Thursday, July 30, 2009

Myndir frá síðastliðnum dögum :D

Jæja það er alveg komin tími á smá blogg héðan frá okkur á Flóró. Við erum að leggja síðustu drög að öllu hérna því á morgun förum við og náum í flutningabílinn okkar og við keyrum til Deltona í íbúðina þeirra pabba og mömmu þar sem við verðum þar til 6. ágúst en þá leggjum við eldsnemma afstað eða í kringum 4-5 um morgunninn úff það verður laaaangur dagur. Við ætlum svo að gista á leiðinni og þann 7. ágúst, á brúðkaupsafmælinu okkar Davíðs, þá förum við og hittum fólki í íbúðarkverfinu okkar og gistum þá nótt hjá Pelt fjölskyldunni.
En í dag verður alsherjar þrif það sem eftir er og pökkun það sem eftir er af henni svo allt verði meira og mina tilbúði á morgun þegar við náum í bílinn.
Jæja komið nóg af blaðri hér koma myndirnar :D

Moli sat svo stoltur helengi með plastið utanaf tannburstanum hennar mömmu og við náðum að smella einni mynd af honum ;D

Davíð minn duglegur að mála fæturnar á borðinu okkar en þær voru grænar en við vildum frekar hafa þær hvítar passaði betur ;D

Pabbi og mamma í wii og vá hvað það var gaman hjá þeim og okkur ;D. Þau eru þarna að boxa...

... og pabbi vann ;D

Annaðhvort er Moli búinn að minka heldur betur eða þá að Tópasinn heima á Íslandi hafi tekið verulegan vaxta kipp ;D

Við keyftum þessa köku en hún er ekkert meira en tvær litlar muffins kökur (íbréfinu og allt) og svo er bara búið að setja alveg ÓGEÐSLEGA MIKIÐ af kremi á þessar tvær muffinskökur. Þannig að þetta er deffinetely krem með smá köku

Þarna er hún Kirsten með Mola en við fengum Norsarana (eins og við kjósum að kalla þá) í heimsókn til okkar í gær.
Við sendum Geir Inge og Morten í Wiiið og þeir höfðu mikið gaman af.

Við fórum út að borða á Romanos Maccaroni grill og voru allir mjög sáttir við matinn og skemmtum okkur mjög vel en ef við byrjum á mér þá er það ég, Kirsten, mamma, pabbi, Geir Inge, Agnes og Morten (Davíð tók myndina)

Morten með ostaköku desertinn sinn en hann gat enganvegin klárað hana en hún var ógeðslega góð. Við Davíð fengum okkur Sorbei mjög góðan.
En þetta er nóg frá okkur í bili njótið vel dagsins og Guð belssi ykkur
Kv Fjóla og co

Sunday, July 26, 2009

Þrumur og eldingar úr heiðskýru lofti

Ég vaknaði við mikil læti í morgun en veðrið er heldur betur undarlegt hérna hjá okkur í morgunsárið. Það er glammpandi sól og miklar þrumur og eldingar en ekki vottur af rigningu.
Merkilegt!
Over and out

Saturday, July 25, 2009

1. dagur

Jæja þegar þið góðu Íslendingar lesið þetta þá er bara einn dagur í að bestustu foreldrar i heimi koma til okkar :D.
Annars erum við erum búin að vera löt í dag og höfum fátt gert af viti en á morgun mun það breytast en þá ætlum við að þrífa og taka til hérna heima. Á mánudaginn ætlum við svo að fara í Busch Gardens og eiða deginum þar þannig að Moli fer líklega í kennel pössun meðan við skemmtum okkur en we will make it up to him um kvöldið þegar pabbi og mamma koma þá verður sko GAMAN :D.
En ég hef nákvæmlega engar frettir handa ykkur aðrar en þær að Jesús elskar ykkur en það er sosem ekkert nýtt ;D
knús frá okkur Fjóla og co

Friday, July 24, 2009

4 dagar...

