bíl sem er styrktur af Target fanst fynndið að sjá þessa mynd

Ég ELSKA Bandaríkin SVOOOO mikið en hvar annarstaðar getur þú fengið ungbarnanáttföt á fullorðið fólk :D?

Davíð var að uppgötva að það er hækt að kaupa hnetusmjör og sultu í sömu krukkunni eitthvað sem ég var búin að fatta fyrir löngu ;9

Þessi er sérstaklega fyrir Sveinbjörn Hnetusmjörs BBQ sósa :D

Jólasveinninn er hættur að fá smákökur og mjólk en núna eru það bara vítamínpillur og mjólk fanst þetta svo skemmtileg auglýsing (en fyrir þá sem ekki vita er GNC vítamín og fæðubótaefna búð)

Þessi fanst mér líka flott en þetta er búð bara með Lindt vörum s.s BARA súkkulaði :S

Jæja Moli er komin með Halloween búninginn en hann er póstmaður í ár :D
Sjáiði ekki hvað hann ljómar af gleði og kátínu yfir nýja búningnum sínum ;D

"Mamma þetta er ekkert fyndið"

´Svo eina að lokum af Davíð í nýja skokkbolnum og nýju skokkbuxunum sínum en hann er alveg rosalega ánægður með allt settið

Guð blessi ykkur

Við erum búin að fá eina...

... gjöf svona löngu fyrir jól og afmæli. Tengdapabbi og mamma ákváðu að gefa okkur rafmagns píanó eitthvað sem davíð hefur lengi langað í. En þetta er nánast eins og venjulegt píanó nema það er stungið í smaband og það er hækt að lækka í því ;D. Davíð er alveg í skýjunum og ég líka en núna er bara að vera dugleg að æfa sig og læra betur og rifja upp frá því ég var í söngskólanum :D. Við áttum ekki að fá gripinn fyrr en 3 nóvember enda pönntuðum við þetta bara í fyrradag en snemma í moegun var bankað uppá hjá okkur og var þar UPS gaur sem bað um að fá hjálp við að halda á kassanum upp þannig að það er gleðilegt að Linda og Guðlaug fengu að sjá gripinn áður en þær fara heim. Moli fékk líka smá pakka en þið fáið myndir af því semhann fékk ;).
Tengdamamma er eitthvað slöpp og með hita þannig að við vitum ekki alveg hvað við gerum af okkur í dag en við fynnum út hvað Guðlaugu langar að gera og reynum að gera eitthvað skemmtilegt með henni :D.
En nóg með það hér koma myndirnar

Moli fékk bjöllu sem við ætlum að æfa hann í að nota en þegar hann þarf að fara út að pissa eða nr.2 þá á hann að fara að bjöllunni og íta á hana svo við vitum að hann þurfi að fara út :D. Hann er í ströngum æfingabúðum ;9

Davíð að opna kassann og undirbúa uppsetningu

Moli slappaði bara af á meðan uppsettningu stóð

Davíð með leiðbeiningarnar en hann sagði að þetta hefði verið mjög góðar leiðbeiningar og ekkert mál að setja þetta saman sem er alltaf gott :D

Guðlaug að prófa gripinn en þar sem hún er mikill píanó snillingur þá er gaman að segja frá því að henni fannst auðveldara að gera styrkleikabreitingar á okkar píanói en því sem er heima hjá henni :D

Davíð ljómar eins og sólin og á örugglega eftir að gera það í langan tíma enda stór draumur búinn að rætast hjá honum :D

Knúsar og Guð veri með ykkur :D

Tuesday, October 27, 2009

Fréttir!

Allt gengur mjög vel hjá okkur. Við stelpurnar höfum verið duglegar að versla og hef ég lokið við afmælis- og jólagjöfina hans davíðs og er það mikill léttir skal ég segja ykkur því hann er ekki sá auðveldasti að versla fyrir það er alveg á hreinu en ég vona svo sannarlega að hann verði ánægður með það sem ég hef fundið fyrir hann.
í dag höfum við tekið því rólega. Davíð er í skólanum núna og kemur heim milli 8 og 9 þannig að núna er smá tölvutími en ég tók mér líka langt og gott bað áðan með bókina mína og hafði það kósý.
Veðrið hefur verið blautt síðastliðna daga og hefur verið svona hálfgerð rigning í allan dag. En ég bið bara að þið eigið gott kvöld og góðan dag á morgun.
Guð blessi ykkur
Fjóla og co

