Monday, September 29, 2008

Ég var að sýna


Um helgina fékk ég það frábæra tækifæri að sýna hana Arisi hennar Kristínar. Við bjuggumst ekki við miklu hjá henni útaf tönninni og svona en hún gjörsamlega kom okkur á óvart.
Það byrjaði á því að ég var næstum því búin að missa af því að fara inn í hringinn, svo stóðum við okkur eins og hetjur í að standa og á borðinu líka og við fengum alveg óvænt rauðan borða (fyrstu einkunn) og fórum aftast í röðuna. Svo er það loka ringurinn þar sem dómarinn bendir mér á að fara fresmt í röðina ég var bara HAAA!!!! Við tökum loka hring og svo sé ég bara bent á mig og sagt Number 1!!!!!!! Aris vann sinn flokk og var þriðja besta tík tegundar og er meistaraefni. Við vorum svo hissa og svo skemmtilega ánægðar að við vorum í skýunum. Ég er svo glöð að hafa fengið að sýna Arisi og er alveg komin með bagteríuna núna ;).
Sóldísi gekk líka vel fékk þriðja besta tík tegundar þannig að dagurinn var góður.
Við fórum svo út að borða með Chihuahuadeildinni á Red Chilly og var það rosalega gaman að fá að heyra alla dómana og slappa smá af.

Jæja ég hef það ekki lengra gott fólk hafið það gott og Guð blessi ykkur.

Monday, September 22, 2008

Jæja gott fólk

Ég er byrjuð að vinna aftur hjá Björnsbakarí en samt bara þrjá daga í viku og svo einhverjar helgar. Það er ekki laust við að mér líði hálf illa þar sem Davíð er gjörsamlega að drukna í vinnu og skólanum og öllum þeim nefndum sem hann er í. Hann hefur bara einn dag alveg frí í viku en hann þarf að nota hann í lærdóm og annað tengt skólanum þannig að það er eiginlega ekki frí dagur. Ég er að vonast til að fá fleiri hunda til mín í hundasnyrtingu svo ég geti skaffað pening aukalega og gert það sem ég hef gaman af að gera. Ég ætla að leggjast í það að fara og auglýsa mig betur og á fleyri stöðum núna í þessari viku.
Á morgun var ég að velta því fyrir mér að fara í gegnum allt dótið okkar og flokka það soldið niður eftir því hvort það fari út, geymist á Íslandi eða geti verið selt eða gefið. Það er ekki seinna vænna að byrja á því og bara vera snemma í þessu því að ég og mamma höfum verið að ræða það að þegar davíð fer út með pabba sínum að þá flytji ég bara heim til pabba og mömmu svo það sé hækt að taka íbúðina í geng og klára allt þar. Við Davíð erm líka með kassa heima hjá afa og ömmu í Garðhúsi sem eru með einherju dóti sem má alveg fara en annað sem við viljum geyma sem þar f þá að koma fyrir annarstaðar.
Ég er að fara í vinnuna eftir svona 30 mínútur þannig að ég hef það ekki lengra í bili.

Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur hugarró í daglega lífinu.

Friday, September 19, 2008

Mamma og pabbi komin heim :D

Í gær nótt vaknaði ég við að Hlynsi bróssi hringdi og sagði að flugvélin hjá pabba og mömmu væri alveg klukkutíma á undan áhætlun þannig að við þurftum að vakna um 4 leitið og leggja afstað. Moli minn fór að sjálfsögðu með og ég smiglaði honum inn í flugstöðina og fanst honum það ekkert smá spennandi. Pabbi og mamma voru með hvorki meira né minna en fjórar risa stórar töskur um 30 kg, einn stóran pakka, tvær stórar hjóla töskur í handfarangri, eina stóra hliðartösku, hliðarveski og poka.... SÆLLL!!!! En þetta er ekki búið enn, þau voru ekki stopuð í tollinum!!!!!
Ég fékk tvo hunda í snyrtingu í fyrradag og gekk það rosalega vel. Ég vona bara að þetta gangi svona áfram hjá mér og svo verði bara allt brjálað í kringum jólin.
Moli er eitthvað með í maganum og er búin að vera að fasta bara og svo byrja rólega að gefa honum mat.
Jæja ég fer að fara að leggja afstað til pabba og mömmu þannig að við verðum bara í bandi ;)

Kær kveðja Fjóla og Moli

Tuesday, September 16, 2008

Ég er á leiðinni til Noregs...