...í að pabbi og mamma koma YESSSS!!!!!!!!!!!!!!
Annars er ekkert að frétta. Höfum enþá ekkert heyrt í Morten :S. Fórum í smá verslunarleiðangur í dag en við erum að reyna ða vera mjög tímanlega í jólagjafakaupum þar sem við munum nota foreldra okkar óspart og senda þau heim með gjafir frá okkur.
Á morgun er svo tiltektar dagur ætlum að setja í nokkrar vélar og þrífa smá hérna heima og gera allt ásættanlegt hér áður en pabbi og mamma koma.
En knús á ykkur og God Bless ;D

Thursday, July 23, 2009

Hell´s Kichen

Það er byrjuð ný seria af Hell´s Kichen og VÁ VÁ VÁ hún er ROSALEG. Við horfðum á tvöfaldan byrjunar þátt í gær og það er strax allt að verða VITLAUST!!!!! Einn reif geðveikan kjaft við Jean Philippe yfir þjóninn og þa ðer einn gæji þarna sem er með klikkað attitjút við Gordon Ramsey og endaði síðasti þáttur á því að hann ætlaði bara í slag við Ramsey SÆLL!!!!!!
Annars erum við enþá að bíða eftir að Morten hafi samband við okkur og vonum við að það verði fyrr en seinna helst ekki seinna en á morgun.
En knúsar frá okkur
Fjóla og co

Tuesday, July 21, 2009

Fátt að frétta

Það er alsekki mikið sem við Davíð höfu afrekað núna síðastliðna daga enda nánast allt búið að gera sem hækt er að gera eins og er. Morten vinur minn frá Noregi er komin til Flórída kom á sunnudaginn en við höfum enþá ekkert heyrt frá honum en planið var að hann kæmi og heimsótti okkur í kringum 26 júlí og færi með okkur í Busch Gardens og svo myndu foreldrar hans kom og hanga með okkur og pabba og mömmu þann 28. júlí svo allir nái að hittast áður en þau fara aftur til Noregs.
Við Davíð ætlum að hitta vinkonu mína úr hundasnyrtináminu þann 3. ágúst og fara með henni í Disney Hollywood studios og verður það bara heljarinnar stuð held ég bara gaman að ná að hitta hana áður en við flyrjum, en það er gaman að segja frá því að hún er með svona disabiltypassa sem gerir það að verkum að við komumst fremst í allar raðir sem er bara SNILD ;D.
Moli fékk smá Make over um daginn enda var hann orðin vel tætur og druslulegur en er allt annar núna jafnvel búin að yngjast um 3 ár ;D.
Pabbi og mamma fara að koma eða eftir 6 daga þann 27. júlí og getum við ekki beðið hérna úti það verður svo gaman að hafa þau hjá okkur og fá hjálp þeirra við flutningin mikill léttir af því skal ég segja ykkur.
Ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér vinnuleit og jólafríinu og er farin að hafa sotlar áhyggjur af þessu þannig að þið megið mjög gjarnan hafa mig í huga varðandi það.
En nóg í bili hér koma myndirnar frá snyrtingunni hans Mola.

Duglegi strákurinn hennar mömmu sinnar að vera kjurr og sitja fínn

Ég voðalega prófesíonal ;D

og þetta er svo niðurstaðan mun sléttari og fínni línur og smá hvolpalegri ;D

Knúsar Fjóla

Sunday, July 19, 2009

Strandarferð

Halló gott fólk. Ég ætla ða byrja á að biðja Kristínu mína afsökunar á því að hafa gleymt að taka með myndavél á ströndina í dag en hún var pökkuð af hundum og ég held að það sem við komum okkur fyrir hafi ég talið að minstakosti 8-10 Boston Terriera. Við hittum líka þann stærsta Stóra dan sem ég held ég hafi nokkurntíman séð en þegar hann stóð alveg beinn með uppreyst höfuð náði höfuðið á honum upp að öxlunum mínum :S. Það vantaði heldur ekki stærðina á hans bibba og kúlurnar voru en til staðar ;D.
Núna erum við komin heim og ég er búin að baða Mola, klippa hann og gera hann fínan.
Nóg í bili Kveðja
Fjóla og co

Saturday, July 18, 2009

föttun...

...hjá mér. Ég er búin að vera að föndra jólasokk núna í gær og í dag og fattaði alt í einu. Ég er að fara að flytja í íbúð með arin :D! Hversu amerískt getur það orðið að hafa jólasokkana hangandi fyrir framan arininn :D?!?!?!?!?!

Góð föttun, Fjóla ;D

Friday, July 17, 2009

Simmi og Jói svo yndislegir

Þetta segir svo mikið hvernig mér fannst fílingurinn vera á fólki heima á Íslandi þegar ég kom í heimsókn núna í síðastamánuði. Allir ætla að ferðast innanlands og tjaldstæði eru full frá fimmtudegi og fram yfir helgi út um allt land.