Sunday, October 25, 2009

Myndir frá síðastliðnum dögum :D

Þá eru Linda og guðlaug búnar að vera hjá okkur í að verða þrjá daga og höfum við haft alveg rosalega mikið gaman af því að hafa þær hjá okkur. Það er mikið búið að versla, við erum búin að spila, föndra úr ull og guð má vita hvað.
Í dag fórum við í kirkjuna okkar (s.s þá sem er bara í 5 mínútna labbi fjarlægð) og var það alveg hreint frábært. Eftir samkomuna fórum við á IHOP og átum á okkur gat af omilettum, pönnugökum og Hashbrowns. Núna erum við í smá afslöppun heima, Davíð að læra, ég að blogga og Guðlaug að læra (eða var allavegana að því áðan) og Linda í símanum (eða var allavegana að því áðan líka ;D).
Á eftir ætla ég að skella mér í smá leikfimi áður en við fáum okkur kvöldmat en ég er búin að ákveða að búa til pízzu og hafa það bara kósý heima kanski spila og horfa á mynd jafnvel :D.
En hér koma myndir frá síðastliðnum dögum

Guðlaug sjóðandi heit í Wiiinu en hún og mamma hennar voru báðar alveg fáránlega góðar í þessu :D

Linda með flott move ;D

Tengdamamma og Davíð að boxa

Ég tók mynd af þessu tréi fyrr í mánuðinum og tók svo aðra í gær sem er hér fyrir neðan...

en laufin eru nær öll dottin af og búin að breyta alveg um lit. En gróðurinn hefur breyst mikið frá byrjun okt til loka okt og eins og Linda segði þá er ekki erfitt að átta sig á því hvaðan Halloween fær litina sýna

Við Guðlaug og Davíð fórum út með Mola að labba í gær og tók ég nokkar myndir en ég var að reyna að ná mynd af því hvað náttúran er full af litum þessa dagana.

Eins og hér

Falleg mynd af Kanadagæsunum á vatninu
Systkinin sæt

Ég og Guðlaug í smá boltaleikfimi fyrir kvöldmat í gær :D

Vinirnir Guðlaug og Moli

Öll saman :D

Linda keyfti alveg fríkaðar karteflur en þær voru í þremur litum og einn liturinn var fjólublár en þær smökkuðust samt alveg eins og venjulegar karteflur

Linda með allar gerðirnar svona venjulega gula og svo var líka ein bleik

Jæja njótið dagsins og Guð veri með ykkur alltaf.
Knúsar Fjóla og co

Friday, October 23, 2009

Linda og Guðlaug mættar :D

Þá eru þær komnar mæðgurnar. Davíð fór í morgun út á völl að nækja þær þar sem ekki hefði verið pláss í Fabíó Mola fyrir davíð, mig, Mola, tengdó, Guðlaugu, þrjár stórar ferðatöskur og eina handtösku. Við Moli tókum svo á móti þeim úti á svölum þar sem litla músin mín var ekkert smá spennt að fá þær í heimsókn og átti hann erfitt með að halda aftur af kátínu sinni ;).
Eftir að hafa tekið upp úr töskunum allan matinn (tvo hamborgarahryggi, tvo sláturkeppi fyrir Mola, harðfisk og tvær marmelaði krukkur) og allt nammið (en það var meðal annars 9 Nóa Sírius súkkulaðiplötur, allavegana 5-6 pakkar af marsipansúkkulaði, einn stóra on einn lítinn after 8 pakka, tvo tópas pakka, haribo hlaup, turkispepper, freyju mix, þrjá þrista poka o.s.fv) upp úr töskunum ásamt öðru dóti sem var komið með til okkar frá Íslandi þá var farið í hádegismat á Olivgarden, salat, súpu og brauðstangir.
Eftir matinn skutluðum við þeim í Potomac Mils en við Davíð fórum heim, Davíð að læra og ég fór í leikfimi stuttu eftir heimkomuna. Ég sóttu þær svo eftir fjögra klukkutíma versl en þá höfðu þær bara áorkað að fara í þrjár búðir.
Núna erum við heima búin að fá okkur smá kvöld mat og er Davíð að koma mæðgunum inn í Wii heiminn og gengur þeim alveg fáránlega vel í keilu miðað við fyrstu reynslu.
Við erum ekki búin að ákveða hvað skal gera á morgun en Davíð fer í skólann í fyrramálið þannig að kanski næ ég að plata þær með mér í labbitúr með Mola áður en við förum afstað í verslunarferð en svo er hundafimi um kvöldið.
Knúsar á ykkur öll :D