Ég var að pannta flug til Noregs að heimsækja hana Helgu mína. Ég fer út fimmtudaginn 30. október og kem heim mánudaginn 3. nóvember. Spurningin er hvort hún Kristín mín komi með mér en það er aðeins flóknara mál fyrir hana vegna skóla.

Segi bara GAMAN GAMAN GAMAN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! :D:D:D:D

Monday, September 15, 2008

Fýsn

Við Davíð fórum á leikrit í gær í Borgarleikhúsiu þar sem við keyftum svona kort á 4 sýningar á aðeins 4.450 kr. Leikritið sem við fórðum á heitir Fýsn og er mjög áhrifamikið. Maður má eiginlega ekki segja neitt um það en það kom mér á óvart vissum sosem ekkert hvað við vorum að fara á. Það er ekki nema svona tæplega einn og hálfur tími og ekkert hlé.
Ég mæli með því fyrir alla að fá sér svona leikhúskort í Borgerleikhúsið, Magnús Geir er orðin Bolrarleikhússtjóri og er ekkert nema frábær í alla staði. Ég varð alveg rosalega hrifin af honum eftir að hann leikstýrði Sweeney Todd í Íslensku Óperunni. Talandi um Óperuna þá er ég frekar spennt að fara og sjá Cavalleria Rusticana og er að spá í að pannta miða þar sem allt er að hverfa.
Mamma og pabbi koma heim á fimmtudaginn og hlakkar mig mjög til að fá þau heim enda langt sýðan ég sá þau síðast.
Ég er alveg að migla úr leiðindum hérna heima hef ekkert að gera, nenni ekki ða gera neitt þrátt fyrir að það sé svo mikil þörf að taka til en ég bít á jaxlin og fer að taka til á eftir.
Jæja ég hef ekkert meira ða segja eins og er en bið bara Guð að blessa ykkur og varðveita.

Kær kveðja Fjóla

Friday, September 12, 2008

Núna er komin tími

Ég verð að fara að hella mér í að reyna að finna eitthvað að gera eins og t.d. vinnu er alveg að migla að ggera ekki neitt þarf að hafa eitthvað að gera.
Best að kíkja á job.is og sjá hvað er í boði.
Bæó

Wednesday, September 10, 2008

Nokkrar myndir frá Spáni

Á flugvellinum í Danmörku að bíða eftir flugi til Malaga

Davíð ný vaknaður og sætur morgunin eftir á Spáni

Í Aqualand rosa stuð hjá okkur

Í mini golfi alveg með múfin á hreinu

Allir glaðir

Sveinbjörn var sigurvegarinn en ég var rétt á eftir honum ;)

Sistkyning Benjamín og Guðlaug

Ég að Supermodelast ;)

Við hjónin sætust

Bræðurnir að háma í sig á Kínverskum matsölustað

Tengdó að borða

Við Davíð og Sveinbjörn fórum að skoða fallega höll sem heitir Alambra

Davíð minn bestasti í öllum heiminum

"Það eru Gullfiskar í tjönninni" Fjóla!!!

Fallegt útsýni

Ég og útsýnið


Ég að æfa mig á gítar

Tuesday, September 09, 2008

Komin heim

Jæja þá er ég loksins komin heim og er ég því alveg rosalega fegin. Þetta var erfitt ferðalag fyrir mig þar sem ég fetist í eilífðar hugsunum og náði enganveignn að já neinn tilgang með neinu. Ég er svo þakklát að eiga hann Davíð minn vegna þess að ég hefð ekki komist af án hans.
Ég ætla að fara á eftir og ná í bílin okkar Davíðs á sölu svo við getum notað hann eitthvað vegna þess að þessir bílar sem við höfum afnot af erum bara allt of miklir bensínhákar og við höfum ekki efni á þessu. Ég ætla svo að fara ða vinna í því að skrá hann á fleyri sölur og setja inn mynd af honum á barnakand og mbl eða eitthvað svoleiðis.

Ég segi ekkert meir eins og er en hlakka til að heyra frá ykkur öllum

Kveðja Fjóla