Njótið ;D

Staðan eins og hún er á íbúðinni í dag

Smá meira update á okkur. Allt gengur alveg rosalega vel í pökkunar geiranum en það er orðið mjög lítið eftir sem hækt er að setja niður í kassa. Í dag eftir morgunmat förum við líklegast í Walmart og kaupum málningu til að laga smá skemmdir einig þurfum við að kaupa festingar upp á veggi fyrir næstu íbúð og ramma utanum Feneyjamyndirnar okkar sem loksins fundust ;9.
Núna erum við bara að bíða eftir því að pabbi og mamma komi og hjálpi okkur að klára það sem þarf að klára og svo erum við bara tilbúin í að flytja.

Svona lítur hornið okkar út þar sem tveggjasætasófin okkar er en þetta er allt dót sem búið er að pakka og taka í sundur og er tilbúið til flutninga.

Hér er meira dót sem er tilbúið allt fullt af dóti

Hérna eru svo töskur og kassar og box sem eru ekki full og á eftir að koma meira dóti í

Þá er það fataskápurinn Davíðs meginn en hann er nánast tómur enda...

færðum við nær allt mín megin annars er ekkert inni í honum en þessi föt sem við þurfum að nota núna á meðan við búum hér enþá, en þesi skápur var fullur af dót ekki bara fötum ef þið fattið mig ;9.
Jæja knúsar á ykkur öll Davíð er að renna í hlað með morgunmatin okkar Chereeos og frosin jarðarber :D
Knúsar Fjóla og co

Thursday, July 16, 2009

Halló gott fólk

Það er sko mikið um að vera hjá okkur hérna á Flórída. Við erum búin að vera alveg óendanlega dugleg að pakka og erum komin það langt að það er bara ekkert eftir að pakka nema helstu nauðsynjar.
Í gær kvöldi fórum við á Harry Potter and the Half Blood Prince og VÁ VÁ VÁ hvð hún er góð. Ég var í skýjunum eftir hana enda er myndatakan og hvernig leikstjórinn setur upp ákveðnar senur algjör SILD. Hún var svo miklu betri en ég þorði að vona.
Morten og fjölskylda eru að fara að koma til Flórída á sunnudaginn og ætlum við Davíð að fá hann til okkar í heimsókn vonandi ef allt gengur upp með hann og foreldra hans en okkur hlakka mikið til þess að fá hann. Pabbi og mamma koma eftir 11 daga þannig að það er ekki langt í þau þótt mér finnist þetta vera endalaust langur tími þar til þau koma.
Annars höfum við það fínt og erum bara poll róleg yfir öllu þessu flutnings veseni enda þýðir ekkert að vera að stressa sig of mikið yfir einhverju sem þarf ekkert að stressa sig yfir ;).
Jæja hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum.
kveðj Fjóla og co

Davíð minn að taka til dót til að pakka

Ég dugleg að bobbluplasta :D

Já svona leit stofan út í gær en Moli er þarna einhverstaðar á myndinni ;D

Kallarnir mínir örmagna eftir daginn ;D Krúttý bollur

Tuesday, July 14, 2009

Pabbi og mamma eru að koma :D :D :D !!!!!!!!!!!!!!!!!

Jei jei jei við fáum pabba og mömmu til okkar að hjálpa okkur við flutninginn og vera hjá okkur fyrstuvikuna (eða fyrstu tvær ef ég fæ einhverju um það ráiðið) í Virginiu. Ég hlakka svo til að sýna þeim Washington D.C og leifa þeim að hitta vini okkar þarna úti að ég fæ bara akkúrat núna þegar ég er að skrifa þetta fiðring í magan :D. Núna þarf bara að plana hvenar við þurfum að leggja í hann til Virginiu og pannta bílinn og svo bara halda áfram að pakka og vera helst búin að öllu svoleiðis þegar pabbi og mamma koma. Það er svo markt sem er að fara að gerast hjá okkur þessa dagana og nó að skipuleggja Morten og fjölskyldan hans eru að koma 19. júlí og vonumst við til þess að hitta hann og fá hann til okkar í heimsókn í allavegana einn dag áður en pabbi og mamma koma. Við ætlum svo líka ða hitta Sindy vinkonu mína úr hundasnyrtináminu en ætli við reynum ekki að gera það eftir að við erum búin að flytja. Oh Moli verður svo glaður að fá pabba og mömmu enda ætlum við á klikkuðu hundaströndina allavegana 1-2 skipti þegar við erum búin að flytja.
En nóg með það við fórum og tókum bílin okkar hann Fabio Mola í gegn áðan og er hann núna nánast alveg eins og nýr það þyrfti bara aðeins að riksuga hann betur þar sem okkur vantaði meira klink í riksuguna. Núna ætlum við að taka okkur til og halda áfram að pakka en við erumbúin að pakka í 5 68 lítra box og svona 5-6 kassa.