Wednesday, October 21, 2009

Gleði fréttir :D

Ekki nóg með það að tengda mamma og Guðlaug María eru að koma á morgun til okkar þá fékk ég þær frábæru fréttir áðan að Berglind og Jón Ómar eru að koma í heimsókn í lok janúar :D. Þau koma bæði þann 29. jan og verður Jón til 8. feb en berglind ætlar að vera til 14. feb sem gefur okkur frænkunum alveg æðislegan tíma saman :D.
Ég og davíð erum alveg í skýjunum og erum svo endalaust þakklát Guði fyrir að blessa okkur með öllum þeim ættingjum og vinum sem við eigum. We know we are blessed :).
Vildi bara deila þessu með ykkur.
Knúsar Fjóla og Moli

Tuesday, October 20, 2009

These are the days of our lifes ;D

Ég er búin að afreka ýmislegt í dag og má þar nefna BJ´s ferð, baka kotasælubollur, út að labba með Mola í 45 mín, fara í leikfimi og slappa af og lesa meðan Davíð lærir heima.
Núna er komið að aflöppun heima en Davíð er á leið í skólan. En hérkoma nokkrar myndir frá í dag ;D.
Pabbi er svo mikill snillingur og náði að setja upp hengirúmmið mitt úti á svölum og var verðið það frábært í dag að ég ákvað chilla smá í hengirúmminu með góða bók (Helga þú ættir að kannast við hana Taming the Tiger sem þú lánaðir mér hún ofar góðu :D)
Kósý dauðans :D

Moli og Davíð voru að kúra saman í morgun :D meka krútt :D

Knúsar heim til Íslands

Fjóla og co

Monday, October 19, 2009

Ég hef tekið gleði mína á ný...

... því ég er búin að fá sent föndurdótið sem ég panntaði og er strax byrjuð :D. Annars er langur einveru dagur í dag eins og alltaf á mánudögum en húsið er þónokkurð í rússt þannig að það er ekki eins og ég hafi ekki nóg að gera. Ég þarf svo að fara út með prinsinn í gott labb en við höfum hvorugt nent í tvo eða þrjá heima daga vegna veðursins en núna sé ég glita í sól úti þannig að hann fær langan og góðan í dag. Ég ætla svo að vera dugleg og hjóla í leikfimina mína en það er alveg þó nokkur spotti.
Knúsar á ykkur Fjóla og Moli innipúkar ;9

Saturday, October 17, 2009

Ekkert Pet expo...

... vegna veðurs :(. Ég er graut fúl en víst lítið hækt að gera í því. Ég verð þá bara að finna mér eitthvað annað að gera í dag en ég var búin að hlakka svo ógeðslega mikið til að fara að ég er ekki sátt.

Fjóla í fílu :(

Friday, October 16, 2009

Ein heima

Davíð minn er fainn í skólann að gera verkenfi með verkefnisfélaga sínum en hann þarf að flyja það á mánudaginn. Við Moli erum heima að reyna að láta okkur hitna en það er rigning og ekki nema sona ca. 5°C úti. Ég er verulega farin að finna fyrir því að mig vantar ullarsokka því tærnar á mér eru eins og frostpinnar :S. En í dag er kaldasti dagurinn hingað til en strax á morgun á að byra að hlína svo í kringum þann tíma sem Linda og Guðlaug koma þá eigum við að vera farin að sjá alveg 15-17 stiga hita þannig að þetta er ekkert rosalega svalt enþá ;D.
Ég er búin að vera að fara í gegnum allar myndirnar okkar Davíðs og finna til fyrir skrappbækurnar okkar og ég er komin með í allavegana fimm bækur.
En knúsar á ykkur.
Fjóla og Moli í kúru stuði