En nóg í bili njótið myndana.
kveðja Fjóla og co


það var sko engin smá sápa sem gubbaðist út um þvittabustan og var bíllinn alveg eins og candyflos þegar ég var búin að sápa hann

Flotti Fabio Moli

Þá er maður bara orðinn hreinn og fínn ný þvegin, bónaður með massabóni og svo glansbóni, felgurnar tandurhreinar, riksugaður, afþurkaður og protectaður :D

Ég bjó til skonsur handa okkur Davíð í gær og við fengum okkur afgangana í dag í hádeginu. Davíð er með Jalapenjo æði og fékk sér á sína skonsu jalapenjo og ost :S... veistu nei takk.

Monday, July 13, 2009

Búin aðvera dugleg í dag...

... að pakka niður í box og töskur. Við keyftum í gær tvö 68 lítra box og vorum að pakka í þau núna fötum og bókum. Við settum líka í stæðstu ferðatöskuna okkar föt þannig ð fataskápurinn er farin að líta vel út (það er aðsegja hann er að verða tómur). Á morgun verur bíllinn tekinn í gegn að innan og utan en við keyftum allt sem þarf til þrifa á honum núna áðan svo hann á að verða glansandi fínn á morgun. líklegast kaupum við okkur 2-3 box í viðbótar og höldum áfram ð pakka eftir að bíllinn er orðinn hreinn.
Á morgun fáum við líka ða vita hvort pabbi og mamma ætla að koma og vera með okkur í flutningnum og get ég ekki beðið að vita hvort þau koma eða ekki (en ég vona auðvita að þau komi). Við munum þá líka panta flutningabílinn á morgun en við erum ekki búin að pannta hann vegna þess að það fer eftir því hvort pabbi og mamma koma hvort við þurfum að leigja vagn fyrir Fabio Mola eða ekki.
En nóg í bili það fer að koma tími á leikfimi en ég ætla að fá mér eitthvað smá snarl áður en við gerum það er alveg að farast úr hungri.
knís Fjóla og co

Sunday, July 12, 2009

African Amerikan kirkjuferð

Við Davíð vöknuðum snemma í morgun og fórum í kirkju klukkan 8. Þetta er Babtistakirkja sem er rétt hjá okkur og er það sem væri hækt að kalla svertingja kirkja þar sem í henni eru engöngu svart fólk. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer í svona kirkju og fannst það alveg frábært svo allt öðruvísi. Eins og er svo algengt í amerískum kirkjum voru gestir beðnir um að gera grein fyrir sér og var mjög erfitt fyrir okkur Davíð að þykjast vera ekki ný svo við fengjum litla athyggli þannig að við réttum upp hönd. En áður en við vissum af var öll kirkjan komin til að heylsa okkur og bjóða okkur velkomin og ég hef sjaldan fengið það eins mikið á tilfinninguna að ég væri virkilega velkomin.
Við tókum okkur svo hjólatúr með Mola eftir kirkjuna og skemmtum okkur konunglega. Þegar heim var komið vorum við soldið þreitt og lögðum okkur og spurningin er núna hvort við kíkjum aðeins í Walmart og kaupum inn það sem þarf fyrir matinn ef það er eitthvað og kanski kassa eða plast box til að pakka í en það er víst komið að því pökkunartími.
Guð blessi ykkur elsku dúllur og við biðjum að heylsa :D
kær kveðja Fjóla og co
p.s. endilega kíkið á Davíðs blog og comentið ef þið hafið áuga á mjög athygglisvert hjá honum

Saturday, July 11, 2009

Meiri myndir frá íslandi

Jæja þá er komið af því, restin af ferðinni minni. Njótið vel.
Valdimar og pabbi hans í kirkjunni að bíða eftir brúðinni en Edda vinkona mín gifti sig þann 4. júlí.

Við saumaklúbbsvinkonurnar vorum allar á landinu merkilegt nokk þar sem helmingurinn af okkur býr erlendis eða ég, Ingibjörg (í Ungverjalandi) og Jenný (í Danmörku)

Edda og Eggert pabbi hennar. Gullfalleg ekki satt?
Petra dóttir Valda og Eddu og Bragi yngsti bróðir Eddu

Ingibjörg náði ekki að halda inni tárunum eftir að Edda leit til hennar, þá var það alveg búið

Edda og Valdi Gift hjón, ef þið skoðið myndina nánar þá sjáið þið að valdi er rauðeygður elsku dúllan

Flott hjón

(tengda) pabbi og mamma, foreldrar Eddu með Petru

Ég og Jenný

Ingibjörg og Gísli mið bróðir hennar Eddu

Jenný komin í Turnin en veislan var haldin þar á tuttugustu hæð

Vinkonurnar, Jenný, Ingibjörg og Sólveig

Steinunn og Unnur Birna voru veislustjórar

Ég að taka mynd af mér að taka mynd ;)

Ég komin í forréttinn sem var alveg hreint gegjaður

Jenný hress

Þarna eru þau ða bíða eftir að fá að sjá hvað Steinunn og Unnur gáfu þeið í brúðkaupsgjöf en það var hoki meira né minna en......

... Páll Rósinkrans

Ingibjörg að hlusta á Pál

Maggi eini strákurinn á okkar borði ;)

Sólveig gella

Það var stuð á okkur enda mjög skemmtileg veisla

Jenný varð snortin af söngnum hans Páls

Steinunn sæta

Þá var komið að kökunni en hún var KLIK hún var svo góð

Valdi að dansa við tengdamömmu

Edda að dansa við pabba sinn

Vinirnir Valdi og Maggi

Ágústa Hildur systir tengdapabba

Linda tengdamamma

benedikta konan hans Gizurar afa sem bauð okkur öllum út að borða á 19 hæð í turninum og var það alveg frábært

Hemmi hennar Ágústu

Guðlau María flotta bæja

Lára dóttir Gizurar og Benedikre (litla systir tengdapabba) og Valý Rós dóttir Ágústu og Hemma

Gizur töffari afi hams Davíðs


Sveinkibjörn tengdapabbi

Sunneva Kristín þeirra Guðjóns og Ásti

ég með prinnsessunni

Kisan hennar Ástu en þessi köttur er 16 ára gamall. Það er erfitt að sjá það ekki satt?

Benjamín með frænku sinni

Guðlaug með frænku sinni

Ég og dúllan

Bogga langamma hans Davíðs

Bogga

Svenni langafi Davíðs og ég

Svenni, Sveinbjörn og Benjamín
Frænkur Davíðs Ásta, Magga, Ólöf, Birna og Sara

Halldóra Lind með litlu hvolpanna hennar Góu

Góa með eitt lítið gimmp hjá sér

ég með eina litla prinnsessu

Þessi er einn sá fallegasti hvolpur sem ég hef séð enda er hún ekki að fara neitt og verður hjá Halldóru og Guðrúnu

Askur gamli kall

elsku pabbi minn. Flottur kall ;) en hann er besti pabbi í heimi vissuð þið það?

Maddi afi sæti ynsislegi kall

Mamma mín sæta æðislega en hún er líka besta mamma í heimi ef þið skilduð hafa mynst af því :D

Lilly amma mín yndislega

Afi reynir hjá Rangeranum hans pabba FLOTTUUURRR!!!!!!!!!!!

Berglind frænku líusa krúsí pús en við hittumst á Svartakaffi og fengum okkur súpu í brauði ummmm...

Tinna kom líka elsku dúllan

og elsku ynsislega Bára mín

ég og Bára hressar

Ég með hundavinkonunum Kristínu og Maríönnu og svo auðvita hundarnir Aris, Coco og Tara

Pabbi min og Hlynsi bestasti bróssinn

Ég, Dísa hans Hlynsa og mamma mín en við fórum á Laugás seinasta kvöldið mittog fengum okkur að borða en Laugás er staður sem mér á alltaf eftir að þikja vænt um því þetta er svona fjölskyldustaður og þú getur alltaf verið nokkurnvegin viss um að pabbi fái sér gratíneraðan fisk ;D.
kossar og knúsar frá okkur hér úti
Fjóla og co