Thursday, October 15, 2009

Vetur að færast yfir

Jæja þá er maður farin að finna fyrir því að veturinn langast. Hér erum við komin á það stig að þurfa að byrja að hita íbúðina ef við viljum sleppa við að vera í úlpu innan dyra ;D.
Annars erum við bara búin að hanga inni í dag (fyrir utan að henda Mola út að pissa), ég að finna myndir fyrir næstu skrapbækur og pannta á netinu :D en ég er að fara að fá fult af skrapdóti og svo föndurdót jóla svo ég geti föndrað eins og brjálæðingur. Ég er samt komin á það stig núna að ég verði að standa upp rá tölvunni vegna þess að rassinn er orðinn aumur og ég orðin þreitt á að fara yfir allt mynda flóðið okkar.
Davíð er heima að læra en hann á að flytja verkefni á mánudaginn þannig að hann er á fullu að vinna í því. Moli er altaf jafn yndislegur liggur bara hjá pabba sínum og hefur það notarlegt.
Guð blessi ykkur og njótið það sem eftir er dags :D

Monday, October 12, 2009

Var að skreyta :D...

... fyrir Halloween :S. Ég keyfti í Dollar Tree (hvar væri ég án Dollar Tree) svona smá kraut um daginn og er ég að spá í að pæta smá við á miðvikudagin þegar ég kemst í búðina en það vantar smá meira skraut að mínu mati en þetta er byrjunin og lofar það bara góðu held ég :D!!
Njótið

Leðurblökur og grasker hvað er meira Halloween?

Krakkarnir hafa svo gaman af þessu, pabbi ;D

Svo ein af Davíð búin að vera að læra uppi í rúmmi og er á leið á klósettið með tölvuna til að læra meira þar. Engin friður ;D

kveðja Fjóla og co

Sunday, October 11, 2009

Fréttir frá Virginiu

Það er lítið talað um annað en Nópelsvelaun Obama hér og hvort hann hafi átt þau skilið eða ekkí. Fólk er ekki alveg á sama máli en finnst mér svona bróður parturinn vera á því að þetta sé annaðhvort ekki tímabært eða að hann sé ekki verðugur þessara verðlauna. Ég verð að viðurkenna að ég varð mjög hissa og finnst hann ekki vera verðugur slíkra varðlauna eins og er þar sem hann hefur voðalega lítið gert bara sagt og það er fáránlegt að gefa manninum Friðarverðlaun Nóbels fyrir að "segjast" ætla að gera eitthvað ekki satt?
Annars fór ég til læknis í gær til hans Dr. Moon flottur gæji fór meðal annars í brúðkaupsferðina sína til Íslands pæliði í því ;D. En nóg um það hann er s.s búin að komast að því að ég er með ofnæmi en hann sagði þegar hann kíkti inn í nefið á mér að það væri Textbook case ofnæmis ;D. Ég er líklegast líka með einhvern smá asma en þetta er ekkert nýtt hjá mér þar sem ég átti að fara á asmalif þegar ég var lítil en gerði það aldrei sem betur fer. Ég s.s er komin með nefsprey, púst og fúkkalyf svona bara til að vera alveg viss um að ég sé ekki með neina síkingu enþá í lungunum. Ég á að nota nefspreyið einusinni á dag, tvö sprey í hverja nös og svo þegar það fer að verða kaldara´og nálgast há vetur (nóv, des) þá á ég að prófa að hætta á því og sjá hvernig ég er :D.
Ég er að vonast til þess að þetta sé nóg til þess að ég geti farið út að labba með Molann minn í fallegu nátúrunni hérna sem ég ELSKA (er soddan náttúrubarn) og farið í leikfimi án þess að fá hóistakast og slím í lingun á við 15 ofvaxna Víkinga.
En þar sem ég er alveg að elska hvað Virginia er falleg svona á haustin þá er ég hér með nokkrar myndir frá göngutúr okkar Davíðs og Mola um daginn.

Þetta er útsýnið fyrir utan útidyrnar okkar en mér fanst tréið vera í svo fallegum litum

Þetta tré sáum við á leiðinni en litaflóran er ótakmörkuð þessa dagana

Moli að pissa á brunahana ;D

Könglar eru út um allt sem hafa fallið af trjánum

Laufin eru líka út um allt

Blóm

Hluti af göngustígnum sem við göngum alltaf

Hér er annar hluti þarna erum við komin lengra inn í skógjinn

Fallegt ekki datt?

Hvar, hvar, hvar, hvar er Moli?

Þarna er Moli sæti uppstiltur og flottur ;D

Fallegir litir

Mér finnst svo flott hvernig ræturnarliggja rétt ofaná yfirborðinu

En ég vona að þið hafið notið og takk fyrir allar bænir og jákvæðar huksanir til okkar
kær kveðja Fjóla og co